Vikan


Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 26

Vikan - 01.08.1994, Blaðsíða 26
MEÐ GÓÐU FÓLKI PRINSINN FRH. AF BLS. 25 legasta veiðihús landsins, með gufubaði, arinstofu með útsýni yfir ána og þar með talinn Laxfossinn. Það er ekki nóg með að húsið sé glæsilegt heldur er allur við- gjörningur hinn veglegasti og voru þar töfraðir fram Ijúf- fengir réttir úr hendi mat- reiðslumeistarans, Guðmund- ar Viðarssonar. Á matseðlin- um var rjómalöguð humar- súpa í forrétt og laxafiðrildi í aðalrétt sem samanstóð meðal annars af nýveiddum Norðurárlaxi sem Guðmund- ur hafði sjálfur veitt á Eyr- inni. Þess má geta að það er Jóhannes Stefánsson veit- ingamaður sem rekur veiði- húsið ásamt Guðmundi og er þetta þeirra þriðja sumar þarna uppfrá. Þrátt fyrir að veiðin hefði verið treg voru það ánægðir veiðimenn sem héldu heim á leið að kvöldi átjánda júní. Þyrlan mætti á svæðið á mínútunni tíu og flogið var eins og leið lá til Keflavíkur þar sem dvelja átti um nótt- ina því Henrik prins átti að fara snemma morguninn eftir til Kaupmannahafnar. Lent var fyrir framan gömlu flugstöðina þar sem hermenn stóðu heiðurs- vörð, lögreglan í Keflavík gætti öryggis og danskir og bandarískir herforingjar komu og heilsuðu ferða- löngunum. Ekið var með blikkandi Ijós út af vallar- svæðinu og að Flughótelinu í Keflavík þar sem búið var að leggja rauðan dregil út á götu. Notið var frábærrar gestrisni hótelhaldaranna, þeirra Steinþórs Júlíusson- ar og Sigrúnar Hauksdóttur. Gjafir biðu á herbergjunum og stjanað var við veiði- mennina eins og gestgjaf- anna er von og vísa enda ber hótelið þess glöggt merki að smekkfólk, sem leggur mikið upp úr heimil- islegu andrúmslofti, ræður þar ríkjum. Þar með lauk þessum veiðitúr með Vikunni í Norð- urá og sagði prins Henrik Þorsteini að það myndi von- andi ekki líða langur tími þar til þeir hittust aftur og gætu þá eytt lengri tíma saman. □ tján tuttugu og einn, átján tuttugu og einn. Þessar tölur verð ég að muna, umlaði Sverrir í svefnrofunum. - Loks fékk ég ábendingu frá æðri máttarvöldum sem bæta mun minn hag. Um nóttina hafði hann dreymt prúðbúið fólk og veisluhöld. Veislugestir voru að vísu svolítið fölir á vang- ann en þó glaðlegir og gáfu honum ótvírætt til kynna að hann væri sá sem allt snérist um. Heldri maður í kjólfötum gekk á örlítið svið og kvað sér hljóðs. Allir í salnum þögnuðu og hópuðust að sviðinu spenntir á svip. Mað- urinn hélt lítinn ræðustúf um heppni og óheppni en að því loknu dró hann upp pappírs- örk og tók að lesa upp tölur. Af og til klappaði einhver veislugesta saman lófunum í hamslausri gleði. Sverri fór að skiljast að dregið var í happdrætti. Hann leitaði djúpt og gaumgæfilega í vösum sínum eftir miða en fann engan. Mikill kliður fór um mannskapinn. Maðurinn á sviðinu lyfti höndum til merkis um hljóð í salnum. - Og svo er það stóri vinn- ingshafi kvöldsins, hrópaði hann fram í salinn. Allra augu beindust nú að Sverri sem enn var að grafa í buxnavösunum. - Þá er það stóri vinnings- hafi kvöldsins, endurtók maðurinn á sviðinu. Eigandi miða númer átján tuttugu og einn. Fagnaðaralda fór um salinn. Fólkið hópaðist að Sverri og beindu orðum sín- um að honum. - Þú átt miða númer átján tuttugu og einn, hrópaði hver í kapp við annan. Spenna draumsins vakti hann með þessar ágætu töl- ur á vörunum. Sverrir hafði fengið þá gáfu í vöggugjöf að vera ber- dreyminn maður. Að vísu var það svo að honum tókst ekki alltaf að túlka þessa drauma sína fyrr en atburð- irnir gerðust Ijóslifandi fyrir augum hans en samt hafði það tekist af og til. Nú var Sverrir sannfærðari en nokkru sinni að hann hefði fengið ábendingu um stór- kostlegan