Vikan


Vikan - 20.02.1995, Page 16

Vikan - 20.02.1995, Page 16
Draugar eru sá hópur dáinna manna sem fyrir einhverjar sakir ganga aftur. Þetta er allstór og mislitur hópur, s.s. svipir, afturgöngur vofur, fylgjur, gangárar, staðárar og uppvakningar. Hér verður orðið draugur einungis notað um afturgöngur og uppvakninga en þeir eru sá hópur framliðinna sem er hvað fyr- irferðarmestur og hættulegastur. Þeir eru aðgreindir frá öðrum hópum framliðinna á því að draugar er líkamlegir og bundnir við jörðina. Þeir svífa ekki í lausu lofti eða fara í gegnum veggi. Fylgjur, svipir og vofur eru loft- eða draumkenndar verur og virðast ótengdar efnislíkamanum. Þeim verða ekki gerð skil hér umfram það sem nauðsynlegt er til að varpa Ijósi á drauga, þótt þess megi geta að draugar hafa komið fram í öllum þess- um myndum. Megin áhersla verður lögð á afturgöngur og upp- vakninga. Reynt verður að sýna fram á tengsl þeirra við jarð- líkamann og þá staðreynd að draugar hafa dofnað og eru að líkjast meira hinum loftkenndu frændum sínum. TEXTI: JAFET MELGE MYNDIR: ÓMAR STEFÁNS- SON ALMENNTUM DRAUGA Eiginlegir draugar skiptast í tvo hópa, þ.e. afturgöngur og uppvakninga. Afturganga er draugur sem fer á kreik af sjálfsdáðum en uppvakning- ur er aftur á móti sá sem fyrir tilstuðlan annars manns eða manna er hrifinn úr gröf sinni til einhvers konar þjónustu. Þessir draugar eru nefndir sendingar. Báðar þessar gerðir drauga eru tengdar voru ritaðar og urðu til þess að þjóðsögum var safnað á síðustu öld. Einkum verður óttans vart í sögum sem greina frá því er setið var yfir líkum og saumað utan um hinn látna og lík hans búið til greftrunar."3 En þó að afturgöngur liggi kyrrar á líkbörunum þá eru þær með fullri meðvitund og geta látið í sér heyra, eins og sá sem sagði: „Skemmti- legt er myrkrið." Það er svo dauðu gangi allir úr gröfum sínum á nýársnótt, og er það kallað að „kirkjugarður rísi.“ Hinir framliðnu koma þá upp í líkblæjum, ganga til kirkju og halda messugjörð og hverfa síðan.“2 Sagt er að grafir þeirra standi opnar meðan á þessu stendur. Má á þessu sjá að þeir komast ekki upp í gegn- um jarðveginn. í öllum kirkju- görðum er vökumaður en svo nefnist fyrsti maðurinn sem jarðaður er í garðinum. Hann tekur á móti þeim sem síðar verða jarðaðir. Því var almennt trúað að vökumenn fúnuðu ekki. Þeir eru sagðir líkir öðrum mönnum en rauðir í framan og ófrýnilegir. Þess eru dæmi að ættingjar hafi veigrað sér við að láta jarða skyldmenni sitt sem fyrsta aðila í nýjum kirkju- görðum til þess að koma í veg fyrir að þeir yrðu að vök- umönnum. Afturgöngur eru Ijósfælnar en uppvakningar geta verið á ferli um bjartan dag. jarðlíkama sínum og koma fram í líkamlegu ástandi. Þjóðtrúin ætlar að sálin sé tengd líkama afturgangna en hitt þekkist einnig að upp- vakningar séu sálarlausir og sálin í himnaríkissælu með- an líkaminn reikar. „Óttinn við að hinn látni gangi aftur virðist ekki hafa breyst mikið frá því að íslendingasögur ekki óhugsandi að menn, sem taldir hafa verið látnir, hafi risið upp á líkbörunum og hreinlega verið drepnir af hræðslu við að þeír væru að ganga aftur. Eins og nærri má geta þá er draugatrú nátengd kirkju- görðum og í þeim er margt á sveimi. „Þess er og getið í munnmælasögum að hinir AFTURGONGUR Eins og fyrr segir þá eru afturgöngur draugar sem risu úr gröf sinni af sjálfsdáð- um. „Verulega rammar aftur- göngur ganga aftur í andlát- inu sjálfu, en margar þeirra liggja kyrrar, þangað til búið er að jarða þær, ef þær geta.“4 Þeir, sem helst gengu aft- ur, voru menn sem áttu miklu heimsláni að fagna og gátu illa skilið sig frá því eftir dauðann. Einnig hráblaut börn sem borin voru út jafn- skjótt og þau skruppu í heiminn. En það eru þó ýms- ir aðrir sem gengu aftur, s.s. þeir, sem létust með voveif- legum hætti, og segja sumir að þeir séu á sveimi svo lengi sem þeim var ætlað að lifa, þeir sem þótti fara illa um sig í gröfinni og ýmiss konar illmenni. Galdramenn þóttu mjög varasamir og þurfti oft að beita brögðum svo að þeir gengu ekki aftur. Flestar afturgöngur eru þó hrein fúlmenni sem ganga aftur af heift og hefndarhug. „Gat þá verið um að ræða fyrirfram gerða áætlun, heit- ingu eða þá að eitthvað hafði verið hinum látna svo kært að hann hafði fyrir þá sök ekki frið í gröf sinni.“3 Dæmi um afturgöngur að þessari gerð eru (m)aura- púkar sem elskuðu fé sitt svo mikið að þeir gátu ekki skilið sig við það. Stundum virðast þeir nauðugir að vitja um fé sitt og einn draug- ur vitjaðist vini sín- um og bað hann í öllum bænum að losa sig undan þess- ari ánauð. En í flest- um tilfellum verja þeir féð að fullum krafti. „Ef menn geta tafið fyrir fédraugum, þangað til dagar, verða þeir að sleppa þeim, því að ekki geta þeir þá lengur verið ofan jarðar, þeir verða þá að fara í gröf sína. Á þeim sögum er einna áþreifanlegast, hve aftur- göngur eru líkamlegar, því að svo er að sjá, sem það sé beinlínis líkið sjálft, sem gengur lifandi aftur, og lík- amleikinn kemur bezt fram í þessu heljarafli, sem draug- um er eignað, þvf að aflið er hið sama hjá afturgöngum 16 VIKAN 2.TBL. 1995

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.