Vikan - 01.08.1994, Qupperneq 23
„Ég þurfti að setja mig inn í hugarheim tveggja persóna í stað einnar,“ segir Kathleen Turn-
er, sem hér sést í hlutverki hinnar ástríku móöur í „Serial Mom“.
hinum þekkta Sting í „Julia
and Julia“ og eftir að hún
lauk við þá mynd Ijáði hún
Jessicu Rabbit rödd sína og
persónuleika en Jessica var
persóna í hinni vinsælu
mynd „Who Framed Roger
Rabbit" en leikstjóri þeirrar
myndar var Robert Zemekis.
Þetta gerði Turner áður en
hún gekk aftur til liðs við
Kasdan og sína fyrrum sam-
leikara í „Romancing the
Stone“, Douglas og De Vito,
sem voru þá að gera þriðju
mynd sína um sama efni.
Eftir þá mynd lék Kathleen
eiginkonuna í myndinni „The
War of the Roses“ en hennar
nýjustu myndir, áður en hún
lék í „Serial Mom“ eru „V.l.
Warshawski", „Undercover
Blues", þar sem hún leikur á
móti Dennis Quaid, og „Hou-
se of Cards“ þar sem Tom-
my Lee Jones er í aðalhlut-
verki á móti henni.
Kathleen Turner hefur allt-
af verið með annan fótinn á
leikhúsfjölunum og komið
við og við fram í leikritum á
Broadway í gegnum árin.
Nýlega lék hún persónuna
„Maggie the Cat“ á Broad-
way í leikriti Tenesse Willi-
ams, „Cat on a Hot Tin
Roof“, og einnig ,,Camille“ í
Long Wharf Theatre-leikhús-
inu í New Haven í Conn-
ecticut um leið og hún var í
leikritunum „Travesties",
„Toyer“ og „A Midsummer
Night’s Dream" í Arena
Staqes leikhúsinu í Wasing-
ton D.C.
LÁ VIÐ UPPKÖSTUM
Ef við höldum áfram að
tala um „Serial Mom“ og
þetta sérkennilega hlutverk.
Hvað var það sem gerði út-
slagið að þú tókst þetta hlut-
verk að þér?
„Ég var eiginlega búin að
ákveða með sjálfri mér að
þetta væri hlutur sem ég
myndi aldrei vilja taka þátt í
og var ég harðákveðin í því
eftir að ég hafði lesið lifrar-
atriðið. Það lá við að ég
kastaði upp. Ég hringdi í
John og sagði honum frá
þessari ákvörðun minni en
hann spurði hvort hann
mætti ekki koma og spjalla
við mig undir fjögur augu,
sem ég gat ekki annað en
samþykkt, enda hafði hann
skrifað þetta handrit sérstak-
lega með það fyrir augum að
ég yrði í þessu hlutverki.
Hann hreinlega hoppaði inn
í næstu lest og var mættur
fyrir utan heimili mitt fjórum
tímum síðar. Hann var síðan
svo sannfærandi í lýsingum
sínum á því hversu vel ég
passaði inn í þetta hlutverk
að ég á endanum gat ekki
annað en samþykkt að vera
með,“ segir Turner og kímir.
Þú hlýtur að hafa vitað
hverskonar myndir John hef-
ur verið að gera á liðnum ár-
um?
„Já, já. Ég hafði séð „Hair-
spray“ og nokkrar aðrar en
ég hafði aldrei áður reynt að
setja sjálfa mig inn í neina af
þessum myndum. Ég verð
samt að viðurkenna það
svona eftir á að þetta var
nokkuð spennandi, ný hug-
mynd að taka þátt í svona
löguðu."
Hvað áttu við með því?
„Báðar hliðar þessarar
persónu, Beverly, í „Serial
Mom“ fannst mér ansi und-
arlegar. Önnur, þar sem um
hina fullkomnu móðir var að
ræða sem beið heima eftir
því að fjölskyldan kæmi
heim svo hún gæti stjanað
við hana, og síðan sú geggj-
aða sem lýsti sér í konu sem
fór út og drap án þess að
iðrast þess eina sekúndu.
Ég þurfti því að setja mig inn
í hugarheim tveggja persóna
í stað einnar."
Nú koma flugur nokkuð
við sögu í myndinni. Hvaða
hug berðu til flugna?
„Ég hata flugur og er fegin
að ég hef ekki séð neina í
dag. Þess má þó geta að
ekki ein einasta fluga var
drepin í myndinni því þær
voru frystar lifandi og síðan
lífgaðar við. En það atriði var
sýnt afturábak þannig að
það virtist sem þær væru að
drepast."
Hvernig var myndinni tek-
ið í Bandaríkjunum?
„Það var næstum ógnvekj-
andi hversu vel henni var
tekið, því ég hef alltaf litið á
að það, sem John hefur ver-
ið að gera, sé svona á mörk-
um þess að vera það sem
beri að taka sem eðlilegum
hlut. Maðurinn er ekki beint
þekktur fyrir hágæðasmekk.
En fólk virtist skilja myndina
mjög vel þannig að mér lá
við að halda að heimurinn
væri verr á sig komin en ég
hafði ímyndað mér,“ segir
Kathleen og hlær.
Þú leikur alltaf sterkar,
valdamiklar konur sem eru
jafnvel mjög ögrandi og slá
frá sér. Geturðu útskýrt
hvernig stendur á því? Eru
þetta bara þau hlutverk sem
þér býðst eða ert það þú
sjálf sem velur þér þau?
„Því er fljótsvarað. Þetta
er mitt eigið val en mér finnst
það fara svolítið eftir því
hvernig spurningin er orðuð.
Ef um karlmann væri að
ræða væri talað um sjálf-
stæðan, ákveðinn mann
sem vissi hvað hann vildi en
samskonar kona er ögrandi
og árásargjörn. Mér finnst
svona hlutverk, eins og þú
varst að lýsa, heilla mig mun
frekar en önnur. Það eru svo
mörg kvenhlutverk, allavega
í mínu heimalandi, sem snú-
ast og hafa snúist um konur
sem eru einhverskonar fórn-
arlömb, uppteknar af losta til
karlmanna eða eitthvað í þá
veruna og það myndi ekki
skipta neinu máli þótt þær
væru teknar út úr sögunni og
hefði það engin áhrif á gang
mála. Það eina, sem myndi
breytast, er að karlmaðurinn,
aðalpersónan í myndinni,
yrði einhleypur. Þessar kon-
ur eru óþarfar. Ég hef ein-
faldlega ekki áhuga á svona
konum og þarf þeirra ekki
með og þær þurfa mín ekki
með heldur. Ég vil vera í
hlutverkum þar sem konan
FRH. Á BLS. 47
„Ef um karlmann væri að ræða væri
talað um sjálfstæðan, ákveðinn
mann sem vissi hvað hann vildi en
samskonar kona er ögrandi og árás-
argjörn. “
6. TBL. 1994 VIKAN 23
KVIKMYNDIR