Vikan - 20.02.1995, Side 41
JONA RUNA SKRIFAR
. SLUÐUR
NAGRANNANNA
EITRAR
EINKALÍF MITT
ILLGIRNI OG RÆTNI
Við vitum flest hvað
það er sárt að verða
fyrir illu umtali og
óréttmætu, jafnvel þó í litlum
mæli sé. Við getum farið
mjög illa út úr því þegar t.d.
nágrannar, vinnufélagar og
aðrir koma röngum sögu-
sögnum af stað um okkur.
Slúður er varhugavert og
hlýtur alltaf að valda sárs-
auka og misskilningi. Sér-
staklega þó ef um er að
ræða ósmekklegar sögur
sem eru bæði illgirnislegar
og rætnar.
VINNUMISSIR OG
ÖNNUR ÓÞÆGINDI
Við svörum að þessu sinni
bréfi frá þriggja barna ein-
hleypri móður sem er bók-
staflega lögð í einelti af ná-
grönnum sínum. Þeir hafa
rægt hana og slúðrað um
hana þannig að bæði börnin
hennar og hún hafa orðið
fyrir miklum óþægindum af,
bæði heima og að heiman.
Konan er rétt undir þrítugu
og vill kalla sig Birnu. „Eg
vildi mikið til vinna til að
geta komist hjá því að vera
stöðugt á milli tannanna á
nágrönnum mínum. Þeir
hafa þegar spillt fyrir mér
á tveim vinnustöðum með
óhróðri og slúðri. Ég er
meira að segja hrædd um
að missa þriðju vinnuna út
af kvikindislegri umfjöllun
þeirra um mig og mína
persónu við þá sem bara
vilja hlusta,“ segir Birna
áhyggjufull.
ÍITREKAÐ
KYNFERDISLEGT
ÁREITI
„Ég er einstæð og á
börnin mín með þrem
mönnum. Það er aðal-
ástæða þess að ég er álitin
vera lauslát og lélegur kar-
akter.“ segir Birna og getur
þess jafnframt, að hún sé
búin að búa með tveim
mönnum síðan yngsta barn-
ið hennar var þriggja ára. “
Það er eins og þetta fólk
hafi ekkert annað að
hugsa um en mig og börn-
in mín og það hvað við er-
um nauðaómerkileg í
þeirra augum. Við verðum
fyrir aðkasti af engu tilefni
og ég hef orðið fyrir grófu
kynferðislegu áreiti á
göngum stigagangsins.
Tveir karlmenn, sem búa
hérna, líta greinilega á mig
eins og hóru. Annar spurði
mig hvort hann mætti ekki
koma inn til mín og ræða
við mig eina um mál sem
við hefðum bæði áhuga á.
Þetta gerðist eftir að hann
hafði setið fyrir mér á
stigapallinum við íbúðina
mína og þvingað mig upp
að vegg og kysst mig
ítrekað á mjög nærgöngl-
an og ósæmilegan hátt,“
segir Birna og vanlíðan
hennar er mikil.
BÖRNIN NIÐURLÆGÐ
OG SÆRÐ
Hún segir að börnin henn-
ar séu undir sífelldri pressu
vegna þess að allir í húsinu
sem þau búa í séu sífellt að
gefa þeim auga og kenna
þeim um allt sem aflaga fer í
hverfinu. Þau fá líka að
heyra það að mamma þeirra
sé slæm og liggi undir hverj-
um sem er. Börnin í stiga-
ganginum kvelja þau og full-
orðna fólkið, með einni und-
antekningu þó, er tilbúið til
að segja við þau kvikindis-
lega hluti og gera þeim erfitt
fyrir með dónaskap og öðr-
um andstyggilegheitum.
Börnin eru mjög vansæl
vegna þessa og segir Birna
að sjálfsvirðing þeirra hafi
minnkað að mun frá því sem
áður var. Þau eru bæði nið-
urlægð og særð.
RÉTTLÁT REIÐI OG
MÖGULEGAR VARNIR
„Ég spyr þig kæra Jóna
Rúna, er eðlilegt að fólk
hagi sér svona? Hvernig
getur maður varist slúðri
og illgirni annarra. Á ég að
flytja úr blokkinni? Mér líð-
ur illa og ég er mjög reið
út í þetta fólk og langar til
að vita hvort fólki hefnist
ekki fyrir svona framkomu
við aðra? Hvaða áhrif
heldur þú að þetta ástand
hafi á börnin mín og fram-
tíð þeirra? Mennirnir, sem
hafa reynt við mig hérna
heima hjá okkur, eru báðir
giftir. Finnst þér að ég ætti
að segja konunum þeirra
frá framkomu þeirra við
mig? Á ég ekki rétt á að
einkalíf mitt sé virt af
ókunnugum? Hvernig get
ég best varið börnin mín
fyrir þessum ófögnuði?".
ÓDRENGILEG
UMFJÖLLUN
Vissulega verður að viður-
kennast að við eigum flest
erfitt með að verjast ómak-
legum árásum annarra að
persónu okkar og einkalífi.
Við getum ekki í raun komið
í veg fyrir að aðrir slúðri um
okkur og láti sér fátt um finn-
ast þótt umfjöllunin sé bæði
særandi og móðgandi fyrir
manngildi okkar. Auðvitað
eigum við þann rétt öll að fá
að eiga einkalíf okkar í friði
fyrir árásum annarra. Við vit-
um það öll að við eigum ekki
að fjalla ódrengilega um
aðra og fjarstadda, svo ein-
falt er það.
Það er ekkert sem réttlætir
það að verið sé að slúðra um
okkur með það að markmiði
að gera okkur tortryggileg og
lítilsigld í augum annarra.
ÓÞÆGILEGT ÁSTAND
OG FLÓTTI
Birna spyr hvort æskilegt
sé að hún flytji úr blokkinni
sem hún býr í núna vegna
áreitisins sem hún og fjöl-
skylda hennar verða fyrir
nánast daglega. Það er eng-
in sérstök ástæða til að
hvetja hana til að rífa sig og
börnin upp með rótum og
velja að flýja þá sem eiga
greinilega heilmikið vantalað
við sinni innri mann. Auðvit-
að er ástandið óþægilegt fyr-
ir börnin, en það er ekkert
sem segir að þótt þau flyttu
biði þeirra eitthvað bærilegra
andrúmsloft samskipta, þótt
í nýju umhverfi væri.
2.TBL. 1995 VIKAN 41
SÁLRÆN SJÓNARMIÐ