Vikan


Vikan - 20.02.1995, Page 8

Vikan - 20.02.1995, Page 8
LEIKLIST eitthvert annað starf? Hvað er ég að gera hérna? Af hverju hélt ég ekki bara áfram sem skrifstofumær?" Svo bað ég bara Guð al- máttugan að hjálpa mér að María. „Þetta var æðislega gaman og þá horfði maður vitanlega á Hollywoodstjörn- urnar. Þær voru allar svo fal- legar en ég óskaplega rauð- hært barn með skakkar tennur og hlussufreknur. Ég sagði náttúrlega ekki nokkr- um manni frá þeim draumi mínum að verða leikkona," segir hún brosandi í byrjun sextánda ársins sem fast- ráðinn leikari Leikfélags Reykjavíkur. Nú til dags fer Hanna María einungis suð- ureftir til að hitta móður sína, Dagrúnu Friðfinnsdóttur, sem er orðin 82 ára, „og er með þeim hressari sem ég þekki. Við mamma erum ein- staklega góðar vinkonur og tölumst við í síma oft í viku. Mamma sér líka allar sýning- ar sem ég er í og foreldrar mínir studdu mig mjög, þeg- ar ég tók þá ákvörðun að fara í leiklist." Tvítug hóf Hanna María störf sem ritari í utanríkis- ráðuneytinu og starfaði síð- an í íslenska sendiráðinu í Washington D. C. í rúmlega þrjú ár. „Ég náði mér þarna í svolitla fortíð en var um það bil að festa rætur í Ameríku þegar ég tók þá ákvörðun að fara heim og sækja um leik- listarskólann,“ segir hún. Hanna María útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands 1978 en fyrsta námsveturinn var hún í SÁLinni og segir það skemmtilegasta vetur sem hún hafi upplifað. Með henni í bekk voru m.a. Tinna Gunnlaugsdóttir, Ragnheiður Arnardóttir, Andrés Sigur- vinsson og Þröstur Guð- bjartsson. Hanna María fór strax að fá hlutverk eftir út- skrift, fyrst hjá Alþýðuleik- húsinu og svo hjá Leikfélagi Reykjavíkur. 1979 var Hönnu Maríu boðinn fastur samn- ingur hjá Leikfélaginu og hefur verið þar síðan, fyrir utan eitt skipti sem hún var „lánuö“ til Leikfélags Akur- eyrar. ► Hanna María í Leyni- mel 13 ásamt Margréti Helgu Jóhanns- dóttur. Tí hlutverki fröken Shneider. „Þaö var skemmtilegt aö leita aö Shneider kerlingunni á æfingum,“ segir Hanna María. Hér sést hún í hlutverki sínu f Kaba- rett ásamt þeim Þresti Guðbjarts- syni og Helgu Braga Jóns- dóttur. I anna María er feimin eins og margir aðrir I stórleikarar en hún hefur hugrekki til þess að standa daglega frammi fyrir fullum sal af fólki. Hugrekkið er á tilfinningasviðinu - þetta með að ganga skrefi lengra en maður í rauninni þorir - eða veldur. Áhorfendur sjá aldrei afleiðingarnar en árum saman kastaði hún upp fyrir hverja frumsýningu, svo mik- il var sviðshræðslan. Eins og margir þekktir listamenn finnst Hönnu þó ekkert mál að koma fram sem einhver önnur - falin á bak við gervi konu sem er ekki til nema á sviðinu. „Ég á mjög erfitt með að koma fram sem ég sjálf, halda ræðu eða slíkt, ég bara get það ekki. Um leið og ég er komin í gervi og sýningin hafin, líður mér yfir- leitt mjög vel, eftir að ég er laus við þetta skelfilega frumsýningarstress. Maður losnar aldrei við þessa sviðshræðslu," segir hún. Nú er hún farin að biðja bæn fyrir hverja frumsýn- ingu. „Ég byrjaði á því fyrir nokkrum árum, þegar ég hélt að hjartað myndi ekki haldast inni í brjóstinu, að biðja bæn fyrir frumsýningu - og ég hef gert það síðan. Það hjálpar mér. Ég hugs- aði: „Af hverju í ósköpunum er ég að gera sjálfri mér þetta? Af hverju fór ég ekki í komast í gegnum þetta - og hann gerði það! Síðan bið ég fyrir hverja frumsýningu. Kannski er það þess vegna sem ég er hætt að gubba," segir hún. BERNSKUDRAUMAR Í KEFLAVÍK Draumurinn um leikara- starfið blundaði í Hönnu Maríu frá barnæsku. Hún fæddist og ólst upp í Kefla- vík, eins og margir aðrir listamenn sem nú eru á toppnum. Karl, faðir hennar, var áhugaleikari en auka- vinnan hans í 35 ár var að keyra sýningarvélarnar í Nýja bíói í Keflavík. „Þar fékk ég að standa uppi á stól og horfa í gegnum litlu gluggana og stundum fékk ég að hjálpa til við að skeyta saman filmur,“ segir Hanna HEIMILI DÖKKU FIÐRILDANNA Hanna María er í framlínu þetta leikár; hún er í Leyni- mel 13; í Kabarett fer hún með hlutverk fröken Schnei- der og í næstu sýningu, „Heimili dökku fiðrildanna,“ eftir finnska höfundinn Leenu Lander, leikur hún hlutverk geðfatlaðrar konu. Leena Lander hefur fengið ómælt hrós fyrir „Dökk fiðr- ildi,“ auk þess að vinna til bókmenntaverðlauna en bókin er væntanleg í ís- lenskri þýðingu. Leikstjóri „Dökkra fiðrilda" er Eija-Elina Bergholm, virtur leikstjóri og kvikmyndahöfundur. „Dökku fiðrildin" segir frá ungum manni sem var tekinn frá for- eldrum sínum sökum óreglu þeirra og komið í fóstur á uppeldisstofnun á eyju í finnska skerjagarðinum. Veru hans þar lauk í þann mund sem geigvænlegir at- burðir urðu á eynni. Miðaldra vinnukona á heimilinu var myrt. Sagan er lýsing á að- stæðum fólks á einangruðu betrunarhæli og uppgjör við örlög mannsins í heimi þar sem grið eru rofin, svik eiga sér stað og lífríki náttúrunnar er ógnað af manna völdum. Hanna María leikur konu sem annast dýrin á staðn- um. Fyrir mörgum árum hafði þessi kona unnið sem ræstingakona í verslun. Hjónin, sem ráku búðina, áttu litla dóttur sem þau ekki sinntu. Hún stal barninu og hafði það hjá sér, klæddi í fallega kjóla og fannst hún vera að gera því svo gott. Eftir þetta var hún lokuð inni á geðsjúkrahúsi þar sem hún var á miklum lyfjum í fimmtán ár og var ekki hleypt út fyrr en hún var hætt að gráta - upphátt. Þannig er henni lýst í bókinni, en leik- ritiö gerist töluvert seinna. „Þetta er óskaplega marg- slungið hlutverk. Það er ekki stórt, en gríðarlega erfitt. Strax frá fyrsta degi hugsaði ég: „Ég ætla að gera þetta og ég ætla að gera þetta vel,“ segir Hanna María. „Svo verður það bara að koma í Ijós hvort mér tekst það." Hún segist hafa verið „lúxusleikkona" í fyrra, ein- ungis í einni sýningu, Elínu Helenu á Litla sviðinu, en nú sé strangur vinnuvetur og hún hafi verið á fullu síðan í haust. 8 VIKAN 2. TBL. 1995

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.