Vikan - 01.11.1994, Síða 55
að var sautjándi júní
og deginum skyldi
fagnað eins og best
yrði á kosið. Allir voru í sínu
fínasta pússi og stefnan var
tekin á „Borgina“ eða Hótel
Borg, þetta gamla, virðulega
hótel í hjarta bæjarins. Ungir
og aldnir sitja og spjalla,
matur er fram borinn og það
klingir í glösum. Það er „lif-
andi“ tónlist í húsinu og þeg-
ar farið er að leggja við
hlustirnar heyrast glettnir
tónar harmonikku, gítars og
bassa. Glettnir og þó ofurlít-
ið Ijúfsárir í senn, eins og líf-
ið sjálft vill oft verða í breyti-
leik sínum. Þarna voru þeir
komnir „Skárren ekkert",
svolítið spekingslegir, eða
ætti ég að segja létt háðskir
eða eins og þeir segja sjálfir,
mátulega fúlir.
„Já, einu sinni vorum við
svo reiðir þegar við vorum
að spila að við spiluðum eins
og verkamenn í mótmæla-
göngu, spiluðum svo hratt
að einn tangóinn varð ansi
hraður hjá okkur. Ansi hrað-
ur.
Okkur líkar vel að spila í
litlum sal með fólki sem
skapar góða stemmningu
sín á milli og stundum getum
við einhverju bætt þar við.
Það er líka gaman að spila
fyrir dansi, þótt mönnum
reynist stundum erfitt að
dansa við þessa tónlist. Við
erum náttúrlega engin
kokkahljómsveit sem spilar
grámyglulega loðnuvalsa
eins og hver vill.“
Þegar þeir félagar eru
spurðir um nafnið á hljóm-
sveitinni eru þeir fljótir til
svars. Þeir upplýsa að nafn-
ið, og reyndar merki hljóm-
sveitarinnar líka, byggi á
verki kúlupennalistamanns
sem sýndi einhvern tímann
á Listasafni (slands. Þeir
muna ekki nafnið á lista-
manninum, en verkið sem
um ræðir, var eitt strik á
hvítu blaði.
„Við erum allir áhugamenn
um alls kyns tónlist. Undan-
farið höfum við einkum spil-
að evrópska kvikmyndatón-
list, aðallega eftir Nino Rota.
Það er hægt að finna marga
fleti á þessari tónlist og við
höfum þess vegna gaman af
því að útsetja hana sjálfir.
Tónlistinni má lýsa sem eins
konar tragikómískri klunna-
og trúðatónlist og í rauninni
er dálítið erfitt að ná þeim
blæbrigðum í flutningi. En
það er í öllu falli lærdómsrík
tilraun.
Við höfum verið að þessu
vegna þess að við nennum
þessu. Við höfum spilað á
kaffihúsum, í einkasam-
kvæmum og á böllum.
Stundum raulum við með, en
yfirleitt ekki. Það er frábært
að spila á Borginni, starfs-
fólkið er einstakt og góður
andi í húsinu. Nú nýverið
gekk Una Sveinbjarnardóttir
fiðluleikari til liðs við okkur og
hún smellur inn i hljómsveit-
ina. Það hefur þvi allt gengið
mjög vel hingað til, en líklega
er það lognið á undan storm-
inum og boðar eitthvað illt.“
Nú brosa þeir allir og
minnast á Clint Eastwood,
sem sagði einhvers staðar,
að það ætti að taka vinnuna
alvarlega en ekki að sama
skapi, sjálfan sig. Þeir eru
sammála um þetta. Þeir eru
oft sammála þessir strákar.
Þeir eru vinir úr M.R. og
stunda allir heimspeki við há-
skólann enda finnur blaða-
maður að það er alveg á
mörkunum að hún treysti sér
til að koma til skila, hárfínum
húmor og þessu listræna
æðruleysi sem einkennir pilt-
ana. „Öll list á ís-
landi.....“ hlátur, og
áfram er haldið með spjallið.
