Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 44

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 44
SÁLRÆN SJÓNARMiÐ Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík FRH.AF BLS 42 minna heimilisfasta og gesti á tilvist sína með alls kyns ólátum. Hvað raunverulega vakir fyrir viðkomandi veit Simbi ekki, enda segist hann engan veginn hafa áhuga fyrir yfirskilvitlegum fyrirbær- um og hvað þá samneyti við löngu látna. „Ég hef á tilfinningunni að maðurinn sé mjög ósáttur við tilvist okkar í húsinu og hef haft samband við ætt- ingja hans eftir að mér varð Ijóst hver átti hlut að máli. Þeir segja að hann hafi byggt húsið og dáið í því. Hann hafi verið jarðbundinn og frekar neikvæð mann- gerð í lifenda lífi og alls ekki undir dauðann búinn enda farið öllum á óvart." ÝMSIR REYNT AÐ TJÓNKA VIÐ DRAUGINN „Frá því að hann lést hafa margar fjölskyldur búið í húsinu og eftir því sem ég best veit hefur þetta fólk ekki komist hjá því að verða fyrir áþekkri reynslu og við. Mér finnst að það eigi að segja manni frá þessu áður en hús með þessum ófögnuði er selt manni,“ segir Simbi fúll, enda mjög óttasleginn vegna þessa. Hann vill meina að hann geti ekki ráð- ið við ástandið og hefur bæði fengið prest og aðra til að reyna að tjónka við drauginn eins og hann kallar hinn látna. Hlutir hafa horfið og komið aftur á dularfullan hátt. Næturnar virðast vera erfiðastar. BÚINN AÐ FÁ MEIR EN NÓG Allir hafa orðið fyrir óþæg- indum af þessum fyrirgangi og börnin vilja engan veginn vera ein heima hvorki að nóttu né degi. „Hvað getum við gert? Er þetta eðlileg hegðun hjá látnum einstaklingi? Getur verið að hann viti ekki að hann sé dáinn? Er líklegt að hægt sé að uppræta svona svæsinn draugagang og ef svo er þá hvernig?" spyr Simbi. Hann er greinilega búinn að fá meira en nóg af þessum samskiptum sem tengjast þessum erfiða, látna manni. ÁHRIF LÁTINNA í sjálfum sér ekkert óal- gengt að látnir séu sumir hverjir a.m.k. mjög jarð- bundnir. Saga Simba og fjöl- skyldu hans er svo sem saga ótal margra annarra sem telja sig hafa orðið fyrir óheppilegu áreiti af völdum látinna. Simbi talar um mann sem þegar er búínn að valda þeim miklum óþægindum en er látinn og því öllu örðugra að aðhafast nokkuð í hans málum, a.m.k. fyrir þá sem lifa hérna megin og hafa auk þess ekki mikla þekkingu á málefnum þeim sem tengj- ast athöfnum fólks hinum megin grafar. ÓSÁTTUR í BREYTTUM AÐSTÆÐUM Augljóslega er Simbi bú- inn að leita eftir stuðningi víða. Þar sem viðkomandi virðist alls ekki vera sáttur við sitt hlutskipti áður en hann fór er kannski ekkert ýkja einkennilegt þótt ekki hafi ennþá tekist að leiða honum fyrir sjónir að látinn einstaklingur á ekki að valda lifendum vanda eða öðrum óskunda í neinu tilviki, jafn- vel þótt viðkomandi liggi eitt- hvað á hjarta og sé ósáttur við hlutskipti sitt af ókunnum ástæðum í breyttum að- stæðum. LIGGUR EITTHVAÐ Á HJARTA Hvað nákvæmlega veldur þeim geðhrifum og afleiðing- um þeirra hjá manninum er vissulega erfitt að segja til um. Allavega er nokkuð Ijóst að viðkomandi er engan veginn sáttur við líf sitt og til- veru hinum megin og þarf því að fá skynsamlega hjálp og það sem fyrst. Heldur er ósennilegt að meining hans sé að valda þessari fjöl- skyldu leiða vísvitandi. Miklu sennilegra er að honum liggi eitthvað á hjarta, sem hann telur mikilvægt, og sé því eins og stöðug áminning fyr- ir heimilisfasta á meðan enginn virðist fær um að ná til hans og skilja mögulegt markmið hans með því að minna stöðugt á tilvist sína án þess að það fáist botn í hvers vegna. VILLURÁFANDI OG TILGANGSLAUS NÆRVERA Þar sem sál fólks lifir lík- amsdauðann þá halda ein- staklingarnir áfram við vista- skiptin að vera til og eigin- leikar og fas jafnframt, ásamt hugsunum þeirra sem eru náttúrlega forsenda at- hafna þeirra. Umræddur ein- staklingur er greinilega meira en í meðallagi ósáttur við hlutskipti sitt og kannski ekki að ástæðulausu vegna þess, eins og Simbi upplýsir, að þá var hann bæði nei- kvæður og illa látinn í lifenda lífi. Hafi viðkomandi ekki reiknað með framhaldslífi er ekkert óeðlilegt við það þótt hann sé bæði jarðbundinn og viðskotaillur og sæki nið- ur til jarðarinnar þar sem hann telur sig betur kominn. Hann sættir sig engan veg- inn við hlutskipti sitt. Hann sækir mjög ákveðið heim til sín og veldur öðrum leiðind- um með nærveru sinni sem 44 ViKAN 2. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.