Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 12

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 12
 „Þaö er mikil ábyrgö sem fylgir því aö vaöa svona inní blóörás fólks og ég þarf aó vera viöbúin því óvænta,“ segir Hel- ena og segir sögu af einu slíku tilviki. Og í viótalinu segir hún einnig frá því hve bindandi þaó er aö vera háóur af vél eins og nýrnarvélinni. Gunnar Ingólfsson. Þetta var fínt hús; ég söng alltaf í síðum kjól, hljómsveitin var í „uniformi" og ég var ákaflega uppveðruö af þessu öllu saman. Við vorum með ákaflega rólegt og fallegt lokalag og Magnús spilaöi alltaf sama „intróið" fyrir mig. En síðan kom að því eitt kvöldið að Magnús var veikur og Árni Elfar hljóp í skarðið. Þetta var mjög erfitt fyrir mig svona unga og óreynda því ég hafði svo mikinn stuðning af píanóinu. Engu að síður gekk kvöldið áfallalaust fyrir sig allt þar til kom að lokalaginu. Arni tók „intró" sem ég kannaðist ekkert viö og það varð til þess að ég komst aldrei inn í lagið. Ég gekk hálf sneypuleg til hans og sagðist ekki finna tóninn minn en hann leit bara snöggt á mig og sagði: „Ha, finnurðu ekki tóninn þinn“? Ég skammaðist mín svo hrylli- lega aö ég gleymi þessu ekki meöan ég lifi." ATLANTIC KVARTETTINN Eftir þennan vetur fór Helena norður til Akureyrar til þess að syngja með nýstofnaðri hljóm- sveit, Atlantic kvartettinum. Ung- ur og myndarlegur maður hafði kropið á kné fyrir henni um vetur- inn og spurt hvort hann mætti hringja í hana daginn eftir. Hel- ena hafði að sjálfsögðu játt því og beið svo spennt við símann. Strákurinn, sem er núverandi eig- inmaður hennar, Finnur Eydal, hafði heyrt hana syngja á árshá- tíð Málarameistarafélagsins og var að biðja hana að koma norð- ur og syngja með þessari nýst- ofnuöu hljómsveit. Hún var skip- uö Ingimar Eydal heitnum, Finni bróður hans, Óðni Valdimarssyni söngvara, Edwin Kaaber bassa- leikara og Sveini Óla Jónssyni trommara. „Ég heyrði einhvern tímann af því að Ingimar hefði spurt Finn hvernig þessi söngkona væri og þaö eina sem Finnur á að hafa sagt var að hún væri með gler- augu. Það fylgdi ekki sögunni hvernig þaö atriði átti að nýtast hljómsveitinni en þetta var eina svarið sem Ingimar fékk.“ í ALLANUM ÖLL KVÖLD „Ég hafði verið sumarlangt á Ak- ureyri þegar ég var 11 ára. Faöir minn haföi dáið veturinn áður og ég var hjá föðurbróður mínum, Ágústi Steinssyni, og konu hans Helgu. Ég kunni afskaplega vel við mig hér og hljóp raunar í spik þetta sumar. Það þurfti því ekki að ganga á eftir mér að koma norður og syngja með þessum strákum. Ég hringdi í Ágúst og Helgu og spurði hvort ég mætti koma og gista og það var alveg sjálfsagt. Ég söng því í gamla All- anum öll kvöld vikunnar allt þetta sumar þar sem segja má að alltaf hafi verið fullt hús.“ Helena lygnir aftur augunum við endurminninguna. Hún segir yndislegt að rifja upp þetta sum- ar. Það sé einhvern veginn allt svo gott í minningunni, þau full áhuga og músíkgleöi og svo sannfærð um að þau væru með góða hljómsveit. Hún sagði svo mikinn sjarma hafa verið yfir öllu og m.a.s. sé eins og veðrið hafi alltaf verið gott þessa mánuði. Þau hafi verið áhyggjulaust, ungt fólk sem lifði og hrærðist í tónlist og aftur tónlist. Veturinn eftir fóru Helena og Finnur suður til Reykjavíkur. Hel- ena fór að syngja á Hótel Borg 12 VIKAN 2. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.