Vikan


Vikan - 01.08.1994, Síða 46

Vikan - 01.08.1994, Síða 46
HEIÐURSFOLK Fjöi- sP'la a skemmtunum. Mér skyida finnst það gaman, hef svo Ásdís- gaman af fólki. Það mikil- af.er vægasta í lífinu finnst mér mynd- vera að el9a 9oða fjolskyldu arleg. og vini. Ásdís og maður hennar, Jón Gústi, byggðu upp eyði- býlið Steinadal þegar þau voru ung og þar uxu börnin þeirra úr grasi. „Við eigum sjö uppkomin börn og níu barnabörn svo oft er glatt á hjalla. Ég, ásamt nokkrum barna minna, tökum þátt f starfi leikfélags Hólmavíkur og er það alveg einstaklega skemmtilegt og gefandi. Eg er nú ekki heimsins besti leikari og það er vegna þess að ég skemmti mér svo vel á meðan á sýningu stendur að mér hættir til að gleyma text- anum fulloft og hafa hvíslar- arnir mikið að gera þegar ég er í hlutverki hjá þeim. Mest tek ég að mér að dútla við tónlist fyrir félagið og taka þátt í félagsstarfi þess og fæ ég mikla útrás í þessu starfi." Ásdís er hógvær og vill ekki gera mikið úr hæfileik- um sínum. Hún segist vera „fúskari" og vasast í mörgu. Hún les mikið, spilar á gítar og er listakokkur. Ljóð eftir hana hafa birst í Lesbók Morgunblaðsins og auk þess fæst hún við að mála. Hún skreytti bæinn sinn Steinadal á sínum tíma og hún málar beint á veggi í litla húsinu sínu á Hólmavík en hún keypti það, þegar yngstu börnin þurftu að fara í skóla á Hólmavík. „Ég er fljóthuga og vil framkvæma hlutina strax. Lifi fyrir líðandi stund. Stund- um lendi ég í örðugleikum vegna þessa en ég vil þó alltaf vera jákvæð og finnst hver manneskja vera af- skaplega mikilvæg og verða að fá að fara sína leið, sína óvissu leið. Fyrir það greið- um við það gjald sem lífið setur upp og þá er við engan að sakast. Mér finnst að við eigum að fara varlega í að skipuleggja aðra. Við ættum að kenna börnum okkar að sýna vænt- umþykju og hlýju og vera ánægð með það sem okkur er gefið." Þetta segir Ásdís Jóns- dóttir, oftast nefnd Snúlla. Hún hefur fylgt sannfæringu sinni í gegnum lífið, upp- skorið laun erfiðis síns og greitt það gjald sem það hef- ur kostað. Tvær ömmustelpur koma í heimsókn á meðan á við- talinu stendur. Þær vita hvar ísinn er og bjarga sér sjálfar þar sem amma er upptekin, í bili. Svo setjast þær út á tröppur með ömmu sinni og brosa móti mynda- vélinni. Þær eru löngu bún- ar að læra að það er alltaf mikið fjör hjá ömmu „Snúllu“. □ / /c-t'T D'ÖK 6>UÖ KftRL- ÓA s. /H4>t/A/5- A/AF/VS lEVFiST T=hA STiAJCx /3/a/m þoFi $U\AjC.fí áÖLLU- A/AFaa —> 1 "7 ] ' StQFft , / rtisjO Z it— PCrfC, UM~ ERAM, / éiðA FR'fí £> TUÍ.D St/íF ST&KKA V * ► ► TiL r PÍÍUM- E-F-rji 1b-jö£> 3 > ffiUT- (/£*< 5 ;c>(\ l/ > ,/ 3í/Ð \/ þE.P'fl > \/ V y. ftfiér£S.T4 SoLMÖ Y IREW Bl'oaa > íT > T z J 9 ó mp Lausnarorð síðustu krossgátu: STAURAR 46 VIKAN 6. TBL. 1994

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.