ávinning. Rækist hann á þessar tölur yrði stóri vinningurinn hans. Víst var úr vöndu að ráða því að happdrættin voru svo ákaf- lega mörg. Nú var það hans að finna það rétta. Sverrir blaðaði í gegnum bunka af heimsendum happ- drættismiðum en fann hvergi tölurnar góðu. Ekki gátu það verið stóru happdrættin því þau voru á miðju ári og allt of dýrt að kaupa miða þar. Skafmiðar? Nei, engar töl- ur þar. Lottó? Nei, of margar töl- ur. Það skildi þó aldrei vera þetta nýja happdrætti sem dregið var um í sjónvarpinu? Sverrir grúskaði í dag- blaðabunka eftir auglýsingu sem hann hafði séð nokkr- um dögum áður. Þar voru sölustaðir happdrættisins tí- undaðir. Loks bar leit hans árang- ur. Flennistór heilsíðu- auglýsing um fjölda sölu- staða fékk hann nærri því til að hætta við allt saman. Þetta yrði nú hægara sagt en gert. Gamla bíldruslan hans var í ólagi og ekkert betra á boðstólum en það sem Sverrir hataði mest, „strætisvagnar". Hann hringdi á nokkra sölustaði í von um að geta sparað sér ferðirnar. En einhverra hluta vegna var starfsfólk sölustaðanna tregt til að veita honum þær sjálfsögðu upplýsingar um númeraraðirnar sem á boð- stólum voru en spurðu hann þess í stað að hvaða númeri hann leitaði. Sverrir var nú ekki á þeim buxunum að gefa það upp. Það gæti orð- ið til þess eins að einhver búðarlokan festi sér kaup á miðanum og breytti þar með merkingu draumsins. Þetta yrði aldeilis fyrirhöfn hjá hon- um að hlaupa á milli sölu- staðanna í borginni og leita miðann uppi. Sverrir varð að hafa hraðann á. Nú var víst síðasti söludagurinn. Strætisvagninn var alveg troðinn af fólki á leið til vinnu sinnar. Sverrir þrýsti sér gegnum þvöguna, aftur í vagninn miðjan og læsti greip sinni um handfang. Þungt loft var í vagninum og vart súrefni að fá. Það var alveg sama hvert hann sneri sér f leit að glufu til að anda. Alls staðar fyllti heitur og misjafnlega lyktandi andar- dráttur samferðafólksins vit hans. Það setti að honum flökurleika og innilokunar- kennd. Hann átti ekki ann- arra kosta völ en að snúa höfði til lofts. Hugur hans leitaði til framtíðar. Lymsku- legt glott kom fram á varir hans. Hann hafði í huganum keypt sér glæsikerru fyrir vinninginn sem hann var svo viss um að fá. Hann þeysti um stræti borgarinnar og brosti til fólksins sem stóð og benti á eðalvagninn bruna hjá. Hann ók fram úr troðfull- um strætisvagni og veifaði til farþeganna sem þrýstu föl- leitum andlitum að gluggun- um og tóku á sig hinar af- káralegustu myndir. Hann skellihló og laut höfði. Grá augu hans mættu öðrum stingandi gráum sem fylgdu hverri hreyfingu hans. Sverrir hraðaði sér út úr vagninum á næsta viðkomu- stað. Fyrsti snjór vetrarins var tekinn að falla og myndaði hálkugljáa á mestu umferð- argötunum. Sverrir teygaði að sér svalt og hreint morg- unloftið. Honum var nú ekk- ert að vanbúnaði að keyra áfram fyrirætlanir sínar. Gal- vaskur óð hann inn á fyrsta sölustaðinn og kíkti á miða- strimilinn í gegnsæum standinum. Nei, ekki var númerið hans þar. Hann rakti hvern staðinn á fætur öðrum en átján tuttugu og einn virtist vera víðs fjarri á öllum þeim miðum sem fyrir augu hans bar. Allan daginn hélt hann áfram leit sinni, án þess að fá sér vott eða þurrt. Það var tekið að skyggja þegar hann loks tók sér hvíld og tyllti sér úrvinda og kaldur í einni kaffistofunni sem á vegi „Loks fékk ég ábendingu frá æðri máttarvöldum sem bæta minn hag", sagði vinur vor er hann vaknaði upp með númerið átján, tuttugu og einn á vörunum. Hann var sann- færður um að þetta númer ætti eftir að breyta lífi hans og nú upphófst dauðaleit að happdrættismiða með þessu tölum. 26 VIKAN 6. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.