Vikan


Vikan - 20.02.1995, Qupperneq 19

Vikan - 20.02.1995, Qupperneq 19
og vökva með því tungu draugsins. Nú hefjast slags- málin við drauginn; menn eru ekki á einu máli um það hvor ræðst á hvern en hafi draugurinn hann undir þá dregur hann særingarmann- inn niður í gröfina með sér. Hafi særingarmaðurinn betur er draugurinn skyldugur til að þjóna honum. Karlar, sem vaktir eru upp, nefnast Mór- ar en kvenmenn Skottur. Þeir uppvakningar, sem særðir eru upp áður en líkið nær að kólna, þykja ramm- astir og verstir viðureignar. Það verður einnig að sjá þeim fyrir mat því þeir þurfa að nærast eins og lifandi menn."2 írafellsmóra var skammt- aður matur eins og öðru fólki enda er talið víst að hann hafi ekki verið með öllu dauður þegar hann var magnaður. Irafellsmóri virð- ist enn vera á ferli því það sást til hans í Belfast á Norð- ur-írlandi ekki alls fyrir löngu! VARNIR GEGN DRAUGUM „Þegar menn höfðu and- varpað þrisvar á banaleg- unni mátti telja víst að sálin hefði yfirgefið líkamann. Þá þótti vissara að taka skjáinn úr glugganum, sem næstur var líkinu, til þess að sálin kæmist út. Setja varð skjá- inn síðan öfugan í aftur til þess að sálin gæti ekki snúið til baka. En það er aldrei víst að nokkur maður sé svo ai- dauður að hann geti ekki gengið aftur. Það var trú manna að eitthvert líf eða einhver hluti sálarinnar leyndist með líkinu að minnsta kosti fyrst um sinn eftir dauðann. „Ef hinn dauði vildi fyrir einhverjar sakir leita á sínar gömlu slóðir var nauðsynlegt að gera honum erfitt fyrir. Fyrst og fremst þarf að loka augum dáinna manna, til að þeir geti ekki séð. Þetta kallast nábjarg- ir“5 Draugar eiga ekki að geta farið aðra leið frá gröf sinni heim en þá sömu og þeir voru fluttir. Þess vegna voru lík borin með fæturna á und- an. Þá sér hinn dauði ekki aftur fyrir sig og ratar ekki heim. Þess eru dæmi að brotin hafi verið göt á hús- gafla og hlaðið í aftur jafn- skjótt og borið hafði verið út. í Egils sögu segir frá því að Egill Skallagrímsson hafi lát- ið rjúfa vegg og bera föður sinn þar út af hræðslu við að hann gengi aftur. Og ekki er nema rúm öld síðan sá siður lagðist að fullu af, að hring- snúa líkkistunni til þess að rugla hinn dauða í ríminu. Talið var að mun hægara væri að yfirbuga afturgöngur en uppvakninga og sjaldnast tókst að sigra þá að fullu. Líftími drauga er eitthvað á reiki. Sumir segja hann vera 120 ár, þá magnast þeir fyrstu 40 árin, standa í stað í 40 og dofna síðustu 40 árin. Aðrir segja hann vera 300 ár eða að hann fylgi í 9 ættliði. „Þegar draugar eru orðnir gamlir, verða þeir sumir mjög farlama og enda búnir að ganga undan sér fæturna upp að hnjám, [.......]. Þetta bendir enn á, hvað þjóðtrúin gerir þá líkamlega."5 Það var talið gott að bera grájurt, öðru nafni fjanda- fælu (Omalotheca norveg- ica), milli brjóstanna eða í höfuðfati. Tilvalið var að brenna surtarbrand eða grafa hann í gólf þar sem reimt var. Talið var heillaráð að steypa hlandi yfir drauga og höfðu margar kerlingar koppinn sinn með einhverj- um leka f við rúmið, svona til öryggis. Björn Halldórsson (1724-1794) í Sauðlauksdal taldi að best væri að spýta duglega frá sér og snúa svo að þeim rassinum og reka duglega við. Þá þótti gott að skjóta á þá með silfurhnöpp- um en þar sem þeir voru ekki á hvers manns