Vikan


Vikan - 01.08.1994, Side 28

Vikan - 01.08.1994, Side 28
SMASAGA GAMANSOM SMASGA EFTIR MIEL TANBURN Herra Cartwright bað þá að koma aftur á morgun, því hann gæti ekki flutt í dag. En þeir komu aftur stuttu síðar og fleygðu táragasi inn í stofu. Það var snemma um morgun og herra Cartwright bjóst við því að mennirnir, sem ætluðu að flytja fyrir hann, kæmu á hverri stundu. En þegar hann fór til dyra eftir að dyrabjöll- unni hafði verið hringt, ruddust tveir vopnaðir menn inn. Hurðin skall óþyrmilega á herra Cartwright en svo skelltu mennirnir henni aftur og læstu. - Hvað gengur eiginlega á hér? sagði herra Cartwright byrstur. Sá stærri sló herra Cart- wright í kjálkann með byss- unni og hann féll í gólfið. Þá fann hann fyrir sársauka á þremur stöðum: Mjöðminni, þar sem hann hafði skollið í gólfið, kjálkanum og svo öxl- inni, þar sem hurðin hafði komið í. Er einhver annar heima? spurði maðurinn, á meðan félagi hans, minni og margfalt snarari i snúning- um, dró gluggatjöldin fyrir í stofunni. Herra Cartwright var rugl- aður í höfðinu og reyndi að standa upp. Byssubófinn lyfti byssunni eins og hann ætl- aði að slá aftur og herra Cartwright settist aftur á teppið. - Ég var að spyrja þig hvort fleiri væru heima? sagði maðurinn aftur. Herra Cartwright hristi höf- uðið og laug. - Ég er einn heima. - Líttu í kringum þig, Clay, sagði sá stóri. - Og statt þú upp! skipaði hann herra Cartwright. Svo tók hann í handlegg Cartwrights og sneri hann aftur fyrir bak. - Áfram gakk! Sýndu mér bakdyrnar, sagði hann um leið og hann ýtti honum á undan sér. Herra Cartwright fann til þegar byssumaðurinn ýtti honum áfram. - Það er eng- in þörf á þessu ofbeldi, mót- mælti hann. - Ég er óvopn- aður. Hinn svaraði ekki. í eld- húsinu spurði hann: - Eru þetta einu dyrnar fyrir utan útidyrnar? Herra Cartwright kinkaði kolli. - En sá lás! Hvaða dverg- ur sem er gæti brotist hér inn! Ef til vill, svaraði herra Cartwridge kuldalega. - En staðreyndin er nú sú, að dvergarnir hér í kring eru bæði fáir og harmlausir. - Jæja? Reyndu ekki að vera sniðugur! Byssumaður- inn dró niður gluggatjöldin f eldhúsinu og myrkvaði það. - George! sjáðu hvað ég fann hér í svefnherberginu! hrópaði minni maðurinn skyndilega og kom með Angelu, konu Cartwrights, í eftirdragi. Brandarakallinn hér sagðist vera einn, sagði George, sá stærri. - Eru ein- hverjir fleiri heima, brandara- kall? spurði hann svo í hót- unartón og miðaði byssunni að enni Cartwrights. Angela æpti upp yfir sig. - Enginn! Hvað viljið þið eiginlega? Hún barðist um og reyndi að losa sig við Clay. - Er það rétt, brandara- kall? spurði George. - Eruð þið bara tvö hérna? Engir krakkar? Það getur verið betra fyrir þig að segja sann- leikann í þetta skipti, því annars færðu kúlu í hausinn. Við erum sko ekki í neinum bófahasar. - Við erum hér ein. - Við eigum - höfum aldrei eignast börn, sagði Angela og snökti. - Láttu ekki svona, kerl- ing. Hættu þessu væli! Hróp- aði George. Hann fyllti könnu með köldu vatni og skvetti framan í Angelu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.