Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 71

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 71
Hann gekk inn i kaffihúsið úr rigningarsuddanum og grámanum og leit í kring- um sig. Við höfðum talað saman í síma og við spurn- ingunni: „Hvernig þekki ég þig?“ sagði hann: „Pað eru ekki margir dökkir eins og ég.“ Maðurinn, sem var nýkominn inn í kaffihúsið, var ekki mjög dökkur en engu að síður var eitthvað spænskt við hann. Hann var tvístígandi svo ég gekk að honum þar sem hann beið eftir kaffibolla og spurði hvort hann héti Jesús. Jú, þetta var hann. Við komum okkur fyrir í tómu horni kaffistofunnar; ég, íslenski spyrjandinn, hann, spænski viðmæl- andinn. Spánverjinn Jesús Barja er hár og grannur og hefur þetta dæmigerða suðræna yfirbragð sem einkennist einna helst af dökkum aug- unum. Hann er kvæntur ís- lenskri konu, er tveggja barna faðir, er í ágætu starfi og stundar nám í Tölvuhá- skóla Verslunarskóla ís- lands. Þar sem hann situr að vetri til í hálftómu kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur og hefur lagt úlpuna sína til hliðar er auðvelt að sjá hann fyrir sér í Mekku katalónskrar menn- ingar, Barcelona, drekkandi í sig angan stórborgarmenn- ingarinnar þar sem hita- svækjan og bilamengunin sameinast og móta gráleita hulu sem breiðir sig yfir borgina. Andar meistara Katalóníu, Miró, Gaudi og Picasso, svífa yfir vötnum í borginni við Miðjarðarhafið. En þessi tiltekni Spánverji hefur sest að í landi óút- reiknanlegs veðurfars, landi þeirra Snorra Sturlusonar og Skarphéðins Njálssonar. Hver er þessi maður? FRÁ GALISÍU TIL KATALÓNÍU Tveimur dögum fyrir jól árið 1959 kom Jesús f heiminn. Hann fæddist í Galisíu sem tilheyrir norðvestur hluta Spánar og þriggja ára gam- all flutti hann til Barcelona. Á þessum tíma fluttu margir úr sveitunum í stórborgir eins og Madrid, Barcelona og Bil- bao og á 15 - 20 árum stækkaði borgin gífurlega. Jesús finnst hann vera Kata- lóníumaður, vinir hans eru frá Katalóníu og hann talar katalónsku við börnin sín. Hann segir að fyrir tíma ein- ræðisherrans Francos hafi Katalónía verið með sér stjórn. Franco vildi einingu Spánar og á hans tíma kom ekki til greina að skipta land- inu niður í lítil ríki. Nú er Katalónía með eigin stjórn sem fær miklu ráðið. Jesús ólst upp í fimm manna fjölskyldu og á einn bróður og eina systur. Þau bjuggu í nýju úthverfi og hann segir að Iffsgæðin hafi ekki verið mikil þótt þau hafi ekki skort neitt. „Spánverjar leggja ekki eins mikla áherslu á lífsgæðakapp- hlaupið og íslendingar. Meðalfjölskylda hefur það ágætt á Spáni og Iffsgæðin eru meiri en fyrir 10 - 15 ár- um.“ Faðir Jesús vann á skrifstofu og er hættur störf- um. Móðir hans var húsmóð- ir en á þeim tima voru fáar konur sem unnu úti. „Þetta breyttist með minni kynslóð. Franco lagði mikla áherslu á að halda fjölskyldunni sam- an og þess vegna þurfti einn að vera heima og það var í verkahring konunnar. Það var eðlilegt í þessu þjóðfé- lagi að konan væri heima. Ég held að mamma hafi ver- ið ánægð, hún sætti sig við hlutskipti sitt og svo held ég að hafi verið um flestar kon- ur. Fjölskyldurnar voru stórar og það var mjög erfitt fyrir konu að vera með heimili og vinna úti. Þrátt fyrir það voru alltaf einhverjar konur sem voru útivinnandi. Ég þekki nokkrar sem unnu við hrein- gerningar eða saumaskap. Aðalstarfið var húsmæðra- hlutverkið en þær unnu úti vegna peningaleysis. Núna eru fleiri útivinnandi konur en þekktist á þessu tímabili. Konur fara einnig meira í há- skólanám nú á dögum en fyrir 10 árum og hlutfall þeirra er jafnvel meira en karla.“ UNDIR EINRÆÐI FRANCOS „Foreldrar mínir voru ekki menntafólk þannig að skoð- anir þeirra á Francotfmanum grundvölluðust á reynslu. Mamma hélt með Franco en ég tel að hún hafi aldrei haft neinar skoðanir. Pabbi hennar var prestlærður og eftir því sem ég hef heyrt var hann mjög strangur og 2. TBL. 1994 VIKAN 71 SUÐRÆNT FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.