Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 45

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 45
er bæði villuráfandi og til- gangslaus. TILTAL OG KERTALJÓS Best væri að einsetja sér að tala við hann eins og hann væri lifandi og segja honum að hann sé í vanda og látinn og þurfi hjálp til að komast til botns í sínum mál- um á annarri og ögn andlegri forsendu en áður. Simbi gæti reynt þessa aðferð með þvf að kveikja kertaljós, t.d. í því herbergi þar sem maður- inn er hvað fyrirferðarmestur og þegar Simbi yrði hans var gæti hann beint hugsunum sínum og orðalagi til hans og óskað eftir því við hann að hann léti sér segjast. Simbi gæti sagt honum það að hann væri í vanda sem lægi í því að hann væri að hanga án ásættanlegs tilgangs óvelkominn niðri við jörðina öllum til ama og sjálfum sér til armæðu með því að neyða aðra og ókunnuga til samneytis við sig með óheppilegri nærveru sinni eins og hann hefði gert í seinni tíð, sumum og þá skyggnum sjáanlegur. Það er alltaf erfitt að vera ósáttur og ekkert síður þegar við er- um komin hinum megin. ÞJÓNUSTA ENGLA KÆRLEIKSRÍK Þessi maður á kost á hjálp hinum megin frá, frá englum sem eru í þjónustu forsjónar- innar og eru líklegir til að bera birtu og skilning inn í líf hans og annarra ef kærleiks- hvetjandi nærveru þeirra er óskað. Best er því, jafnframt því að tala viðkomandi til, að biðja fyrir honum á jákvæð- an og kærleiksríkan hátt með tilliti til þess að hann sé verulega ósáttur og nei- kvæður. Hans heimkynni eiga að vera við þessar að- stæður í náðarríki Drottins en alls ekki á jörðinni þar sem tilveru hans er vitanlega lokið. Þetta þarf hann að gera sér grein fyrir og ekkert er óeðlilegt við það að láta sér detta í hug að honum takist það með heppilegri leiðsögn Simba eða ann- arra. ENGIN ÁSTÆDA TIL AD HRÆDAST LÁTNA Ekki er óalgengt að svipir þessara einstaklinga sjáist og torkennileg hljóð heyrist frá þeim þegar þeir gera sig heimakomna þar sem þeim þykir henta eftir atvikum. Venjulegast eru þeir óvel- komnir af því að þeim fylgir eitt og annað sem gerir lif- endur óörugga og skelkaða kannski vegna ókunnugleika þeirra á svona fyrirbærum. Ef við erum raunsæ þá eru jafn miklar líkur á erfiðri við- kynningu við látna eins og lifendur og engin sérstök ástæða er til að hræðast látna fremur en lifendur sök- um þess að manngerðir fólks eru misjafnar og marg- ræðar hvort sem viðkomandi er látinn eða það sem við köllum lifandi. GÓÐAR EÐA SLÆMAR MANNGERDIR Vitanlega verður enginn betri við það eitt að deyja. Við verðum að vilja vera já- kvæð eða neikvæð hvort sem við erum hérna megin eða hinum megin. Trúlegast er að flestir þeir, sem látnir eru og kjósa að hanga í jarðneskum krafti, telji sig hafa til þess ástæðu og það ærna væntanlega, þótt ein- hverjir geri það ekki. Góðar eða slæmar manneskjur eru til báðum megin grafar og ekkert við því að gera annað en að óska þess að neikvæð manneskja ákveði að temja sér eðlilegt jákvæði og verði þannig betri. Það getur t.d. verið ákveðið ósætti við breyttar aðstæður sem veld- ur því að við afneitum nýjum heimkynum kröftuglega. JÁKVÆÐ REYNSLA OG MEINLAUS Simbi kallar það, sem hann er að upplifa, drauga- gang og manninn sem látinn er draug, enda er hann býsna ókunnugur þeirri stað- reynd yfirleitt að látnir lifa og tilgangur þeirra með nær- veru sinni er í undantekning- artilvikum neikvæð. Fremur er nærvera þeirra jákvæð og skaðlaus þótt hún geti verið sérkennileg og hugsanlega óþægileg fyrir þá sem óska ekki eftir neinu samneyti við þá látnu. Þessir látnu, jarð- bundnu einstaklingar eru venjulegast meinlausir og virðast ekki átta sig á því að í augum eftirlifenda geta þeir virkað ógnvekjandi vegna þess að þeir tengjast því yf- irskilvitlega í tilverunni og eru því bæði leyndardóms- fullir og stuðandi í senn, enda ósýnilegir nema skyggnum. MIDLAR OG INNRI FRIÐUR Þeir koma því flestu fólki í opna skjöldu sem er óþægi- legt fyrir þá sem upplifa und- irbúningslaust dulræna reynslu, enda er þannig reynsla mörgum ókunnug og því leyndardómsfull. Það væri ekki vitlaust ásamt áð- urnefndum ráðum um fyrir- bænir og samningaumleitan- ir að kalla til góðan miðil sem gæti mögulega náð þeim skilaboðum, ef einhver eru, frá látna manninum þannig að hann geti þá fund- ið þann innri frið sem nauð- synlegur er öllum þeim sem farnir eru af jörðinni og lifa við breyttar aðstæður. SIDFÁGUN OG ÁHYGGJUR Simbi spyr hvort þetta sé eðlileg hegðun hjá látnum einstaklingi. Það verður að segjast eins og er að það er enginn sérstök regla til um það hvernig látnum ber að hegða sér frekar en okkur sem lifum hér. Hitt er svo annað mál að allt siðfágað fólk lifir eftir einhverri þeirri siðfræði sem það setur sér i hvers kyns samskiptum. Sá látni er örugglega ekki með- vitaður um þann ótta og þær áhyggjur sem hann með nærveru sinni hefur þegar skapað eftirlifendum. Honum hlýtur þó, eins og öllum öðr- um, að lærast að taka tillit til annarra þótt manni þyki full seint að læra slíkt eftir lík- amsdauðann. Í HÚSI FÖÐUR MÍNS Betra væri að við yfirleitt reyndum að efla með okkur aukinn lífsþroska og jákvæð- ar lyndiseinkunnir áður en að umskiptunum kemur. Kristur sagði nefnilega: „i húsi föður míns eru margar vistarverur" og jafnframt: „Sá sem túir á mig mun aldrei að eilífu deyja.“ Eða eins og skelkaði maðurinn sagði spaklega: „Elskurnar mínar, oft hef ég verið undrandi en aldrei eins og núna vegna þess að mér hefur tekist með fyrirbænum að iosna við allan dulrænan fyrirgang héðan úr húsinu og enginn draugur er sýnilegur á svæðinu lengur." Með vinsemd, Jóna Rúna □ 2. TBL. 1994 VIKAN 45 SÁLRÆN SJÓNARMIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.