Vikan - 01.11.1994, Blaðsíða 52
DANSLEIKHUS
Auöur í
Þýska-
landi á ár-
unum
kringum
1980.
Þarna er
hún enn í
„hlutverki
fuglsins"
og enn
langt í aö
hún veröi
„jarðar-
dansari“.
öldum sem bjó við mikil
harðindi, hungur og kulda
var ærinn efniviður. Höml-
umar sem á fólkið voru sett-
ar voru miklar. Vinnuhjú,
sem felldu hugi saman,
máttu ekki ganga í hjóna-
band nema að eiga fyrir koti,
sem þau áttu sjaldnast. Kot-
ið var forsenda þess að það
gæti lifað eðlilegu lífi; for-
senda þess að mega giftast
og eignast börn. Siðaboð-
skapur kirkjunnar var um-
vöndunarsamur og dóms-
kerfið strangt. Vinnulúið og
fátkækt vinnuþýið fékk að-
eins eitt tækifæri á ári til
þess að gleyma eymdinni,
en það var á Jörfagleðinni,
enda setti fólkið það iðulega
sem skilyrði þegar það réð
sig í vist, að það kæmist á
hana. Á meðan á henni stóð
klæddust menn ýmsum
gervum og í skjóli þeirra
höfðu þeir í frammi ýmislegt
sem þeir alla jafna létu vera,
líkt og á karnivölum nútím-
ans.“
í „Sögu aldanna" eftir Árna
Björnsson, þjóðháttafræð-
ing, er svohljóðandi lýsing á
Jörfagleðinni: „Þar var stig-
inn dans, kveðin ástakvæði
(vikivakar), leiknir ýmsir leikir
og margháttuð skrípalæti og
lausung í frammi höfð.“ Við
þetta má bæta að Jörfagleð-
in var í tvígang bönnuð með
lögum sökum siðleysis þátt-
takenda, en eitt árið var talið
að nítján börn hefðu komið
undir meðan á gleðinni stóð.
„Á þessum tímum var
hægt að kæra fólk fyrir að
nefna ekki nafn Guðs a.m.k.
þrisvar á dag,“ heldur Auður
áfram. Allt holdlegt var synd
og konum var drekkt fyrir
ýmsar yfirsjónir. En frumeðli
mannsins verður að fá sína
útrás og verður ekki stöðvað
og það er einmitt viðfangs-
efni sýningarinnar."
Tíu dansarar íslenska
Dansflokksins, sex leikarar,
einn hreyfilistamaður, sjö
hljóðfæraleikarar ásamt fjór-
um söngvurum, koma fram í
sýningunni. Auður samdi
dansana, Hákon tónlistina
og í sameiningu skrifuðu
þau verkið, eftir að hafa við-
að að sér heimildum víða
að. Um búninga og sviðs-
mynd sér Sigurjón Jóhanns-
son.
Þetta er annað verkefni
Svölu-leikhússins, en hið
fyrra, „Ertu svona kona“ var
sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir
nokkrum árum.
„Við erum ekki með talað-
an texta í sýningunni, heldur
notum við þulur, kvæði og
alls kyns hljóð. í tónlistinni er
mikið slagverk. Við reynum
að gera mörkin milli dansara
og leikara óljós og mjúk. Við
notumst líka við magnaðar
ræður séra Jóns Vídalíns
heitins, svo það kennir ým-
issa grasa,“ segir Auður.
Sýningin spyrst vel út
Búningar eru fjölbreytilegir, enda naut hinn sauösvarti al-
múgi þess aö bregöa sér í ýmiskonar gervi og fé langþráöa
útrás. Teikningar Sigurjóns Jóhannssonar.
enda þótt frumsýningardag-
urinn sé ekki runninn upp,
því þegar er búið að bjóða
Svölu-leikhúsinu að sýna
Jörfagleðina í nokkrum borg-
um í Þýskalandi næsta sum-
ar. Þar mun verða á döfinni
sumar-listahátíð og heyrst
hefur að fleiri íslenskir menn-
ingarviðburðir verði þar í
boði.
