Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 19

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 19
mjög - þarna sáum við venjulegt fólk, eins og okkur sjálf, sem var að glíma við nákvæmlega sama vandann og hafði sömu áhyggj- urnar. Ástandið var ekki svona bara vegna þess að við vorum slæmir foreldrar. Ég þjáðist af samviskubiti yfir því að hafa kannski gert drenginn að drykkju- manni. Maður kennir sjálfum sér um. „Hvar brást ég?“ verður manni oft hugsað og svo kemur upp sú staða í samskiptum hjón- anna að þau kenna hvort öðru um.“ MÉR AÐ KENNA? „Við lærðum ýmislegt á þessu námskeiði sem hefur hjálpað okkur mjög mikið. Til dæmis það að ósjálfrátt hjálpa foreldrar barn- inu að drekka því að þeir sækja það alltaf þegar í nauðir rekur. Foreldri nær í barnið sitt vegna þess að það vill hjálpa því, klaþp- ar því á kinnina, pakkar því niður í rúm og segir: „Þakka þér fyrir, vinur, að vera kominn heim, núna skal ég vera góð við þig.“ Við segjum þetta ekki berum orðum en við reynum að vera góð við börnin okkar, við pössum þau og hlúum að þeim þegar þeim líður illa, verjum þau að öllu leyti. Við höfðum tilhneigingu til að kenna vinunum um hvernig fyrir syni okkar var komið og vildum koma í veg fyrir að hann væri með þeim. Okkur datt síst í hug að þetta væri honum og engum öðr- um að kenna. Okkur var kennt að það sé ein- göngu alkóhólistinn sem ákveði að hann ætli að detta í það, það er enginn sem lætur hann gera það. Ég var sannfærð um að þetta væri allt mér að kenna, ein- hvers staðar á leiðinni hefði ég brugðist. Ég var beðin um að nefna dæmi um það þegar ég hefði bókstaflega haldið syni mínum og hellt ofan í hann áfengi. Ég minntist þess ekki. Þá var ég spurð hvort ég hefði ein- hvern tímann boðið honum vín. Nei, ég hafði ekki gert það - og hvort ég hefði reynt að telja hon- um trú um hvað þetta væri skemmtilegt? Ekki kannaðist ég heldur við það. Við fórum smám saman að hugsa og sjá ýmislegt í nýju Ijósi um leið og okkur var sagt til um hvernig maður á að umgangast þessi börn. Flest þeirra hringja heim fljótlega eftir að þau eru komin inn á Tinda. Þetta er svo erfitt, þau eru brotin niður og látin viðurkenna syndir sínar, mistök og langanir. I þeirra augum er starfsfólkið djöflar í mannsmynd fyrstu dagana, svarnir óvinir þeirra. Þegar hér er komið sögu veltur það eingöngu á foreldrun- um hvað gerist næst. Margir bregðast þannig við að þeir segja kannski: „Jæja, elsku vinurinn, er fólkið svona vont við þig, ég get ekki gert þér þetta, komdu bara heirn." Við erum byggð upp þannig að við bregðumst rétt og skynsamlega við. Okkur er bent á að svona séum við búin að koma fram við þessi börn alla tíð og þess vegna ættu þau enn við þennan mikla vanda að stríða - af því að við hjálpum þeim alltaf við drykkjuna ósjálfrátt. Okkur er gert Ijóst að ekkert þýði að svara þessum börnum okkar öðruvísi en með þeim hætti að segja þeim að ef þau fari að drekka aftur þá komi þau ekkert heim, þau geti gert það einhvers staðar annars staðar. Það er ekki hægt að halda þeim nauðugum þarna á Tindum, þau verða sjálf að vilja það. Maður þarf að bíta á jaxlinn og segja: „Ef þú ferð út núna þá færð þú ekki að koma heim aftur. Þú ræður hvað þú gerir.“ Þegar Gísli hringdi frá Tindum sagði ég við hann að ef hann ætlaði að hætta meðferð- inni yrði hann á eigin vegum, við tækjum ekki við honum fyrr en á tilskildum tíma. Hann bar sig illa og ásakaði mig eins og hann framast gat. Ég reyndi að láta það ekki á mig fá og það dugði. Síðan hef ég beitt þessari aðferð. Þetta er erfitt en við látum okkur hafa það. Gísli fór aftur í skólann síðast- liðið haust og námið gekk Ijóm- andi vel. Hann var ekki í námi í fyrra þar eð hann var í meðferð- „Þegar hann var orðinn 16 ára var ástandiö orö- iö þannig aö á kvöldin og næturnar um helgar biöum viö eftir aö lög- reglan hringdi og bæöi okkur aö sækja hann. Hann drakk alltaf þang- aö til hann varö rænu- laus og var hirtur eins og hver annar pakki.“ 2. TBL. 1994 VIKAN 19 ÁFENGISBÖL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.