Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 68

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 68
SUÐRÆNT FÓLK Hilda meö minjagrip frá heima- landi sínu, en af þeím er mikió á heimili hennar. aöeins í sveitunum sem fólk lokar búöum á hádegi ein- faldlega vegna þess að það hefur vanist því. Stéttaskipt- ing er áberandi í Mexíkóborg og má skipta íbúunum í ríkt fólk, fóik sem tilheyrir milii- stétt og fátæklinga. „Fólk í Mexíkó reynir aö bjarga sér og ef það á engan samastað byggir það „hús“ til að búa í og geta þau verið úr pappir og fleiri efnum. Þessi hús eru aðallega á einum stað í borginni og þar er mikið af fólki sem hefur flust úr sveit- unum; þetta er fólk sem á ekki neitt og hefur komið til borgarinnar í von um betra líf." VINÁTTA SEM ÞRÓAÐIST í ÁST Kynni Hildu af ungum ís- lendingi, sem kom tii Mexíkó til að fylgjast með heims- meistarakeppninni í knatt- spyrnu árið 1986, átti eftir að breyta lífi hennar. „Fyrst urð- um við góðir vinir,“ segir Hilda. Ég heimsótti hann á íslandi og eftir að ég kom aftur til Mexíkó vorum við í bréfasambandi. Við vorum orðin ástfangin, ég kom til ís- iands og við giftum okkur hér á iandi og síðar í Mexíkó.“ Hilda þekkir nokkra íslend- inga, sem búa í Mexíkó, en áður en hún kynntist þeim vissi hún lítið um eyjuna í Norður-Atlantshafi. „Eg vissi hvar ísland var og að það væri í Norður-Evrópu og ná- iægt Grænlandi. En ég vissi ekkert um fólkið eða menn- inguna vegna þess að ísland er mjög lítið land. Ég spurði íslendingana, sem ég þekki, hvernig landið væri og þeir sögðu mér að þar væri kalt en þeir töluðu aldrei um ís- lendingasögurnar og hefð- irnar. Þegar ég var síðast í Mexíkó kom það mér á óvart að á sjónvarpsstöð, sem sendir eingöngu út menning- artengt efni, voru sýndir tveir þættir um ísland á tveimur vikum. Annar þátturinn var um eldfjöll á íslandi og hinn um Bláa lónið. Núna er auð- veldara fyrir fólk að kynnast fjarlægum löndum vegna meiri fræðslu." SALTFISKUR Á JÓLUNUM Jólin í Mexíkó eru ólík ís- lenskum jólum. „Við byrjum að halda upp á jólin 18. des- ember vegna þess að María og Jóseþ leituðu að gististað dagana fyrir fæðingu Jesús. Við skreytum húsin og fjöl- skyldan ákveður hvaða meðlimir halda veislu og hvaða dag. Við drekkum púns, borðum snakk og á hverri nóttu er dansað og þetta er gott tækifæri fyrir fjölskyldur og vini til að hitt- ast og vera saman. Jólin byrja klukkan ellefu að kvöldi 24. desember, fólk fer í kirkju og þegar heim er kom- ið er borðað. Algengasti maturinn er saltfiskur vegna þess að í Mexíkó er hann lúxusmatur. Spánverjar komu með þennan sið til Mexíkó og við borðum tóm- atsósu, kartöflur, ólífur og steinselju með fiskinum. Ríkt fólk hefur orðiö fyrir áhrifum frá Bandaríkjunum og Evr- ópu og borðar kalkún eða grísakjöt á jólunum. Það er ekki hægt að segja: „Svona halda Mexíkanar upp á jól- in.“ Það skiptir máli hvort fólk tilheyrir þeim ríku eða milli- stéttinni en fátæklingarnir borða stundum kjúklinga eða einhverja mexíkanska rétti á jólunum." Hilda heldur ekki við mörgum mexíkönskum hefð- um hér á landi en hún eldar oftar mexíkanskan mat en íslenskan og reynir þá að elda matinn með þeim hrá- efnum sem fáanleg eru hér á landi. Þau hjónin borða stundum venjulegan íslensk- an mat eins og fisk og lambakjöt sem Hildu finnst vera mjög gott og einnig borðar hún slátur og lifrar- pylsu. MEXÍKANSKA KONAN í Mexíkó hafa konur sótt há- skólanám eins og karlar og bæði kynin hafa sömu at- vinnutækifæri. Staða kon- unnar f Mexíkó hefur breyst mikið og hún verður sífellt sjálfstæðari. Hins vegar er engin barátta milli konunnar og karlsins um það hver sé númer eitt. Hilda segir að konan vilji vera virt sem manneskja og einstaklingur. „Konan vill ekki að karlinn ráði yfir henni, fari illa með hana og segi: „Þú ert konan mín og þegiðu.“ Þetta hefur breyst mikið og ég er ánægð með það. Áður var konan háð karlinum, hann var sá sem réði og stjórnaði öllu. Konan varð að virða það sem hann sagði þrátt fyrir aö hún væri ósammála honum. Smátt og smátt fór hún að berjast og segja: „Ég er ekki sammála." Þessi breyting hefur þróast hægt en er mjög mikilvæg. Þar sem landamæri Mexíkó liggja að Bandaríkjunum gætir mikilla áhrifa þaðan. Það mikilvæg- asta í mexíkanskri fjölskyldu er konan, áður var hún bara eiginkonan en hún hefur allt- af verið númer eitt. Börnin leita alltaf til móðurinnar sem er mikilvægari en faðirinn." EITT LAND - ÓLÍK MENNING Hilda segir að Mexíkó sé fólkið. „Ferðamenn koma til landsins vegna fólksins, sögunnar, listarinnar og menningarinnar. Hvað fólk- inu viðkemur er vert að geta þess að við höfum alltaf ver- ið mjög opin og vinaleg. Ferðamenn eru mjög hrifnir af þessu; þeir vilja að fólkið brosi, sé vingjarnlegt og komi vel fram við þá.“ List setur mikinn svip á Mexíkó vegna þess að í landinu er að finna margar tegundir lista svo sem list indíána og listamanna. Um er að ræða framleiðslu skart- gripa, silfurgripa sem eru mjög frægir í landinu, papp- írsfígúrur og vefnað. Menning Mexíkó er marg- slungin og á rætur að rekja til þess tfma áður en land- vinningar Spánverja hófust. Hún hófst á menningu Ast- eka, Maya og annarra indí- ánaþjóðflokka sem bjuggu í Mexfkó. Sagan og listin halda ennþá velli. Dæmi um það eru píramídar Astek- anna og píramídar og hof Mayanna í Suður-Mexíkó. Eftir landvinninga Spánverja í Mexíkó blönduðust menn- ingar þjóðanna tveggja og ný siðmenning hófst, nýjar listir og venjur. Mörg dæmi eru til um þetta og einnig vegna þessa menningar- samruna koma ferðamenn til Mexíkó. Svo má ekki gleyma Mexíkó nútímans en landið er einnig mjög nútímalegt og borgirnar hafa að bera það sem er að finna í öðrum stórborgum. í Mexíkóborg blandast saman arfur fortíð- arinnar og nútíminn og saga landsins er órjúfanlegur hluti menningarsögunnar. í borg- inni er að finna minjar Ast- eka, dæmi um menningu Spánverja og umfram allt er borgin mjög nýtískuleg. Vegna þessa er hún mjög falleg og ferðamenn geta séö allt sem hugurinn girnist auk þess sem alltaf er hægt að uppgötva eitthvað nýtt. □ 68 VIKAN 2. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.