Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 72

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 72
SUÐRÆNT FOLK amma dó þegar mamma var 15 ára. Bræðurnir voru sjö og mamma átti að þjóna þeim öllum. Hún var þrællinn á heimilinu. Tveir af bræðr- unum voru í lögreglusveit sem Franco stofnaði, þjóð- varðliðasveit eða Guardia ci- vil, þannig að umræðuefnið á heimilinu var ekki hlut- laust. Pabbi var öðruvísi. Hann barðist reyndar í stríð- inu með Franco vegna þess að hann var í hernum á svæði sem flokkur Francos stjórnaði þegar stríðið skall á. Hann var aldrei Franco- sinni heldur var hrifinn af kommúnisma. Hann var reynslumeiri en mamma; hann vann úti og sá meira hvernig kerfi Francos virk- aði. Mamma var alltaf heima, fékk peninga frá hon- um og reyndi að spara eins mikið og hún gat.“ NÁMSÁRIN Jesús segist ekki eiga góðar minningar úr skólanum sem hann sótti sem barn. „Þetta var lélegt skólakerfi. Ég fór í einkaskóla sem prestar ráku en það þótti slæmt að senda börn í ríkisskóla vegna þess að ríkið borgaði kennurunum léleg laun. Fólk ímyndaði sér að verstu kennararnir væru í ríkisreknu skólunum. Ég held að ástæðan hafi verið sú að prestarnir hafi verið búnir að skapa sér betri ímynd en í kennslunni lögðu þeir mikla áherslu á siðfræði. Prestar, eins og hermenn, nota mjög sérstaka aðferð í kennslu og ég man eftir setningu sem var á þá leið að „maður læri með því að blæða". Menntaskólinn, sem ég fór í, var ríkisrekinn og var miklu frjálsari. Þegar ég var í einkaskólanum var aldrei talað um pólitík en eftir að ég skipti um skóla snerist dæmið við. Þetta var á síð- ustu árum Francos og þá var mikið um að vera; skóla- krakkar voru alltaf í mót- mælagöngum og á þessum tíma var áberandi hvað and- rúmsloftið var pólitískt. Allir höfðu sínar skoðanir og þetta var mjög skemmtilegt tímabil. Þegar ókunnugir hittust var fyrst spurt að nafni og næsta spurning var: „í hvaða flokki ert þú?“ Allir unglingarnir voru vinstri- menn en krakkar eru yfirleitt á móti foreldrum, fullorðnum, skólanum og kennurunum og að sjálfsögðu vorum við öll á móti Franco. Við börð- umst mikið og ég held að það hafi haft sitt að segja því áður en Franco dó árið 1975 fengum við ýmsu breytt. Við fengum meira frjálsræði í skólanum og til að mynda fengum við því framgengt að trúfræði og stjórnmálafræði, sem fólst í heilaþvotti á stefnu fasismans, voru gerð- ar að valgreinum. Eftir menntaskólann hóf ég nám í líffræði en hætti því fljótlega. Á Spáni er ekki hægt að fá námslán heldur tekur fólk venjulegt bankalán. Margir fá styrk en tekið er mið af tekjum fjölskyldunnar. Ég fékk aldrei styrk þrátt fyrir að pabbi hafi aldrei verið tekju- hár og ég tel að maður þurfi að vera mjög fátækur til að hljóta styrk. Mjög fáir fá lán og flestir eiga fjölskyldur sem styðja þá.“ UNNIÐ MEÐ NÁMI Hér á landi er algengt að unglingar vinni margvísleg störf með námi. Hvort starfið komi niður á náminu hjá öll- um skal ósagt látið en víst er að vinna með námi telst ekki til „þjóðaríþrótta“ íslendinga. Miðjarðarhafsbúinn Jesús þekkir málið af eigin raun. „Ég vann frá því ég byrjaði í menntaskóla 16 ára gamall og var í skemmtilegu starfi. Ég vann sem aðstoðarmað- ur málara sem málaði fjölda- framleiddar olíumyndir. Ég gerði grunninn að myndun- um, málarinn kláraði þær, setti punktinn yfir i-ið og stundum leyfði hann mér að leggja lokahönd á þær. Ég lærði mikið hjá honum en sá þetta ekki fyrir mér sem ævi- starf. Það eru svo margir málarar á Spáni sem lepja dauðann úr skel. Ég teikna ennþá en er að vísu hættur að nota olíu. Ég vann hjá málaranum í þrjú ár og eftir það vann ég til dæmis á skrifstofu og sem bílstjóri." KATALÓNSKAR HEFÐIR Nautaat, flamencodans, san- gría og paella er eflaust það sem margir hugsa um þegar minnst er á spænskar hefðir. Þessi upptalning þætti ef- laust góð og gild ef einungis væri rætt um syðsta hérað Spánar, Andalúsíu, þangað sem þúsundir