Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 6
ÚTVARP
GÓRILLURNAR DAVÍÐ ÞÓR OGJAKOB BJARNI:
MANNAPAR
SEM RYMJA ÚT í BLÁINN
TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / UÓSM.: GUNNAR GUNNARSSON
Hver hlustar á górillur,
mannapa sem rymja
óskiljanlega aö því
er virðist út í bláinn? Górillur
eru eitthvað til að horfa á.
Þess vegna þótti þeim Davíð
Þór Jónssyni og Jakobi
Bjarnari Grétarssyni tilvalið
að kalla útvarpsþáttinn, sem
þeir eru með á Aðalstöðinni
og X-inu alla virka morgna,
Górillu. - Þú ert að hlusta á
górillu! hljómar alveg út í
hött. Þá er allt eins og það á
að vera. Við kynnum hór þá
sem láta gamminn geisa
þessa dagana í þessum vin-
sæla útvarpsþætti.
Fyrst er spurt að tilurð
þáttarins.
„Górillan er eiginlega bara
beint framhald af þeirri hefð
sem Jón Ólafsson skóp með
útvarpsþáttunum Léttir sprettir
á Rás 2. Þeir þættir mörkuðu
upphaf galgopaútvarpsins.
Jón og Gulli víkkuðu þessa
tegund útvarpsmennsku út
enn frekar og við erum eig-
inlega bara „ripp-off“ af
þeirn," segir Davíð en hann
var ásamt Steini Ármanni
Magnússyni með grófa út-
færslu af Jóni og Gulla, „órit-
skoðaða“ eins og hann kall-
ar það, á Aðalstöðinni við
miklar vinsældir. Sá þáttur
hét Radíus og nú starfa þeir
Davíð og Steinn sem
skemmtikraftar á sviði reistu
á stoðum útvarpsþáttarins.
FRUMLEGAR
NAFNGIFTIR
Davíð samsinnir því ekki
ótilneyddur að Górillan sé
svona „ripp-off“ af Radíusi
heldur séu þeir Jakob Bjarn-
ar að fara sínar eigin leiðir
með útvarpsþátt sem byggir
á sínum eigin forsendum.
Þeir hafa áður verið með út-
varpsþátt saman en það var
á útvarpsstöðinni Útvarp
Hafnarfjörður og þátturinn
hét Hornklofinn. Fyrir þann
tíma gerði Davíð nokkra
þætti ásamt Halli Helgasyni
fyrir Rás 2 sem hétu Skriðið
til Skara og Stungið í Stúf.
Sjá má af þessari upptaln-
ingu að Davíð hefur ekki far-
íð troðnar slóðir í nafngiftum
og hér er fátt eitt talið.
Nýjasta afkvæmið, Górill-
an, ber heldur engar menjar
nafnahefðarinnar. „Við vild-
um að þátturinn héti góðu,
alþjóðlegu nafni,“ segir Dav-
íð. „Fyrst í stað vorum við að
velta fyrir okkur nafninu Van-
illa en þá mundi ég eftir
gömlum brandara um mann
sem var að kaupa sér ís í
búð sem bauð upp á 1001
bragð. Hann var með hárug-
an ís og kvartaði yfir því. -
Ó, sagði þá afgreiðslumað-
urinn, sagðirðu Vanillu? Mér
heyrðist þú segja Górillu!"
segir Davíð og má af svip
þeirra kumpána ráða að
þeim þyki fáránleiki „brand-
arans“ hvað skemmtilegast-
ur. Þessi saga varð að fá að
fljóta með þótt ekki væri
nema sem sýnishorn af
langsóttum hugmyndum
sem komast í framkvæmd á
opinberum vettvangi. Davíð
Itrekar síðan það, sem hér
segir í inngangi þessa léttr-
uglaða spjalls, að górillur
hafi ekki þá ímynd í túlkunar-
stöð mannshugans að þar
flögri hljómfagrir söngfuglar.
HVORKI PIZZUR NÉ
BRAUÐRISTAR
Þeir félagar segjast ekki
vera hrifnir af ofurgjafmildi
nútímalegra útvarpsmanna.
„Við höfum ekki kosið að
FRH. Á BLS. 58