Vikan


Vikan - 01.11.1994, Qupperneq 37

Vikan - 01.11.1994, Qupperneq 37
STÍFLEIKI DÝNUNNAR FER EFTIR ÞYNGD ÞESS SEM í RÚMINU SEFUR RAGNAR BJÖRNSSON GETUR FRAMLEITT RÚM EFTIR ÓSKUM HVERS OG EINS Eðlilegur endingartími á dýnum er tíu til fimm- tán ár. Allt annað er blekking," segir Ragnar Björnsson sem framleitt hef- ! ur dýnur í bráðum hálfa öld. ; Hann rekur fyrirtækið Ragn- ar Björnsson hf. Húsgagna- bólstrun í Hafnarfirði. Auk springdýnanna framleiðir fyr- irtækið rúm og bólstraða rúmgafla sem og reyndar , Chesterfieldsófasett svo nokkuð sé nefnt. Fyrirtækið getur framleitt rúm í hvaða hæð sem er, dýnur í hvaða stærð sem er, og af hvaða stífleika sem er. „Við leggjum metnað okkar í að framleiða eftir óskum fólksins og eftir- spurnin hefur aukist ár frá ári enda standast dýnurnar okk- ar fyllilega samanburð við erlendar dýnur." Þýðingarmikið er að gera sér grein fyrir þvi að stífleiki dýnunnar þarf að fara eftir þyngd þess sem á henni ætlar að sofa. Annars fær fólk ekki eðlilega hvild í rúm- inu. Þess vegna er líka áríð- andi að gera sér grein fyrir að ef til vill hentar ekki ein tvíbreið dýna í rúm þar sem tveir misþungir sofa saman. i Til þess að koma til móts við óskir fólks sem vill samt sem áður aðeins hafa eina dýnu í rúminu hefur verið farin sú leið að renna dýnunum sam- an með rennilás. Verður yfir- borðið þá slétt og samfellt. Undir dýnunum er hafður undirbekkur með fjöðrum og hægt er að fá undir hann hvort heldur sem er hjól eða fætur. Með því að hækka fæturna er hægt að hækka rúmið. Ofan á undirbekkinn koma springdýnurnar. Þær eru til þrenns konar - mjúk- ar, miðlungs og stífar. Auk þess er hægt að bregða út af þessum meginstigum eftir RB-rúm, rúm þeirra vandlátu. því sem þörf krefur. Ragnar sagðist vilja að fólk kæmi og legðist í rúmið sem það er að hugsa um að kaupa og veidi dýnu sem hverjum og einum hentar. Ef reyndin verður sú eftir nokkurra nátta svefn að dýnan reynist of mjúk eða of stíf er hægt að bæta úr því án minnstu fyrirhafnar. Tvíbreið rúm eru yfirleitt 160 eða 180 sentímetrar en einstaklingsrúm 90 eða 120 sentímetra breið. Vinsælasta hæðin er 50 sentímetrar. Ragnar Björnsson hf. fram- leiðir bólstraða gafla í fimm meginútfærslum við rúmin og er hægt að fá áklæði á þá hvort heldur sem er úr efn- um sem fyrirtækið býður upp á eða sem viðskiptavinurinn kemur með sjálfur. Nýlega var hafin fram- leiðsla á þykkum undirsæng- um sem lagðar eru ofan á dýnurnar svipað því sem gerðist í rúmum hér áður fyrr. Þá er hægt að fá sér- staka varmaklæðningu ofan á dýnurnar. Er hún úr ull sem heldur vel hita að líkam- anum og hentar sérstaklega vel fyrir þá sem þjást af vöðvabólgu eða gigt. □ Gæöa- rúm á góöu veröi. 10. TBl. 1994 VIKAN 37 KYNNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.