Vikan


Vikan - 01.11.1994, Qupperneq 42

Vikan - 01.11.1994, Qupperneq 42
VIKAN A IBIZA TEXTI OG UÓSMYNDIR: JÓHANN GUÐNI REYNISSON Fundum blaðamanns Vikunnar og Magics Johnson bar saman á gömlum næturklúbbi á Ibiza upp úr miðjum september síðastliðnum. Hálfrökkvað var þar inni en skjannabjört kastljós slógu hetjulegum bjarma yfir Magic sem er ef- laust einhver frægasti mað- þeim kumpánlega sem köst- uðu á hann kveðju. Við- brögðum hans fylgdu gjarn- an einhverjar athugasemdir, flestar ( gamansömum dúr enda virðist hann hafa gam- an af því aö hafa samskipti við annað fólk. Hann er einn- ig alveg laus við heims- frægðarhrokann sem verður ViÐTAL VIÐ MAGIC JOHNSON: EG VJL EKKI AD LIF MITT SE ERFITT ur heims um þessar mundir. Magic leit á mig áhuga- sömum augum þegar ég sagðist vera frá íslandi. Hann sagði samt ekkert, gaf ekkert út á það, fannst ég sennilega ekkert öðruvísi en annað fólk, að minnsta kosti ekki í útliti. Það virtist í öllu falli ekki koma honum í opna skjöldu að ég er ekki eskim- óil MAGIC í BIÐRÖÐINNI MEÐALALMÚGANS Viðvera Magics í Pepsi- Max-klúbbnum, en félagar í honum víðsvegar úr Evrópu Magic tók klúbbfélaga Pepsi Max í kcnnslustund og þar var meóal læri- sveina hans Birna Petersen frá íslandi. Birna er íþróttakennari aö mennt og vakti athygli Magics og félaga hans fyrir góöa meóferó kröfuboltans. komu saman á Ibiza fyrir skömmu, vakti að vonum mikla athygli. Hann gekk um svæðið eins og aðrir klúbbfélagar og heilsaði ýmsum stjörnum fjötur um fætur og Magic tók sér meira að segja stöðu í biðröðinni við allsnægtaborð mat- reiðslumeistaranna þegar kom að kvöldverði. Reyndar hafði hann tekið sér stuttan göngutúr meðfram röðinni líkt og hann ætlaði að smokra sér framfyrir okkur almúgann. En þá var hann bara að kíkja á hvað væri í boði. Könnunarleiðangurinn leiddi af sér áhuga fyrir ein- hverjum kræsinganna og þá var ekki annað að gera en grípa sér disk og bíða þess innan um Jónana að röðin kæmi að þessum Séra-Jóni, sem Magic vissulega er. Sjálfsagt hefðu margir fyrir- gefið honum og þóst stoltir af því að hleypa honum fram fyrir sig í röðinni en þetta var þriggja stiga kurteisikarfa hjá Magic Johnson. NÝ SÝN Á MAGIC - NÝ SÝN Á ALNÆMI Síðan Magic Johnson greindist með HlV-veirunna hefur hann sýnt fram á að hann býr yfir ótrúlega sterk- um persónuleika. Sjálfsagt greip hann þegar til tækni- atriða úr körfuboltanum til þess að berjast við þennan nýja andstæðing sinn en ein af grundvallarreglunum í kappleikjum er sú að bera enga virðingu fyrir andstæð- ingnum; leikmenn skulu gera allt, sem í þeirra valdi stend- ur, til að hafa sigur, með heiðarlegum hætti þó. Þess- ari tækni beitir Magic John- son gegn alnæmisveirunni. Hann fer um heiminn með nokkrum fleiri fyrrum NBA- leikmönnum, en NBA er toppdeildin í bandaríska körfuboltanum og viður- kennd sem sú besta í heimi, og sýnir fólki og kennir því listir körfuboltans. Allt byggir á því að virkja fólk til þátt- töku. Með því að fólki gafst kostur á að taka þátt í körfu- boltanum við hlið goðsagn- arinnar Magics Johnson öðl- uðumst við, félagar af evr- ópsku bergi brotnir í Pepsi Max-klúbbnum á Ibiza, alveg nýja sýn á Magic og þá ef til vill ekki síður á alnæmið. Það er nefnilega stað- reynd, og Magic er lifandi sönnun þess, að HlV-smitið er ekki dauðadómur og það er hægt að lifa góðu lífi og gera gagn í samfélaginu þrátt fyrir tilvist þess. Og það eru viðbrögð okkar, þeirra ósýktu, sem mestu máli skipta; hvernig við getum með fordómalausum sam- skiptum okkar við smitaða gert þeim lífið léttara. Auðvit- að verðum við að vera á varðbergi og meðvituð um smitleiðir en við megum alls ekki útloka þetta fólk frá samfélaginu. Magic Johnson er verðugur fulltrúi smitaðra sem nú fer um heiminn til þess að fræða jarðarbúa um þessi atriði og mörg fleiri. Liður í því starfi hans er að veita Vikunni og öðrum fjöl- miðlum viðtöl þar sem okkur gefst kostur á því að fá svör við áleitnum spurningum sem óneitanlega koma upp þegar Magic Johnson er annars vegar. ÆFI MEIRA EN ÁÐUR Fundurinn með Magic fer rólega af stað og það er eins og við séum að reyna að finna samtalinu einhvern far- veg í þögninni. Hún er rofin þegar Magic er fyrst spurður að því hvaða ráð hann myndi gefa syni sínum um framtíðina þegar stormasöm og litskrúöug ævi Magics sjálfs er höfö í huga. „Ég myndi ráðleggja hon- um að fara að draumum sín- um og sækja sér menntun." Ég spurði Magic síðan að því hvernig líkamlegu ástandi hans væri háttað. „Mér líður mjög vel og er ( frábæru líkams- formi." Hefurðu breytt æf- ingunum eitthvað? „í rauninni æfi ég meira núna heldur en þegar ég spilaði í NBA því þar spil- ar maður 82 leiki á ári og leikþjálfunin sem slik heldur manni ( góðu formi. Nú verð ég að æfa fimm daga í viku og ég geri meira af lyftinga- æfingum.“ VIL KOMA FÓLKI TIL AÐ BROSA Hvað með líf þitt almennt, hefur það tekið einhverjum stakkaskiptum eftir að smitið uppgötvaðist og þú hættir að leika í NBA? „Ekki nema að því leyti að ég hef öðlast nýtt hlutverk; sem er að fræða fólk um al- næmi. Annars geri ég allt það sama og þú; ég vakna, borða, æfi, er faðir og eig- inmaður og svo framvegis. Fólk heldur að lífið breytist eitthvað við þetta en það er ekki svo, það eru kröfurnar og forgangsröðunin sem eru örðuvísi. Það voru gerðar miklar kröfur til mín áður en ég hætti að spila í NBA en nú eru þær helmingi meiri. í hvert skipti sem ég hringi heim hefur fjöldinn allur af nýjum verkefnum bæst við eftir að ég fór. Ég þarf einnig að sinna fyrirtækinu mínu en ég starfa mjög mikið við það sjálfur, hef yfirumsjón með öllu og skrifa undir allar ávísanir. Umboðsmaðurinn minn seg- ir um mig stundum að ég sé of stjórnsamur en ég er alls ekki sammála því; ég kann því bara vel að geta haldið um stjórnvölinn. Síðan starfa ég fyr- ir Pepsi og hef mjög gaman af því. V'i J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.