Tónsmiðurinn Hákon
Leifsson hefur víða komið
við bæði í tónlist, leik-og rit-
störfum. Hann stundaði nám
við Konunglega Tónlistar-
skólann í Kaupmannahöfn,
spilaði á horn hér heima um
tíma, en hélt svo til Vínar þar
sem hann nam tónsmíðar f
eitt ár. Þaðan lá leiðin til
Boston í Bandarfkjunum þar
sem hann lærði hljómsveit-
arstjórn. Hann hefur þýtt leik-
verk, lagt stund á leiklist og
lék t.d. Kaj Munk á Horna-
firði, þar sem hann var org-
anisti í um tíma. Hann stjórn-
ar Háskólakómum og hefur
samið tónverk fyrir hann og
fleiri, svo sem píanó- og klar-
inettuverk fyrir einleikarana
Þorstein Gauta Sigurðsson
og Guðna Franzson.
Danshöfundurinn Auður
Bjarnadóttir hefur verið at-
vinnudansari frá því hún var
aðeins fjórtán ára gömul og
kennir nú við Listdansskóla
íslands. Hún var meðal
stofnenda íslenska Dans-
flokksins árið 1973. Hún nam
listdans við Ballettskóla
Þjóðleikhússins, ásamt því
að sækja námskeið í Dan-
mörku og Englandi. Þegar
hún var nítján ára hélt hún til
Þýskalands þar sem hún
dansaði með Óperuballettin-
um í Munchen í fimm ár.
Þaðan hélt hún til Sviss og
dansaði í Basel í eitt ár. Eftir
tveggja ára dvöl hér heima
hélt hún utan á ný og dans-
aði við Óperuna í Stokkhólmi
næstu tvö árin.
klassískan ballett sem hún
segir að kalla megi upphaf-
inn stíl danslistarinnar, enda
í byrjun ætlaður til að gleðja
augu konungborinna. Nú að-
hyllist hún hins vegar annan
dansmáta; nútímadansinn
sem hún segir nálgast
manninn sem rótar í mold-
inni og vill reyndar heldur
láta kalla sig jarðardansara
en ballettdansara. Því má
segja að hún hafi færst frá
himni til jarðar, danslega
séð.
„Það má líkja þessu við að
koma niður úr þessu upp-
hafna; frá fuglinum sem flýg-
ur og niður í að vera kann-
ski. . . moldvarpa." Auður
brosir. „í klassíska ballettin-
um, sem er yndislegur sem
slíkur, er mikið byggt á rétt-
um og röngum hreyfingum
og allt er mælt með mæli-
stiku, enda er fulikomnunar-
áráttan í algleymingi. í nú-
tímadansi hins vegar er svo
gaman þegar það sem er
fær að vera, mælistikunni er
sleppt og við nálgumst lífið
eins og það er í sínum fjöl-
breytileik. Listgreinin nærist
af lífinu, en ekki af einhverri
gamalli hefð.“
Eins og áður segir verður
Jörfagleði frumsýnd 6. nóv-
ember n.k. Sýningarnar
verða í Borgarleikhúsinu.
Listunnendur geta hugsað
gott til glóðarinnar því ef
marka má ummæli um síð-
asta dansverk Auðar, Mán-
ans Ar, er á ferðinni danshöf-
undur sem vinnur verk sitt af
alúð og næmni fyrir mögu-
leikum leiksviðsins. íslenski
dansflokkurinn fær því ærið
viðfangsefni, en við dansinn
og tónlistina, bætist leikur,
söngur og hreyfilist, svo að
sýningin verður væntanlega
að veislu fyrir auga og eyra.
Dansleikhúsverk eru heldur
ekki tíð hér á landi
og sýningin