Vikan


Vikan - 01.08.1994, Qupperneq 28

Vikan - 01.08.1994, Qupperneq 28
SMASAGA GAMANSOM SMASGA EFTIR MIEL TANBURN Herra Cartwright bað þá að koma aftur á morgun, því hann gæti ekki flutt í dag. En þeir komu aftur stuttu síðar og fleygðu táragasi inn í stofu. Það var snemma um morgun og herra Cartwright bjóst við því að mennirnir, sem ætluðu að flytja fyrir hann, kæmu á hverri stundu. En þegar hann fór til dyra eftir að dyrabjöll- unni hafði verið hringt, ruddust tveir vopnaðir menn inn. Hurðin skall óþyrmilega á herra Cartwright en svo skelltu mennirnir henni aftur og læstu. - Hvað gengur eiginlega á hér? sagði herra Cartwright byrstur. Sá stærri sló herra Cart- wright í kjálkann með byss- unni og hann féll í gólfið. Þá fann hann fyrir sársauka á þremur stöðum: Mjöðminni, þar sem hann hafði skollið í gólfið, kjálkanum og svo öxl- inni, þar sem hurðin hafði komið í. Er einhver annar heima? spurði maðurinn, á meðan félagi hans, minni og margfalt snarari i snúning- um, dró gluggatjöldin fyrir í stofunni. Herra Cartwright var rugl- aður í höfðinu og reyndi að standa upp. Byssubófinn lyfti byssunni eins og hann ætl- aði að slá aftur og herra Cartwright settist aftur á teppið. - Ég var að spyrja þig hvort fleiri væru heima? sagði maðurinn aftur. Herra Cartwright hristi höf- uðið og laug. - Ég er einn heima. - Líttu í kringum þig, Clay, sagði sá stóri. - Og statt þú upp! skipaði hann herra Cartwright. Svo tók hann í handlegg Cartwrights og sneri hann aftur fyrir bak. - Áfram gakk! Sýndu mér bakdyrnar, sagði hann um leið og hann ýtti honum á undan sér. Herra Cartwright fann til þegar byssumaðurinn ýtti honum áfram. - Það er eng- in þörf á þessu ofbeldi, mót- mælti hann. - Ég er óvopn- aður. Hinn svaraði ekki. í eld- húsinu spurði hann: - Eru þetta einu dyrnar fyrir utan útidyrnar? Herra Cartwright kinkaði kolli. - En sá lás! Hvaða dverg- ur sem er gæti brotist hér inn! Ef til vill, svaraði herra Cartwridge kuldalega. - En staðreyndin er nú sú, að dvergarnir hér í kring eru bæði fáir og harmlausir. - Jæja? Reyndu ekki að vera sniðugur! Byssumaður- inn dró niður gluggatjöldin f eldhúsinu og myrkvaði það. - George! sjáðu hvað ég fann hér í svefnherberginu! hrópaði minni maðurinn skyndilega og kom með Angelu, konu Cartwrights, í eftirdragi. Brandarakallinn hér sagðist vera einn, sagði George, sá stærri. - Eru ein- hverjir fleiri heima, brandara- kall? spurði hann svo í hót- unartón og miðaði byssunni að enni Cartwrights. Angela æpti upp yfir sig. - Enginn! Hvað viljið þið eiginlega? Hún barðist um og reyndi að losa sig við Clay. - Er það rétt, brandara- kall? spurði George. - Eruð þið bara tvö hérna? Engir krakkar? Það getur verið betra fyrir þig að segja sann- leikann í þetta skipti, því annars færðu kúlu í hausinn. Við erum sko ekki í neinum bófahasar. - Við erum hér ein. - Við eigum - höfum aldrei eignast börn, sagði Angela og snökti. - Láttu ekki svona, kerl- ing. Hættu þessu væli! Hróp- aði George. Hann fyllti könnu með köldu vatni og skvetti framan í Angelu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.