Vikan


Vikan - 01.08.1994, Qupperneq 6

Vikan - 01.08.1994, Qupperneq 6
ÚTVARP GÓRILLURNAR DAVÍÐ ÞÓR OGJAKOB BJARNI: MANNAPAR SEM RYMJA ÚT í BLÁINN TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / UÓSM.: GUNNAR GUNNARSSON Hver hlustar á górillur, mannapa sem rymja óskiljanlega aö því er virðist út í bláinn? Górillur eru eitthvað til að horfa á. Þess vegna þótti þeim Davíð Þór Jónssyni og Jakobi Bjarnari Grétarssyni tilvalið að kalla útvarpsþáttinn, sem þeir eru með á Aðalstöðinni og X-inu alla virka morgna, Górillu. - Þú ert að hlusta á górillu! hljómar alveg út í hött. Þá er allt eins og það á að vera. Við kynnum hór þá sem láta gamminn geisa þessa dagana í þessum vin- sæla útvarpsþætti. Fyrst er spurt að tilurð þáttarins. „Górillan er eiginlega bara beint framhald af þeirri hefð sem Jón Ólafsson skóp með útvarpsþáttunum Léttir sprettir á Rás 2. Þeir þættir mörkuðu upphaf galgopaútvarpsins. Jón og Gulli víkkuðu þessa tegund útvarpsmennsku út enn frekar og við erum eig- inlega bara „ripp-off“ af þeirn," segir Davíð en hann var ásamt Steini Ármanni Magnússyni með grófa út- færslu af Jóni og Gulla, „órit- skoðaða“ eins og hann kall- ar það, á Aðalstöðinni við miklar vinsældir. Sá þáttur hét Radíus og nú starfa þeir Davíð og Steinn sem skemmtikraftar á sviði reistu á stoðum útvarpsþáttarins. FRUMLEGAR NAFNGIFTIR Davíð samsinnir því ekki ótilneyddur að Górillan sé svona „ripp-off“ af Radíusi heldur séu þeir Jakob Bjarn- ar að fara sínar eigin leiðir með útvarpsþátt sem byggir á sínum eigin forsendum. Þeir hafa áður verið með út- varpsþátt saman en það var á útvarpsstöðinni Útvarp Hafnarfjörður og þátturinn hét Hornklofinn. Fyrir þann tíma gerði Davíð nokkra þætti ásamt Halli Helgasyni fyrir Rás 2 sem hétu Skriðið til Skara og Stungið í Stúf. Sjá má af þessari upptaln- ingu að Davíð hefur ekki far- íð troðnar slóðir í nafngiftum og hér er fátt eitt talið. Nýjasta afkvæmið, Górill- an, ber heldur engar menjar nafnahefðarinnar. „Við vild- um að þátturinn héti góðu, alþjóðlegu nafni,“ segir Dav- íð. „Fyrst í stað vorum við að velta fyrir okkur nafninu Van- illa en þá mundi ég eftir gömlum brandara um mann sem var að kaupa sér ís í búð sem bauð upp á 1001 bragð. Hann var með hárug- an ís og kvartaði yfir því. - Ó, sagði þá afgreiðslumað- urinn, sagðirðu Vanillu? Mér heyrðist þú segja Górillu!" segir Davíð og má af svip þeirra kumpána ráða að þeim þyki fáránleiki „brand- arans“ hvað skemmtilegast- ur. Þessi saga varð að fá að fljóta með þótt ekki væri nema sem sýnishorn af langsóttum hugmyndum sem komast í framkvæmd á opinberum vettvangi. Davíð Itrekar síðan það, sem hér segir í inngangi þessa léttr- uglaða spjalls, að górillur hafi ekki þá ímynd í túlkunar- stöð mannshugans að þar flögri hljómfagrir söngfuglar. HVORKI PIZZUR NÉ BRAUÐRISTAR Þeir félagar segjast ekki vera hrifnir af ofurgjafmildi nútímalegra útvarpsmanna. „Við höfum ekki kosið að FRH. Á BLS. 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.