Vikan


Vikan - 20.02.1995, Qupperneq 9

Vikan - 20.02.1995, Qupperneq 9
AF LEIKSTJÓRUM OG ÁHORFENDUM „Æfingarnar á Kabarett voru langar og strangar en óskaplega skemmtilegar. Mér fannst einstakt aö vinna meö Guðjóni Petersen, leik- stjóra. Við þekkjumst frá fornu fari og bjuggum saman í Skólastræti, í síðustu kommúnunni í Reykjavík, ásamt Ingibjörgu Sólrúnu og fleirum. Guðjón hefur þróað sig gríðarlega vel sem leik- stjóri og það er einstakt að vinna með svo góðum leik- húsmanni. Hann er lærður leikari og mér finnst íslenskt leikhús vera heppið að hann skuli hafa tekið þá ákvörðun að fara út í leikstjórn," segir Hanna María. Þurfa leikstjórar að vera leiklærðir? „Það er betra. Afgerandi kostur en ekki nauðsynleg- ur,“ segir Hanna María kank- vís. Sjálf hefur hún sett upp þrjár sýningar og gæti hugs- að sér að gera meira af því. „Ég fór ekki að skilja leik- stjóra fyrr en ég setti verk upp sjálf," segir hún en hæst á leikstjóraferlinum bar upp- setninguna á Sigrúnu Ast- rósu með Margréti Helgu Jó- hannsdóttur sem Hanna María flokkar með okkar bestu leikkonum. Hefurðu lent í því að vilja fara aðra leið en leikstjór- inn? „Já, ég hef lent í því. Það er skelfilega erfitt. Utkoman er sú að leikstjórinn hefur valdið; allavega er ég það hlýðin leikkona. . . Ef ég er algerlega á öndverðum meiði við leikstjórann þá skila ég tilbúningi sem ein- hver annar er að krefja mig um og ég trúi ekki á og get þar af leiðandi ekki verið sannfærandi. Mérfinnst leið- inlegt að blöffa á sviði, ég vil vera einlæg. Ég held að ein- lægnin sé aðalsmerki góðra leikara. Það verður allt að koma héðan - frá hjartanu - annars er það ekki satt.“ Er hægt að blekkja áhorf- endur í stórum stíl? „í rauninni er það ekki hægt, en góðir leikarar geta komist ansi langt á tækninni. Stundum þarf að grípa til tækninnar þegar maður nær ekki alveg inn í brjóstið á sér. Það er líka allt í lagi. Það verður að vera í lagi, við erum jú bara manneskjur og þar af leiðandi ekki alltaf í toppformi, við verðum jú stundum veik eins og annaö fólk en mætum samt alltaf á sýningar. Leikarar standa jafnvel á sviði meö háan hita. Við erum bara ósköp venjulegt fólk. Ég er hætt að taka gagnrýni eins nærri mér en það var erfitt í fyrsta sinn sem ég fékk slæma gagn- rýni. Ég las hana rétt fyrir sýningu, sem ég ætlaði ekki að komast í gegnum því ég hugsaði: „Guð minn almátt- ugur, það er hver einasti maður í salnum búinn að lesa þessa gagnrýni og hér stend ég og verð að vera hérna. . .!“ Svo sjóast maður í þessu en ég er meira og minna hætt að lesa gagn- rýni. Ég er að gera mitt besta hverju sinni og stund- um heppnast það, stundum ekki. Ég er ekkert alltaf ánægð með það sem ég er að gera, langt því frá - en ég reyni alltaf að gera mitt besta!