Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 58

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 58
AFENGISBOL ■ „Ég hef komið inn i 11 og 12 ára bekki þar sem margir og jafnvel allir nemendur seg jast hafa drukkið bjór." ■ „í tengsl- um við sím- ann hef ég rætt við for- eldra sem búa við þann vanda að eiga börn sem eru að verða áfengi eða öðrum fíkni- efnum að bráð 13, 14 eða 15 ára." ■ „Engin takmörk eru ffyrir því hvað ungl- ingar geta tekið sér ffyrir hendur í því skyni að práfa eitthvað spennandi." FRH. AF BLS. 23 okkar bindindismanna sem taldir eru vera miklir öfgamenn. Land- spítalinn stóð nefnilega fyrir rann- sókn á bjórdrykkju meðal ungl- inga, bæði fyrir og eftir nýju lögin, því að bjór hefur alltaf verið drukkinn hér á landi í einhverjum mæli þótt hann hafi ekki verið leyfður. Könnunin var annars vegar gerð ári áður en nýju lögin gengu í gildi og aftur þremur ár- um síðar. Þá kom í Ijós að þjór- drykkja unglinga 13-15 ára hafði aukist um meira en helming en ekki eins mikið hjá 15 ára og eldri. Ég hef komið inn í 11 og 12 ára bekki þar sem margir og jafn- vel allir nemendur segjast hafa drukkið bjór þó að þeir geri það ekki um hverja helgi. Ég held að bjórinn hafi gert það að verkum að unglingar byrji að drekka enn- þá fyrr en ella. Þá erum við komin að þætti foreldranna því að í Ijós kemur að oft eru ungir krakkar að drekka bjór með samþykki foreldra, allt niður í 11-12 ára. Margir virðast standa í þeirri trú að bjór sé ekki áfengi.“ VEIT EKKI HVORT ÞÆR DUTTU í ÞAÐ - Er rödd þín og samstarfs- manna þinna ekki heldur mjó- róma á móti öllum áróðrinum í þjóðfélaginu um ágæti áfengis- ins? „Áfengisvarnarráð hefur á sín- um snærum aðeins einn starfs- mann í fullu starfi sem heimsækir alla skóla landsins. í tvo mánuði á ári bætist annar við í hlutastarf. Ég spyr á móti: Hvernig væri ástandið ef maður væri ekki á ferðinni meðal barna og ungl- inga? Ég hef brugðið á það ráð að taka fyrir ákveðin landsvæði og skóla og sinna þeim vel í stað þess að vera víðar með óhnitm- iðað starf. Menn deila um hverjir eigi að sjá um áróðurinn, hvort hann eigi að vera utanaðkomandi eða hvort kennarar eigi að annast hann að einhverju leyti. Við höf- um reynt að fara í sama skólann tvisvar á ári. Ég held að það skili betri árangri heldur en til dæmis að heimsækja skólann einu sinni á þriggja eða fjögurra ára fresti. Árangur af forvarnastarfi er ekki hægt að mæla. Ef ég ræki meðferðarstofnun gæti ég farið með þig niður á Lækjartorg, setið þar með þér í svona klukkutíma og bent þér á ýmsa karla og kon- ur og sagt: „Sjáðu þennan, hvað hann er vel á sig kominn. Hann var í meðferð hjá mér og það er með ólíkindum hvað hann hefur tekið sig á og staðið sig vel.“ Ég get ekki bent þér á ungling og sagt að þessi sé nú svona prúður og góður vegna þess að ég hafi lesið yfir honum í 10. bekk og hann hafi greinilega ekki þorað að drekka síðan. Einu sinni var ég í heila viku í einum landshluta og vann þar með formanni skólanefndar eins skólanna. Við fórum í fimm eða sex skóla frá mánudegi til föstu- dags. Þegar við vorum að koma út úr síðasta skólanum sagði hann við mig: „Heyrðu, heldur þú að það sé eitthvert gagn í því að koma til þeirra annað eða þriðja hvert ár og ræða við þau í eina eða tvær kennslustundir?" Ég fékk ekkert tækifæri til að svara honum því að í þann mund komu þrjár stúlkur út á hæla okkar og kölluðu til mín: „Heyrðu manni, er alkóhól- ismi arfgengur sjúkdómur?" Ég gat ekki svarað því að skólanefndarformaðurinn sagði að bragði: „Af hverju eruð þið að