Guðmundur lærði á píanó
hjá Gísla Magnússyni í Tón-
listarskóla Garðabæjar. „Svo
fékk ég lánaðan harmonikku-
garm hjá Birgi Guðmunds-
syni, yfirmanni mínum á Tím-
anum, en því næst keypti
faðir minn aðra nikku í Rúss-
landi, eftir fall kommúnis-
mans. Verð hennar var um
1500 krónur. Hún dugði mér
nokkuð, en svo þurftum við
að spila á Rás II einhvern
föstudaginn og óg fann það
út að mig vantaði nýja har-
monikku. Ég ræsti Leif hljóð-
færasala upp um kvöldið,
veifaði vísakortinu og keypti
mér nikku. Það var eina har-
monikkan í búðinni.“
Eiríkur lærði fyrst á blást-
urshljóðfæri. „Tannlæknirinn
minn sagði að ef ég héldi
áfram að æfa, myndi ég
missa tennurnar um fertugt,
vegna þess, að ég hefði svo
skakkt bit. Ég var víraður
upp í snatri og svissað yfir i
poppið, sem hefur verið líf
mitt og yndi síðan. Fékk lán-
aðan bassa og hef haldið
mig við hann síðan.“
Frank leikur á gítar. Það
gleymdist að spyrja hann um
tónlistarnámið en í staðinn
spurði blaðamaður Frank um
ætterni hans. Reyndist móðir
hans nærfatainnflytjandi á
besta aldri og sagðist hann
eiga mikið úrval af ýmiss
konar nærfatnaði.
Hann er sá eini af þeim
sem ekki fór til útlanda í
sumar, að slæpast, eins og
þeir Eiríkur og Guðmundur
segjast hafa gert. Eirfkur fór
til Spánar, til að liggja ekki í
sólbaði og Guðmundur fór til
Frakklands, til að aðhafast
ekkert sérstakt. En þetta var
ef til vill lognið á undan
storminum þvf núna hafa
þeir félagar fengið það verk-
efni að semja eigin tónlist við
leikritið „Kirsuberjagarðurinn"
við verið að auka við lagalist-
ann okkar með lögum úr
ýmsum áttum, til dæmis fær-
eyskum völsum og írskri krá-
artónlist. Við höfum yfirleitt
hlotið góðar viðtökur þar sem
við spilum. En annars gerum
við helst kröfur til sjálfra okk-
ar, en ekki til áhorfandans.
Við reynum að spila vel og
við setjum okkur ekki í stell-
ingar heldur reynum að vera
eðlilegir og það teljum við
vera skárra en ekkert.“
Og það er nú ef til vill það
sem fólk fellur fyrir þegar það
hiustar á þessa hljómsveit.
Þeir hafa vakið verðskuldaða
athygli og eitt kvöld, þegar
þeir spiluðu á Sólon Islan-
dus, kom Reynir Jónasson
VIÐTAL VIÐ TÓNLISTARMENNINA
GUÐMUND STEINGRÍMSSON,
FRANK ÞÓRI HALL
OG EIRÍK ÞÓRLEIFSSON
eftir Tjékof, sem sýnt verður í
leikhúsinu Frú Emeifu í leik-
stjórn Guðjóns Pedersen.
„Að vinna í leikhúsi er
óhemju spennandi. Við
semjum lögin saman og þeg-
ar við hittumst þá erum við
yfirleitt ekki með neitt sér-
stakt í huga. Við byrjum ein-
faldlega á einhverju, ein-
hverri línu eða hljómagangi,
og það vindur upp á sig.
Þannig gefur lagið stemmn-
inguna.
Við höfðum ekki samið
mikið áður, en við höfum lært
talsvert á því að spila þessi
lög eftir Nino Rota. Kannski
erum við undir einhverjum
áhrifum frá honum, en við er-
um alla vega ekki að reyna
það. Við hlustum náttúrlega
á marga fleiri. Núna höfum
gagngert til að hlusta á þá.
Eldra fólk tekur ástfóstri við
þá og dansar á Borginni í
takt við evrópska kvikmynda-
tónlist með íslenskum blæ-
brigðum, þótt það sé ekki
dansleikur.
„Við erum komnir í leikhús-
ið, farnir að semja. Það ger-
ist í leikhúsinu, í salnum og
er andrúmsloftið þar mettað
og áþreifanlega vel fallið til
að skapa í. Má því segja að
allt smelli saman hjá okkur
núna eins og flís við rass.
Við ætlum svo bara að enda
viðtalið á þessu „flís við
rass“. Okkur finnst það flott
og viðtalið má annað hvort
heita: „Við höfum engu að
leyna“ eða: „Það er leyndar-
dómurinn". Það er nú allt og
surnt." □
TEXTI:
ANNA S.
BJÖRNS-
DÓTTIR
LJÓSM.:
GUNNAR
GUNN-
ARSSON
10. TBL. 1994 VIKAN 55
TÓNLIST