Vikan - 01.08.1994, Page 21
TEXTI OG LJOSM.: ÞORSTEINN ERLINGSSON
Hún hefur lengi verið
ein af uppáhaldsleik-
konum mínum og ég
hlakkaði mikið til að hitta
hana og einnig leikstjórann,
John Waters, sem stundum
hefur verið kallaður furðu-
fugl, en á örugglega upp á
pallborðið hjá öllum þeim
sem kunna að meta kald-
hæðnislegt grín, sem jaðrar
við að vera það sem kalla
má farsakennt á stundum og
snertir oft siðferðiskennd
fólks það hressilega að það
er næstum ekki ásættanlegt.
Ástæðan fyrir því að Kath-
leen Turner var komin til
Cannes var að hún hafði ný-
lokið við að leika í nýjustu
mynd Johns, „Serial Mom“,
sem fjallar um konu sem hik-
ar ekki við að gera allt fyrir
fjölskyldu sína og er þá
meint ALLT, jafnvel kála
þeim sem fyrir henni eru án
þess að fá nokkra bak-
þanka.
Myndinni er best lýst sem
svartri gamanmynd sem um
leið er gagnrýnin á nútíma
þjóðfélag en kaldhæðnin er í
fyrirrúmi eins og verða vill í
myndum John Waters.
Kathleen Turner var kom-
in til að ræða um myndina,
sjálfa sig og um heima og
geima.
Hún gekk inn hress í
bragði og maður tók strax
eftir því að hún hafði látið
klippa hárið á sér stutt frá
því hún lék hina illræmdu
móður í myndinni. Hún var í
fallegum, síðum kjól og það
var eins og hún væri ekki
búin að ná sér niður eftir
leikinn í myndinni því hún
virkaði á mig eins og hún
væri nokkuð trekkt og hafði
nokkuð ýkta framkomu,
kveikti sér í sígarettu, beit í
hana eins og um vindil væri
að ræða og reykti hana á
sama hátt. Hún virtist samt
hafa notið þess að leika í
þessari mynd sem er nokk-
uð ólík þeim myndum sem
hún hefur áður leikið í.
Kathleen Turner ólst upp
á Kúbu og í Caracas og því
finnst henni stundum sem
hún sé eins og útlendingur í
Bandaríkjunum. Faðir henn-
ar, sem var frá Missouri, var
í utanríkisþjónustunni og
starfaði einnig sem skóla-
kennari. Þessi fjögurra
manna fjölskylda flutti síðan
til London á síðari hluta sjö-
unda áratugarins.
Þessi búseta í framandi
löndum og búferlaflutningar
höfðu mikil áhrif á hina þrett-
án ára gömlu Kathleen. Eftir
að hún sá „Mame“ var hún
fastákveðin í því að hún vildi
gera leikinn að ævistarfi.
Fjórum árum síðar lést
faðir hennar og varð það til
þess að fjölskyldan fluttist til
Missouri. Um 1977 flutti hún
sjálf til New York, fékk þar
vinnu sem þjónustustúlka og
flutti inn til kærasta síns, Da-
vid Guc, sem var vel þekktur
umboðsmaður leikara. Innan
níu mánaða hafði hún þegar
fengið hlutverk í sápuóperu
fyrir sjónvarp og síðan á
Broadway þar sem hún vakti
athygli margra, þar á meðal
Lawrence Kasdan sem átti
síðar eftir að hafa mikil áhrif
á leikferil hennar.
TALDI HANDRITIÐ
SJÚKLEGAN
BRANDARA
Talið beinist að „Serial
Mom“ og hún segir að þrátt
fyrir fjölbreyttan leikferil þá
CSaöljDD®®®
fftSHKKSI?
BBDSSftSP ÍSBD
ÖDBQODDgí^DD0
Bdd®@[? í
tg@ODOD®S 5
fljyO®á DDD®®
ttQUOO J)®0QDD
\S*/@G®D’8!,
e®Duo sd1 œá
ŒJ0@® S?(?BDb
®fe®®®B©c
6. TBL. 1994 VIKAN 21