Vikan


Vikan - 01.11.1994, Side 6

Vikan - 01.11.1994, Side 6
TEXTI: ^■fórhver menning á sér RAKEL skilgreiningu á ÁPKIA ^^fyrirbærinu hjóna- AKNA- band. Alls staðar eru til DOTTIR ákveðnar reglur um kynlíf, makaval og framfærslu barna. Hjónabandið, eða hjúskapur, er ein þeirra stofnana sem kemur skikkan á þessar athafnir mann- skepnunnar. Auk þess felst í fyrirbærinu að ákveðin fé- lagsleg tengsl myndast milli ættingja hjónanna, svo ekki sé minnst á eignatilfærslu, nytjarétt og félagslegar skyldur og réttindi. Hið hefðbundna hjóna- band, eins og við þekkjum það, felur í sér að tveir ein- staklingar af gagnstæðu kyni rugla saman reytum, eignast sín börn og framfæra þau. Þá fer venjulega saman að hjónin séu bæði líffræðilegir og félacjslegir foreldrar barn- anna. I mannfræði er nauð- synlegt að greina á milli líf- fræðilegra og félagslegra foreldra því sums staöar sjá aðrir um uppeldi og fram- færslu en líffræöilegir for- eldrar. Þjóðflokkur Núa í Súdan í Afríku er nokkuð athyglis- verður í þessu tilliti. Hjá Nú- um er þaö almenn regla að karl og kona giftist en þar tíðkast líka hjónabönd tveggja kvenna, sem þýðir að kona verður þannig fé- lagslegur faðir barna eigin- konunnar. Til að kona geti farið bónarveginn að annarri konu eru venjulega ákveðn- ar forsendur fyrir hendi. Kvenkyns-brúðguminn verö- ur aö eiga eitthvað af naut- gripum til að borga brúðar- verð til fjölskyldu brúðarinn- ar, eins og hún væri karlmaður. Auk þess er sú kona, sem biður annarrar konu oftast ófær um að eign- ast barn sjálf, einhverra hluta vegna. Núar flokka nefnilega þær konur, sem ekki geta átt börn, sem hálf- gildings karlmenn. Kven- kyns-eiginmaðurinn fær svo bræður sína eða frændur til að geta börn með eiginkon- unni og hjálpa til við ýmis verk sem Núar telja að ein- ungis karlmenn geti innt af hendi. Sú kona, sem veröur „eiginmaður" annarrar konu, hefur þannig flestar sömu skyldur og ýmis réttindi sem almennt gilda um eiginmenn og feður í samfélaginu. Hún er m.ö.o. félagslegur karl- maður og Núar trúa því að þeir sem hegða sér eins og karlmenn séu karlmenn án tillits til líffræðilegs kynferðis. „Karl-konan“ getur gifst mörgum konum ef hún er auðug og hún getur krafist skaðabóta ef eiginkonan leggst með öðrum karlmönn- um en þeim sem kvenkyns- húsbóndinn leggur blessun sína yfir. Hún er félagslegur faðir barna eiginkonu sinnar og þegar hún giftir dætur sínar fær hún hluta af brúð- arverði sem á að ganga til föðurættarinnar. Börnin hennar eru nefnd eftir henni og þau ávarpa hana sem „föður". Hún er húsbóndinn á heimilinu og annast alla stjórnsýslu og búrekstur sem karlkynshúsbóndi væri. Öll framkoma annarra gagnvart henni, bæði fjölskyldu og annarra samfélagsþegna, mótast af því að hún er í hlutverki húsbónda og föður. Ástæða kvennahjúskapar hjá Núum er því ekki sam- kynhneigð, heldur liggja þar féiagslegar ástæður til grundvallar. Núar telja mikil- vægast af öllu að viðhaida ættinni og hinum félagslegu þáttum sem byggja á föður- ættarskipulagi. Ekki er taliö nauðsynlegt að kynlíf og getnaður eigi sér stað innan hjónabandsins heldur verður að tryggja börnunum föður sem getur framfært þau. Það er algjörlega óháð líf- fræðilegu kynferði hver upp- fyllir þau nauðsynlegu skil- yrði. Þau fleygu orð er hrutu af munni kvikmyndaleikar- ans Johns Wayne ( einum vestranum: „Man gotta do what a man gotta do“, eiga því vel við hjá Núum. „Karl- maðurinn verður að gera eins og honum ber,“ eru orð að sönnu jafnvel þótt hann sé kona. Meðal sumra ættbálka sléttuindíána í Bandaríkjun- um var krafist svokallaðr- ar „flúr-karlmennsku". En hvorki voru allir færir um slíkt né höfðu áhuga á því. Þeir, sem höfðu meiri áhuga á hljóðlátari og friðsamari at- höfnum, urðu „kven-karlar". Þeir klæddu sig upp ( kven- mannsföt, lærðu kvenlegar dyggðir til munns og handa og gátu jafnvel gifst öðrum karlmönnum, venjulega sem eiginkona númer tvö. Eins og hjá Núum var forsenda slíks hjónabands ekki endi- lega kynferðisleg, þó svo megi hafa verið. Þetta er öf- ugt við hjónabönd Núanna en það sameiginlega er að líffræðilegt kynferði og kyn- hlutverk, sem eru félagslegs eðlis, fara ekki alltaf saman og þurfa ekki að vera ófrá- vikjanlega skilyrt. □ 6 VIKAN 10. TBL. 1994

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.