sþyrja?" Hann hætti ekki fyrr en hann fékk svarið sem var að um- ræðan inni í bekknum hefði vakið þær til umhugsunar um hvort alkóhólismi gæti verið ættgengur. í Ijós kom að stúlkurnar áttu for- eldra sem voru óvirkir alkar og þær fóru að velta þessu fyrir sér. Skólanefndarformaðurinn svaraði stúlkunum á þá leið að margt benti til þess að þessi tilhneiging væri arfgeng og því hefði hann ákveðið, þegar hann var ungur, að láta áfengi eiga sig því að fað- ir hans hefðí verið óvirkur alki og hann vildi ekki verða eins og hann. Með þetta í veganesti fóru stúlkurnar. Eftir þessar umræður sagði skólanefndarformaðurinn við mig: „Þú þarft ekki að svara sþurning- unni sem ég lagði fyrir þig áðan þess efnis hvort þú teldir eitthvert gagn af þessu." Ég veit ekki hvort stúlkurnar duttu í það á ballinu um kvöldið.“ SÍMARÁÐGJÖF Í SJÁLFBOÐAVINNU „í þann mund sem ég byrjaði i þessu starfi voru foreldrasamtök- in Vímulaus æska stofnuð. Við aðstoðum þau eins og aðra hópa eða samtök sem eru að vinna við forvarnarstarf í áfengismálum. Nú hefur þetta samstarf verið við lýði í 5 ár og höfum við leitast við að miðla samtökunum fræðslu og vera þeim innan handar. Fljótlega eftir að samtökin voru stofnuð settu þau uþp neyðar- síma ætlaðan foreldrum. Slíkt kallaði auðvitað á mannskap og fjármuni. Lyonsklúbburinn Freyr í Reykjavík gaf samtökunum far- síma en þá kom uþþ vandamál þess efnis hver ætti að svara í hann og vera jafnvel á vakt allan sólarhringinn án þess að fá fyrir það krónu. Ég hafði kynnst slíkri þjónustu þegar ég vann á Kleppsspítala, einkum þegar ég var á næturvöktum og fólk hringdi utan úr bæ vitandi það að í þessu númeri hlyti einhver að svara. Ég bauðst til að ríða á vaðið og núna er ég búinn að vera með þennan síma í 5 ár. í tengslum við símann hef ég rætt við foreldra sem búa við þann vanda að eiga börn sem eru að verða áfengi eða öðrum fíkniefnum að bráð 13, 14 eða 15 ára. Þetta hafa verið allt upp í 1500 símtöl á ári. Það er geysi- lega vandasamt að sinna síma- þjónustu af þessu tagi. Slikt krefst þess að maður sé inní í öli- um mannlegum málefnum. Fólk hringir ekki bara vegna þess að unglingurinn er að koma heim, blindfullur í fylgd lögreglu. Oft varðar þetta hjónaband fólks og margt fleira. Samtök, sem reka svona þjónustu, geta ekki sagst einungis afgreiða símtöl sem varða unglinga 13-15 ára. Hvern- ig eigum við þá að snúa okkur þegar kona hringir sem spyr hvað hún eigi að gera við karlinn sinn sem hafi barið hana til óbóta? Maður þarf að vera vel heima i meðferðarmálum og vita hvert unnt sé að vísa fólki þvi sem hringir. Við leysum ekki málin en við getum vísað fólkinu þangað sem það gæti fengið hjálp.“ EITRAÐIR SVEPPIR í VEGGFÓÐRI „í fyrra vetur hringdi í mig móðir fimmtán ára pilts um miðja nótt. Hún hafði vaknað og kikt inn í herbergið hans til þess að athuga hvort hann væri kominn heim. Þegar hún sá að svo var ekki kveikti hún Ijós og sá þá að mið- stöðvarofninn var þakinn sveþp- um. Hún fylltist skelfingu, aum- ingja konan, sem hafði heyrt tal- að um baneitraða ofskynjunarsveppi sem ungling- arnir væru að neyta. í ráðaleysi sínu hringdi hún í neyðarsímann. Hún spurði mig hvað hún ætti til bragðs að taka. Ég sagði henni að greinilegt væri að tilgangur sonar hennar með að þurrka sveppina væri sá að hann ætlaði að borða þá. Ég ráðlagði henni að ræða þetta við piltinn þegar hann kæmi heim. Konan hringdi aftur nokkru síðar og sagði mér að hún hefði verið búin að henda öllum sveppunum þegar sonur 58 VIKAN 2. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.