Vikan - 20.02.1995, Blaðsíða 32
RAÐLEGGINGAR
hávaða prófaðu þá að nota
eyrnatappa.
HEITT BAÐ GERIR ÞIG
SYFJADA
Eitt besta ráðið við svefn-
leysi er heitt bað. Og ákjós-
anlegt hitastig er 37°. Þér
líður vel og þú verður af-
slöppuð.
HREYFING - BETRI
NÆTURSVEFN
Þeir, sem hreyfa sig mikið,
sofa vel.
HROTUR
Margir þeir, sem hrjóta,
eru of feitir karlar. Því þyngri
sem þeir eru því líklegra er
að öndunarvegurinn leggist
saman. Og þeir, sem hrjóta,
hrjóta aðallega þegar þeir
liggja á bakinu. Vínandi og
reykingar geta líka verið
ástæða fyrir hrotum. Makar
þeirra, sem hrjóta, eru síður
en svo ánægðir með þessi
leiðinlegu hljóð. Þeir geta
því brugðið á það ráð að
nota eyrnatappa.
HRÆÐSLA - VIÐ AÐ
SOFNA EKKI
Það versta er ekki að liggja
andvaka. Heldur hræðslan
við að sofna ekki. Hræðslan
er trygging fyrir slæmum og
órólegum svefni. Kannski
hugsar þú sem svo í hádeg-
inu að næstu nótt munir þú
sofa illa. Og þess vegna er
næstum því öruggt að þú
munir liggja andvaka. Þegar
þú hugsar þannig setur þú
sjálfa þig í sálræna pressu.
Sálfræðingar segja að það
gerist sem við segjum að
muni gerast. Þess vegna
skaltu ekkert vera að hugsa
um næstu nótt.
KRAMPAR í FÓTUM
Krampar í fótum á næt-
urnar geta verið afleiðing
þess að líkamann skorti
magnesíum. Um er að ræða
sársaukafulla vöðvasam-
drætti sem geta komið þegar
fólk er í fasta svefni. Ef þú
færð krampa á næturnar
skaltu prófa að borða hnetur,
ost, sojabaunir og gróft
brauð. Þessar fæðutegundir
verða líkamanum úti um
magnesíum. Of mikill vín-
andi getur einnig verið
ástæða fyrir krampa í fótum.
LYF
Kaffi, vínandi og tóbak
geta truflað nætursvefn.
Drekktu í hófi og vendu þig
ekki á kvöldkaffi. Örvandi
áhrif kaffisins geta nefnilega
varað stundum saman. Þeir,
sem taka svefnmeðul, ættu
ekki að taka þau lengi. Það
virðist vera fjarstæðukennt
en svefnmeðul gera ekki allt-
af gagn. Það hefur komið í
Ijós að í fyrstu hafa þau
áhrif. Þau minnka hins vegar
eftir tvær vikur og að lokum
missa lyfin áhrifin. Vægari
svefntruflanir er stundum
hægt að meðhöndla með
náttúrumeðulum. Humall, hun-
ang og kryddbaldursbrá hafa
til dæmis góð áhrif á þá sem
þjást af svefnleysi.
FINNDU 6 VILLUR
MARTRÖÐ - HRÆÐSLA
í UNDIRVITUNDINNI
Martröð er hvorki hættuleg
né óeðlileg. Flestir hafa ein-
hvern tímann vaknað upp í
svitabaði eftir martröð. Og
það er líklegt að í undirvit-
undinni eimi enn eftir af
hræðslu við eitthvað sem
tengist fortíðinni; hvort sem
það gerðist fyrir nokkrum
dögum eða mörgum árum.
Eitt getur þú gert. Þegar þú
ert vakandi skaltu breyta
draumnum. Ef þig dreymir til
dæmis alltaf sama drauminn
þar sem þú ert í flugvél sem
er að hrapa ímyndaðu þér
þá að flugferðin endi vel.
Sjáðu fyrir þér farsæla lend-
ingu nokkrum sinnum í viku.
í flestum tilfellum hættir fólk
að fá martröð eftir nokkra
mánuði með þessari aðferð.
MIÐDEGISLÚR
Margir dotta fyrir framan
sjónvarpið og það getur
komið niður á nætursvefnin-
um. Sittu því í sófanum og
Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda
•jejueA jn|oj jæAi
•9 jnuoddop uuiqjo je uu|||!J0Jl -g -jegeu jsjæj jnjeij u|Qjnijsjn>|S|ja 'p 'JejueA uuesse>|
-JS9d '£ ‘jsAejq jnjeq jeujnuijg z ‘OlJJoq je Queujnusnn 'l qsAejq ejeq iqijjb unejjijjg
32 VIKAN 2. TBL. 1995