Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 48

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 48
TONLIST A tónleikum í Noregi. Komu bræóranna er beóió meó óþreyju af aódáendum í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýska- landi og jafnvel Rússlandi líka. The Boys komu fram í beinni útsendingu TV2 vió Storefell þegar Norómenn völdu sér feguröardrottningu síóast. Bræöurnir veittu gullplötum viötöku í beinni sjónvarpsút- sendingu í september síöastliönum. eins og kostur var og þar kom Boys-bíllinn sér vel. Þar er afdrep feöganna þar sem þeir geta á löngum keyrslum reynt að lifa heimilislífi - borða, sofa, sinna heimalærdóm, horfa á sjónvarp og svo framvegis. Norskur fylgd- armaður, sem hefur kennara- menntun, fylgir feðgunum og hjálpar til við lærdóminn og fleira. Bíllinn tekur tíu manns í sæti þannig að nóg er plássið, bæði fyrir farþega og farangur. Þegar svo ber við er þó flogið í innan- landsflugi í Noregi eða þegar vegalengdir eru mjög miklar. Sumir tónleikarnir voru nyrst í Noregi. „Þetta gekk vonum frarnar," segir Halldór, faðir drengjanna. „Eiginlega erum við nýbúnir að Ijúka þessari tónleikahrinu því við bættum fimm konsertum við það sem ákveðið hafði verið í fyrstu. Það er allt gert til að strákunum líði sem best. Við erum á mjög góðum hótelum og þeir þurfa raunverulega ekkert annað að gera en að koma fram. Þegar Hemmi Gunn spurði þá hvort þetta væri ekki erfitt í kringum tónleikahaldið sögðu þeir: „Við bara syngjum." Þannig er þetta lagt upp og meira leikur og glaumur og gaman hjá þeim. Fyrir fjórum árum, þegar ég byrjaði að kenna þeim, var þetta bara hobbý að læra á gítar og síðan smá jókst þetta. En þetta er alveg eins í dag, strákarnir hafa gaman af þessu. Við fullorðna fólkið tökum kúf- inn af öllu sem heitir vinna í kringum þetta - bókunum, undir- búningi og fleiru. Síðan eru þeir búnir að fá nokkur þúsund aðdá- endabréf. Eyrún, móðir þeirra, tók að sér að sjá um þá hliðina og hún er gjörsamlega að fara í kaf. Hún sér um að svara þeim öllum en það koma hátt í eitt hundrað bréf á dag. En það er mjög ánægjulegt að bréfasend- ingarnar frá krökkum á öllum aldri frá íslandi eru að aukast. Reyndar koma einnig bréf frá Bretlandi og víðar að, þetta er að vinda upp á sig,“ segir Halldór. ÁHORFENDUR TÆTTU STRÁKANA Í SIG Norska sjónvarpið hefur oft sýnt The Boys á sviði en drengirnir komust í sjónvarpsfréttirnar þeg- ar vinsældirnar keyrðu um þver- bak og áhorfendur nærri því tættu þá i sig. „Ég held að The Boys hafi al- gjörlega slegið í gegn," segir Halldór. „Það, sem þeir hafa ver- ið að gera, hefur gengið í hjörtu bæði ungra og eldri. Foreldrar þekkja þessa músík sem þeir eru að syngja, það er lög frá sjöunda áratugnum. Það er sagt að það sé í fyrsta skipti, að minnsta kosti lengi, sem mömmurnar frammi í eldhúsi biðja börnin sín um að hækka í útvarpinu og stereógræj- unum þegar lög The Boys eru spiluð. Þetta virðist ganga í hjört- un á stelpunum og þegar við er- um á tónleikum er ástandið slíkt að strákarnir þurfa að hafa ör- yggisverði. Þeir hafa þurft að mynda vegg á milli strákanna og áhorfendanna. Það hefur komið fyrir að þeir hafa verið rifnir niður af sviðinu. Þegar það gerðist var þetta þannig að þeir fóru upp á sviðið. Þeir kynntu allt sjálfir eins og venjulega og voru einir þar allan tímann. Strákarnir töluðu við krakkana og sungu síðan sín lög. Á meðan strákarnir voru að sprella í krökkunum reyndu þeir að ná í þá. Það hefur gerst nokk- uð oft að það hefur verið reynt að toga í þá með tilheyrandi bítla- öskrum og gargi þannig að mað- ur fær hellu fyrir eyrun. En þegar þeir voru að fara niður af sviðinu og eru að fara út í bíl var fullt af liði úti að biða eftir þeim. Síðan kom hópurinn á fleygiferð og ör- yggisverðirnir urðu að halda á strákunum. Svo var bara að brenna í burtu eins og venjulega um leið og komið var út í bíl.“ - Hvernig finnst Arnari og Rún- ari að lenda í uppákomum sem þessum? „Þeir eru alveg sallarólegir yfir þessu. Það skemmtilega er að þetta hefur virðist hvorki hafa haft áhrif á þeirra geðheilsu né sjálfs- mynd. Þeir eru alveg eins og áð- ur. Við foreldrarnir vorum auðvit- að búnir að tala við þá um þessa hluti áður en þeir gerðust. Öll svona frægð er að vissu leyti skemmandi, hvort sem það er í gegnum músík, aðrar listir eða pólitík. Ef menn fóta sig ekki vel á svellinu getur auðvitað farið illa fyrir þeim. En að vera þekktur og ná frægð snýst ekki bara um hæfileika og útlit heldur líka alla framgöngu í mannlegum sam- skiptum. Það höfum við foreldr- arnir reynt að halda utan um gagnvart drengjunum. En upplag, músíkgáfur og útgeislun kemur líka til þarna. Þeir eru hvorki mjög upp með sér né montnir yfir þessu öllu. Þeim finnst þetta eðli- legt og mjög gaman. Þegar það er verið að hæla þeim fara þeir að tala um eitthvað annað - þetta kemur þannig út. Strákarnir eru mjög hændir hver að öðrum, eru stundum pirr- aðir hvor út í annan, eins og 48 VIKAN 2. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.