Vikan


Vikan - 01.08.1994, Síða 50

Vikan - 01.08.1994, Síða 50
HUN SKIPULEGGUR FRAMTÍÐ BARNSINS „Tengdapabbi er eins og hver önnur rola og segir mest lítið, enda bældur og á valdi konunnar eins og allir aðrir henni viðkom- andi. Hún er þegar byrjuð að skipuleggja framtíð ný- fædds barns okkar og mér stendur ekki á sama um hvað hún kemst upp með í þeim efnum. Ég vildi helst reka hana út af okkar heimili í eitt skipti fyrir öll en ég geri það ekki kon- unnar minnar vegna,“ seg- ir Frikki og Það ^ ' ■■ leynir sér ekki að hann er óánægður. enda heldur hann áfram að telja upp það sem veldur honum óþægind- um í samskiptum við tengdamóðurina. Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík ÓTTAST AÐ GERA ALLT VITLAUST „Hún er leiðinleg og af- skiptasöm og með gagn- rýnandi athugasemdir, sem eru stöðugt í gangi, hvort sem maður svarar henni eða ekki. Hvað á ég að gera kæra Jóna Rúna? Á ég að reka hana út? Á ég að segja henni álit mitt á henni og taka þá áhættu að allt verði vitlaust? Ég verð sífellt fúlari og fúlari og ekki síst við konuna mína sem tekur þessa spennu sem ríkir á milli mín og þeirrar gömlu ótrú- lega nærri sér. Mér þætti vænt um að þú segðir mér þitt álit á svona yfirgangi kæra Jóna Rúna,“ seg- ir hann og er greinilega búinn að fá sig full- saddan. ÓHÓFLEG STJÓRNSEMI Það segir sig sjálft að hvers kyns stjórnsemi er óþægileg, auk þess sem hún er sjaldan réttlætanleg. Þegar hún beinist fyrst og fremst að fullorðnu fólki, eins og í þessu tilviki, er hún vit- anlega fráleit. Það er hefur engin rétt til að grípa með yf- irgangi inn í líf annarra. Þó það vilji þannig til að um sé að ræða skyldleika á milli tengdamömmu og konu Frikka, þá þýðir það ekki að hún megi ganga yfir dóttur sína og tengdason á ómak- legan máta. Hún á sitt heim- ili og hefur fyrst og fremst skyldur við það, en alls ekki við heimili dóttur sinnar, nema þá ef hún er beðin um hjálp. Maðurinn hennar hef- ur augljóslega ekkert með hennar yfirgang að gera enda, eins og Frikki bendir á, löngu búinn að gefast upp fyrir henni. ÓAFSAKANLEGT ATFERLI Hún virðist ekki kunna skil á því hvar þau takmörk eiga að liggja í samskiptum sem hún er að brjóta með frekju og ótæpilegri stjórnsemi. Hún telur sig sýnilega ómiss- andi og finnst mögulega eins og allt muni fara á versta veg i heimilishaldi Frikka og konunnar ef hennar athuga- semda og ráðsmennsku nyti ekki við. Hún gengur siðferð- islega lengra en eðlilegt má teljast og þá í áttir vandræða og neikvæðis. Hún leyfir sér að njósna um hagi Frikka, með því t.d. að hnýsast í hans einkamál eins og með því að fá upplýsingar um peninga- og skuldamál hans, og nýtir til þess arna upplýsingaþjónustu bank- anna. Auðvitað er þetta óaf- sakanlegt og refsivert athæfi og bankanum og konunni til vansæmdar augljóslega NÁÐ AÐ SKAPA MIKLA SPENNU Það er mjög sennilegt, að ef Frikki og konan hans breyta ekki um áherslur gagnvart konunni þá muni hún endanlega ná að veikja möguleika þeirra á að njóta sín saman. Hún hefur þegar náð að skapa mikla spennu á milli ungu hjónanna og virðist stöðugt gera tilraunir til að víkka afskiptasvið sitt. Því er full ástæða til að gera henni Ijóst að hún gangi ein- faldlega á öllum sviðum þeim viðkomandi of langt. Frikki á ekki velja þá leið, konunnar sinnar vegna, að reka tengdamömmu sína á dyr. Hann getur aftur á móti ásamt konunni sinni sett tengdamóður sinni þau tak- mörk í samskiptum sem honum þykja ásættanleg. ÁKVEÐNAR AFLEIDINGAR Ef tengdamamma vill ekki sættast á þau takmörk, sem þau setja henni hvað varðar það að koma á heimili þeirra og annað sem tilfellur, þá verður hún að taka ákveðn- um afleiðingum af því, sem þá gætu verið t.d. þær að henni sé sagt að hún geti ekki komið á heimili þeirra nema í boði þeirra og þá alls ekki til að finna að þeim og gagnrýna þau.Síðan er hægt að benda henni kurteislega á þá staðreynd að dóttir hennar búi ekki með henni lengur og eigi sinn rétt á að hafa sitt líf eins og henni líki og sýnist. Vissulega verður jafnframt, og ekkert síður, að gera alvarlega athugasemd við hnýsni hennar og dóna- skap eins og í sambandi við bankamálin. PERSÓNUNJÓSNIR REFSIVERÐAR Sá yfirgangur, sem kemur meðal annars fram í opin- berri hnýsni manneskjunnar, er með ólíkindum og ekki til eftirbreytni. Persónunjósnir varða við lög og eiga ekki að líðast, hvorki af okkar nán- ustu eða bara öðrum og óviðkomandi. Það er mjög sorglegt til þess að vita að fullorðið fólk skuli láta standa sig að þeim dóna- skap og ófyrirleitni að hnýs- ast í einkamál sinna nán- ustu. Á bak við yfirgang kon- unnar liggur mögulega, ásamt öðru og áðursögðu, freklegt vanmat hennar á Frikka og dóttur hennar. Hún virðist alls ekki ná þeirri staðreynd að þau eru full- orðið fólk, sem hefur eignast sitt eigið heimili sjálft, og það fari best á því að þau reyni jafnframt á sinn hátt að vinna að eigin velferð án hennar afskipta. NAUDSYNLEGT AÐ STANDA SAMAN Hvað barnið varðar er af og frá að sættast á það að amma þess sé að ráðskast með framtíð þess, vegna þess að það á foreldra sem virðast fullfærir um að veita því þá uppfræðslu og um- hyggju sem það þarf á að halda. Eðlilegast og réttast er því einfaldlega að hætta að bíta á jaxlinn og reyna að umbera frekju konunnar og hreinlega segja henni álit sitt tæpitungulaust og sjá hvað setur í kjölfar þannig hreinskilni. Frikki og konan hans verða að standa saman á móti kon- unni, jafnvel þó erfitt sé fyr- ir konu Frikka að kannast yfirleitt við þessi ömurlegu afskipti móður sinnar af öll- um sköpuðum hlutum. Betra er seint en aldrei, varðandi það að brjótast undan ofríki foreldra sinna, eins og þeir vita sem hafa reynslu af slíku. Börnin okkar verða að fá að vaxa frá okkur foreldrunum, auð- vitað. FÓRNARLÖMB OFURÁSTAR Andúð Frikka á ástandinu verður því að metast sem eðlileg viðbrögð einstaklings sem telur sig ekki þurfa á þessu átakanlega formi samskipta að halda. Betra er því að vera laus við öll tengsl við konunna en að vera á heljarþröm andlega IKAN 6. TBL. 1994

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.