Vikan


Vikan - 01.11.1994, Page 62

Vikan - 01.11.1994, Page 62
SALRÆN SJONARMIÐ Cfc^ < co á Q£í OO < z: Við svörum að þessu sinni einu þessara bréfa sem okkur þykja raunaleg sökum þess hve sorglegt það böl er sem foreldrar geta farið í gegnum ef börnin þeirra verða eitur- lyfja- og áfengisbölinu að bráð. Þjáning þeirra sem fyr- ir slíku verða er ólýsanleg, enda illleysanleg. TAKMAKALAUS ÓFYRIRLEITNI Móðirin er ung og um er að ræða frumburð hennar sem er tæplega sextán ára drengur. Hún kýs að kalla sig Stebbu. „Fyrir um það bil tveim árum fór ég að verða vör við að sonur minn, undir sextán ára, fór að breytast á mjög óþægi- legan hátt. Hann hætti að mæta í skólann og svaf fram eftir degi. Eins fór hann að sækja mikið út á lífið og tengjast fólki sem virðist alls ekki hafa haft góð áhrif á hegðun hans. Honum er ekkert heilagt og ófyrirleitni hans er tak- markalaus og þrúgandi." GRUNAÐUR UM AFBROT OG PERSÓNULEIKINN BREYTTUR Hann varð skyndilega mjög viðskotaillur af nánast engu tilefni. Öll hegðun hans og persónuleiki eins og umturn- aðist án þess að ég gæti fengið botn í hvað lægi að baki þessari breytingu,“ seg- ir Stebba og er verulega áhyggjufull, eðlilega. Hún áttaði sig ekki á þeim vanda- málum sem voru í gangi í raun hjá syninum fyrr en lög- reglan birtist fyrirvaralaust heima hjá þeim og sagði að hann lægi undir grun um þjófnað og eiturlyfjasölu. HEIMILIÐ Á HELJARÞRÖM OG LANGUR AFBROTALISTI „Ég get ekki lýst því sem hefur gengið á hérna heima í tæp tvö ár vegna drengsins. Hann er hættur í skólanum og vinnur ekki og á, þegar ég skrifa þér þetta, langan afbrotalista ófrágenginn. Hann kemur ekki heim heilu dagana og þegar hann birtist fer allt á heljarþröm. Hann heimtar peninga og hótar að drepa sig ef ekki er allt látið eftir honum. Hann stelur því sem honum þóknast af mér og faðir hans, sem býr annars staðar, hefur sömu reynslu af ósvífninni í hon- um,“ segir hún og er yfir sig leið. SONURINN VILLURÁFANDI OG MÓDIRIN RÁÐÞROTA „Við, foreldrar hans, skild- um þegar hann var átta ára og það hefur alltaf verið gott samband á milli mín og pabba hans. Hann hef- ur sinnt þessum syni okk- ar eins og hinum börnun- um sem við eigum sam- an,“ segir Stebba. Eðlilega er Stebba áhyggjufull og spyr margra spurninga. Hún segir að allt hennar líf og barnanna sé öfugt við það sem ætti að vera, vegna þessa ástands með dreng- inn. Hún veit ekki hvað hægt er að gera og vill reyna að hjálpa honum, en finnst eins og enginn vilji hjálpa henni til þess. Hún hefur misst von- ina um að hennar stuðningur beri árangur því hann er eins og villidýr og neitar því að nokkuð sé að. BRJÁLAÐUR HEIMA OG HÓTAR SJÁLFSVÍGI „Á ég að reka hann að heiman? Getur verið að ég hafi verið of lin við hann með því að fela þennan vanda of lengi fyrir um- heiminum? Eru líkur á að hann geti komist yfir þetta, að þínum mati? Hvernig get ég varist því að þetta skemmi systkini hans? Hann er brjálaður hérna heima þegar hann birtist. Hvað ef hann sviptir sig líf- inu, eins og hann hótar stöðugt ef honum er mót- mælt eða hann er gagn- rýndur? Vonandi sérð þú einhverja leið fyrir okkur út úr þessu helvíti, kæra Jóna Rúna. Ég fylgist alltaf með því sem þú skrifar og er mjög ánægð með það.“ AFSKRÆMING, VANDRÆÐI OG FORARPYTTIR Eins og kemur fram í lýsing- um Stebbu þá fer siðblinda sonar hennar vaxandi og veldur miklum skaða í kring- um hann. Hann virðist ekki lengur ráða hegðun sinni og sekkur sífellt dýpra og dýpra í sjálfs síns forarpytt. Hann notar ýmsar leiðir til að stjórna fjölskyldu sinni og til að geta varið ótrauður þessa röngu breytni sína. Félagar hans verða verri og verri og hann kann ekki lengur skil á réttu og röngu atferli. Vissu- lega er þetta ástand drengs- ins sorglegt og stendur að því er virðist ekki til bóta á næstunni, sýnist manni. Hvað á móðir að gera þegar barnið hennar breytist í af- skræmingu þess barns sem hún áður þekkti? Það er erf- itt að gefa ráð sem duga þegar svona er komið fyrir unglingi. VELDUR ÞJÁNINGUM OG SKORTIR TILLITSSEMI Stebba spyr hvort hún eigi að reka hann að heiman. Það má kannski segja sem svo að það eitt út af fyrir sig sé engin lausn því að hann er náttúrlega, i vissum skilningi þess orðs, farinn að heiman. Hann er mikið á flakki og kemur ekki heim heilu næt- urnar. Auðvitað er hann orð- inn sextán ára og ræður sér sjálfur og sökum þess væri í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að hann byggi annars staðar. Hann sættist ekki á að taka tillit til annarra heimil- isfastra og veldur þeim þján- ingu og þess vegna má segja að hann væri, í þessu erfiða ástandi óreglunnar, betur settur með það að búa þar sem hann getur leyft sér hvað sem er í þessum efn- um. ÞREYTTUR OG í AFNEITUN Betra væri þó, áður en til þess kæmi að honum yrði meinað að búa heima, að reyna að fá hann til að fara í meðferð. Það er það sem hann þarfnast núna og ætti að eiga kost á eins og aðrir í sömu stöðu ef hann þá vill það sjálfur. Hann er vafa- laust orðin þreyttur á ein- hvern hátt á ástandinu, en sennilega afneitar hann stór- um og mikilvægum pörtum þess af því að það hentar honum ekki að horfast í augu við sjálfan sig á réttan hátt á meðan hann er enn þá á valdi vímunnar. 62 VIKAN 10. TBL. 1994

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.