íslendinga flykkjast á hverju ári og flat- maga áhyggjulausir í sólinni við undirleik öldugjálfurs Miðjarðarhafsins. Sardana- dansinn er katalónskt fyrir- bæri og tónlistin við hann er dæmigerð fyrir Katalóníu. Tónlistarmenn spila á litlar flautur með annarri hendi og einnig er spilað á katalónskt hljóðfæri sem líkist klarín- ettu. Ein katalónsk hefð felst í því að menn stíga á herðar hvers annars og mynda þannig nokkrar hæðir. Á flestum stöðum á Spáni eru jólagjafir gefnar 5. janúar vegna sögunnar um vitring- ana þrjá sem komu þann dag. En í Katalóníu eru gjafir gefnar á aðfangadag. Krakk- ar búa til trjábol úr pappír, í hann eru settar gjafir sem krakkarnir slá svo úr bolnum. Á Jónsmessunótt skjóta Katalóníumenn upp flugeld- um, fólk drekkur mikið þá nótt og fáum verður svefn- samt. „Ef ég á að nefna dæmigerðan katalónskan mat vil ég benda á scalivada sem er saltfiskur í þunnum bitum. Með fiskinum er borð- uð hálfsteikt paprika og einn- ig er notuð blanda af olíu, ediki, salti og fleiru. Sniglar eru einnig dæmigerðir fyrir Katalóníu og eru þeir bornir fram með einhvers konar tómatsósu. Einnig eru til alls konar eftirréttir, til dæmis crema cata/ana sem líkist sætum búðingi." ÍSBJARNARBLÚS VIÐ MIDJARDARHAFID Áður en Jesús ákvað að koma hingað til lands vissi hann einungis að höfuðborg- in héti Reykjavík. „Árið áður en ég kom, 1982, kynntist ég strák sem hafði búið á ís- landi í eitt ár. Hann hafði unnið í fiski á Flateyri og sagði mér mjög skrautlegar sögur af lífi sínu í þorpinu. Hann og franskur vinur hans unnu kannski í tvo til þrjá mánuði í fiski, fóru til Reykja- víkur og eyddu öllum pen- ingunum og fóru aftur vestur til að vinna. Ég heyrði fyrstu plötu Bubba Morthens, ís- bjarnarblús, á Spáni. Núna finnst mér hann vera mjög skemmtilegur en ég man að þegar ég heyrði fyrst í hon- um fannst mér þetta vera skrítin tónlist." ERFIÐLEIKAR Á FRÓNI „Þegar ég kom úr hernum vildi ég fara til útlanda, ferð- ast um og skoða heiminn og ég kom hingað til lands sem ferðamaður. Ég vildi vera áfram á íslandi og fór því til ræðismanns Spánar sem þenti mér á útlendingaeftirlit- ið en það var ekki hægt að fá löglegt heimili hér á ís- landi. Hjá útlendingaeftirlit- inu var mér sagt að ég gæti ekki fengið dvalarleyfi fyrr en ég væri búinn að fá atvinnu- leyfi og ekki var hægt að fá atvinnuleyfi fyrr en maður var búinn að fá dvalarleyfi. Ég frétti að vinnu væri að fá á Grundarfirði og skellti mér þangað í fisk. Út af einhverri tilviljun, vegna einhvers máls sem tengdist dökkum strák sem vann þar, athuguðu starfsmenn útlendingaeftir- litsins hvort fleiri ólöglegir innflytjendur væru að vinna á staðnum. Þeir fréttu af mér og komu akandi í lögreglubíl frá Reykjavík og um nóttina gisti ég í fangelsi í Reykja- vík. Þegar á þessu stóð hafði ég hitt núverandi eig- inkonu mína og ég vildi hringja í hana til að láta hana að minnsta kosti vita hvað væri að gerast. Maður hefur kannski séð of margar kvikmyndir og ég hélt að ég gæti hringt einu sinni úr fangelsinu. Ég gat það ekki og var lokaður inni eins og krimmi. Klukkan sex morg- uninn eftir var mér ekið út á flugvöll þaðan sem ég gat hringt í konuna. Seinna sótti hún um atvinnuleyfi fyrir mig og ég kom aftur til íslands en á árunum 1986 - 1990 bjuggum við á Spáni. Stund- um væri ég alveg til í að fara héðan vegna þess að það er eitthvað hérna sem ég skil ekki eða finnst vera fárán- legt.“ Jesús segir að það sé kalt á íslandi og honum finnst Spánverjar og íslend- ingar vera ólíkir. „Á Spáni býr fólk í allt öðruvísi and- rúmslofti. ísland er einangr- að land en Spánn er í miðj- um ferðamannastraumnum. í þrjú þúsund ár hafa nýir þjóðflokkar sest að á Spáni þannig að kynblöndun hefur átt sér stað. ísland hefur hins vegar verið mjög ein- angrað og það hefur sitt að segja. Við erum svo ólíkar þjóðir að það er með ólíkind- um.“ □ 72 VIKAN 2. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.