færi þá mátti allt eins notast við lambaspörð eða rekla af grávíði (Salix callicarpaea). Ef draugar voru mjög magnaðir þá gat reynst nauðsynlegt að grafa upp líkið og reka nagla í iljar þess eða þá höggva af því höfuðið og leggja það, ef mér leyfist að orða það svo, þannig að nefið snúi til Saur- bæjar. í þjóðsögum má finna eftirfarandi sögu um það þegar verið var að sauma ut- an um Finn galdramann: „[. . . .] hann var svo forn og illur í skapi að allir voru hræddir við hann. Þegar hann dó vildi enginn, hvorki karl né kona, verða til þess að líkklæða hann og sauma utan um hann. Þó varð kvenmaður einn til þess að reyna það; komst hún ekki nema hálfa leið og varð vit- stola. Þá gaf önnur sig til og gaf hún sig ekki að því hvernig líkið lét. Þegar hún var nærri búin sagði Finnur: „Þú átt eftir að bíta úr nálini.“ Hún svaraði: „Ég ætlaði að slíta, en ekki bíta, bölvaður,“ sleit hún síðan nálina frá, braut hana í sundur og stakk brotunum í iljar á líkinu.“2 Einnig eru þess dæmi að menn hafi kveðið niður drauga með góðri vísu eins og Sigurður Gíslason í sög- unni, Maður og draugur kveðast á, í þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfús- sonar: Kveð ég þig nið- ur í krafti hans er krossinn bar á baki. Allar hallir and- skotans opnar við þér taki.6 „Engir eða fáir draugar voru svo rammir, að þeir stæðust, ef kveðin var Lilja eða Bamaber."5 Allra best var þó að grafa upp lík- ið og brenna það til ösku. NIÐURLAG Af framan- greindu má sjá að trú manna á drauga hefur verið almenn og fáir dregið til- veru þeirra í efa. Menn hræddust drauga og fundu allskonar ráð og aðferðir til að verjast og sigr- ast á þeim og líkama þeirra. Draugar slógust við menn, drápu skepnur og áttu jafn- vel börn með mennskum konum. Varnir gegn draug- um beinast nær eingöngu að líkama þeirra, t.d. með því að reka nagla í iljarnar á þeim eða þá að brenna líkið. Af þessu má sjá að draugar eru bundnir jarðlíkama sín- um. „En sannast er það að segja, að hin forna, heiðna draugatrú hefir undralitlum breytingum tekið allt fram undir vora daga, en nú á síð- ustu mannsöldrum hafa flestir hinna römmu, fornu drauga dáið út að mestu eða orðnir að meinlitlum slæðingi og engir nýir komið í þeirra stað, nema meinlitlir svipir."5 Draugatrú hefur tekið þá stefnu nú í seinni tíð að draugarnir virðast ótengdari jarðlíkamanum. Þeir eru farnir að líkjast meira vofum, vofum sem svífa um stofur og ganga, eða þá að þeir hrella menn á næturrúnti við Geitháls eða Stapann. Draugar eru ekki lengur fast- ir fyrir og líkamlegir, þeir eru hættir að ríða húsum, drepa skepnur og barna konur. Þeir virðast smátt og smátt vera að þynnast upp, verða að gufu og hverfa. HEIMILDASKRÁ 1) Halldór Pétursson. 1962. Ævisaga Eyja- sels-Móra. Reykjavík, (safoldarprentsmiðja h.f. 2) Jón Árnason. 1961. íslenskar þjóðsögur og ævintýri I. Reykjavík, Þjóðsaga. 3) Jón Hnefill Aðalsteinsson. 1988. íslensk þjóðmenning VI. Reykjavík, Þjóðsaga. 4) Jón Þorkelsson, 1899. Þjóðsögur og munn- mæli. Akureyri, Prentverk Odds Björnsson- ar. 5) Jónas Jónasson frá Hrafnagili. 1961. Is- lenzkir Þjóðhættir. Reykjavík, ísafoldaprent- smiðja h.f. 6) Sigfús Sigfússon. 1982. íslenskarþjóðsögur og sagnir II. Reykjavík, Þjóðsaga. 2. TBL. 1995 VIKAN 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.