Vikan


Vikan - 01.11.1994, Page 25

Vikan - 01.11.1994, Page 25
þig þessa stundina um þín mál finndu þá einhvern vin sem er tilbúinn til þess án þess aö refsa félaga þínum eöa stjórna honum. 18 Gefðu upp á bátinn drauminn um riddarann á hvíta hestinum sem hefur alla þessa stórkostlegu eig- inleika sem þig dreymir um hjá karlmanni. Opnaðu aug- un fyrir því að sá sem þú ert með eða átt eftir að hitta er aðeins mannlegur. Þegar hann veröur var við allar hugmyndir þínar um hinn fullkomna karlmann getur hann reynt að breyta sér í þann mann. En það er til- raun sem hlýtur að mistakast og valda öllum aðilum von- brigðum. 19 Skoöaðu þá eiginleika sem að þú vilt að drauma- prinsinn hafi og gerðu sjálfa þig að þeirri persónu. Á hann aö vera hlýr gefandi og fallegur, gera þig hamingju- sama, elska þig skilyrðis- laust, koma með tilgang inn í líf þitt? Á hann aö njóta ver- aldlegrar velgengni, vera hugrakkur baráttumaður og ástríðuheitur elskhugi? Vakn- aðu af værum blundi Þyrni- rós. Engin persóna I öllum heiminum getur uppfyllt allar þarfir þínar nema þú. í raun og veru er þetta það sem þig sjálfa dreymir um að vera. Stefndu að þessu fyrir sjálfa þig og ef að drauma- prinsinn skyldi birtast er miklu líklegra að hann myndi líta við þér. Þið væruð nefni- lega á svipaðri bylgjulengd. 20 Og að lokum: Ekki líta á samband sem endaði eða gekk ekki upp sem eitthvað misheppnað. Öll samskipti fela í sér lærdóm um lífið og mann sjálfan. Það má einnig segja að þið hafið staðið í samningaviðræðum en kom- ist að því að þið þyrftuð að fara sitthvora áttina að minnsta kosti á sumum sviö- um. Þá má því segja að þið hafiö náð árangri. Það erfiðasta við skilnað er að sitja uppi með alla ást- ina sem að maður tjáði ekki. Ef að maður hefur gert sitt besta og elskað einlæglega er sársaukinn minni. Byrjaðu því að tjá ást þína í dag. Hegðaðu þér á hverjum degi eíns og þetta sé síðasti dag- urinn sem aö þú átt i lífinu. Framkvæmdu drauma þína. Elskaðu eins og þú fáir aldrei annað tækifæri. □

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.