“ Áfram með Kabarett. Hanna segir það hafa verið skemmtilegt að leita að Schneider kerlingunni á æf- ingum. „Fyrst fórum við í þveröfuga átt miðað við það sem hún er í dag. Kjóllinn, sem ég æföi í, geröi mig eins og Goldu Meir. Ég var að reyna að fá þyngd í lík- amann en þetta átti ekkert við mig. Eftir tvær vikur byrj- aði ég bara upp á nýtt eftir aö búningahönnuöurinn Elín Edda sýndi mér Ijósmynd. Nú finnst mér gervið á mér alveg einstaklega skemmti- legt. Vinir mínir þekkja mig varla á sviðinu fyrr en ég fer að tala. Það er mjög mis- munandi hvernig maöur nálgast hlutverk. Mér reynist best aö finna karakterinn innanfrá en Eija, leikstjóri „Dökkra fiörilda," segir: „Hugsaðu um hvernig þessi manneskja hreyfir sig.“ Þetta minnir svolítiö á Brecht; þar stendur maöur við hliðina á sjálfum sér og skoðar sig um leið. Nú byrja ég semsé ut- anfrá en að sjálfsögöu tölum við líka mikið um andlegu hlið persónunnar.'1 Hanna María kveðst treysta Eiju fullkomlega og telur leikhús- iö heppið aö hafa krækt í hana en sýningar Eiju þykja búa yfir mjög persónulegum, sjónrænum stíl. Hefurðu tíma fyrir önnur áhugamál en leiklistina? „Hún fyllir sjálfsagt upp í 90 prósent en ég kynntist aöra. Það hefur heldur betur hestum fyrir nokkrum árum breyst, í dag elska ég að og hef verið að ríða út. Við knúsa fólk. í Leiklistarskól- Sigurborg eigum þrjá hesta anum veltumst við saman en síöastliöiö sumar fór ég sveitt og yndisleg, í leikfimi tvisvar á bak og slasaði mig og spuna - það var alger- í bæöi skiptin. Rústaði á mér lega nýtt fyrir mér og ég var hnénu í fyrra skiptiö og rif- svo feimin við þetta fyrst. beinsbrotnaöi í það seinna. Mér fannst það eiginlega Ég var að teyma hest sem óþægilegt - en svo opnaðist lét eitthvað illa og ég er svo bara eitthvaö innra með mér. þrjósk, að í stað þess að Ég er svo þakklát fyrir að sleppa, lét ég hann kippa hafa farið inn á þessa braut mér af baki,“ segir Hanna. af því aö ég ætlaöi aldrei að Þær Sigurborg fóru líka í þora. Mig var búið aö heimsreisu í hittiðfyrra, sem dreyma um þetta í mörg ár hófst í Ástralíu þar sem þær en þaö tók mig svo langan áttu heimboö í Sidney. „Viö tíma aö taka stóru ákvörðun- i hiutverki flugum um alla Ástralíu og ina.“ geósjúki- fórum i alls konar ævintýra- Hanna María lítur svo á að ím'iii ferðir — safariferöir inn í eyöi- hlutverk leikarans sé að fá svörtú'fiðr- mörkina, siglingar á skútum fólk til að hlæja og gráta iidanna. og köfuðum í skerjagarðin- meö sér - eða hlæja að sér. Þetta er um.“ Eftir það var haldiö til Næmnin og móttækileikinn Fiji-eyja, síöan til Hawaii og fyrir tilfinningum annarra jö hiutverk. svo til vesturstrandar Banda- geta valdiö erfiðum tilfinn- Það er ekki ríkjanna. ingastrengjum en dýptin og stórt, en forvitnin á tilfinningasviðinu |rjftarle9a gera meira en aö bæta þaö jr Hanna^9 upp. María. Þú segir aö leiklistin hafi Viturt fólk hefur haldiö því gert þíg aö betri manneskju. fram um margra alda skeið Hvernig? aö lífið sé gert bæöi úr Ijósi „Ég var afskaplega lokuö og skugga og aö einungis og t.d. ekki mikið fyrir þaö að kjánar telji því öðruvisi hátt- fólk snerti mig og fannst ég að. Og hún Hanna María er hafa litla þörf fyrir að snerta enginn kjáni. □ 2. TBL. 1995 VIKAN 9 LEIKLIST
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.