Vikan - 20.03.1995, Page 15
HÁVÆR MEÐ
EINDÆMUM
Strax í æsku var Heimir
mikill fótboltakappi og þrátt
fyrir að heimili hans hafi
verið í tvö hundruð metra
fjarlægð frá fótboltavellin-
um heyrðust öskrin í hon-
um alla leið; þrátt fyrir að
hann væri að leika með
tuttugu jafnöldrum sínum.
„í raðhúsinu bjó strákur
sem er virtur lögfræðingur í
dagl'Hann var ofboðslega
duglegur að læra. Hann var
líka mjög skemmtilegur og
var oft úti að leika með
okkur. En þegar hann var
að læra heyrði hann oft
öskrin í Heimi og hann hót-
aði margoft að ganga frá
honum ef hann þagnaði
ekki.“
Foreldrarnir eignuðust bíl
þegar Jóna Dóra var tíu ára
og eftir það var farið út á
land í sumarfrí á hverju ein-
asta ári. Einhverju sinni
skrapp fjölskyldan austur á
Þingvöil. „Við gátum verið
alveg rosalega andstyggi-
leg,“ segir Jóna Dóra. „Við
gerðum okkur enga grein
fyrir því hvað við vorum að
gera. Við Heimir fórum í
göngutúr um klettana og
ákváðum að hann skyldi
hlaupa til baka og segja að
ég hefði dottið niður. Ég hef
þá verið svona ellefu ára
og hann sex. Eftir þetta
vorum við tekin rosalega í
gegn vegna þess að
mamma og pabbi komu al-
veg miður sín þangað sem
ég lá. Ég man að mamma
var hálf grátandi þegar hún
kom að mér liggjandi fyrir
neðan klettana."
ÁKVEÐINN UNGUR
MADUR
Þrátt fyrir að heimilið
væri í nokkurra metra fjar-
lægð frá Bústaðakirkju
fermdust eldri bræðurnir og
Jóna Dóra í Dómkirkjunni
hjá séra Óskari Þorláks-
syni. Það gerði Heimir hins
vegar ekki. „Heimir fermd-
ist hjá safnaðarprestinum
okkar, séra Ólafi Skúlasyni.
Við hin vorum hins vegar
svo trú mömmu og pabba
og gerðum eins og þau
sögðu. Séra Óskar hafði
nefnilega verið presturinn
þeirra. Heimir var hins veg-
ar ákveðinn í að fermast í
Bústaðakirkju þrátt fyrir að
pabbi hafi einhvern tímann
sagt að hann mundi þá ekki
vera viðstaddur ferming-
una. Pabbi hafði ekki einu
sinni haft nein kynni af séra
Ólafi. En auðvitað mætti
pabbi í ferminguna.“
Aðra reglu, sem gilti inn-
an fjölskyldunnar, braut
Heimir. Systkinin ólust upp
við kommúnisma en afi
þeirra, sem bjó, ásamt
ömmunni, á heimilinu í 20
ár, var hægrisinnaður. „Það
kastaðist stundum í kekki á
milli pabba og hans. Heimir
ákvað að fylgja afa í pólitík-
inni á unga aldri. Það fór
ofboðslega ( taugarnar á
mér. Ég vildi vera trú þeirri
stefnu sem við höfðum alist
upp við. Mér fannst hún
vera hið góða; hin stefnan
var af hinu illa. Og Heimir
gekk í Heimdall. Ég veit
ekki hvers vegna; kannski
var hann að storka pabba.
Ég man að pabbi var alveg
miður sín og hélt að honum
hefði mistekist í uppeldinu.
Ég varð ofsalega reið út í
Heimi. Mér fannst hann
hafa svikið pabba. í dag er
hann kominn inn á sömu
línu í pólitík og ég. Það er
langt síðan það gerðist;
kannski hefur það alltaf
verið þannig.“
ORÐINN
MÓDURBRÓÐIR
Þegar Jóna Dóra kom
heim af böllum spurði
Heimir hvaða stráka hún
hefði hitt. Hann var mjög
spenntur fyrir því að hún
hitti einhverja fræga fót-
bolta- eða handboltaleik-
menn; í því skyni að fá
sjálfur eiginhandaráritanir.
„Einhvern tímann var vin-
kona mín að slá sér upp
með einum af okkar þekkt-
ustu knattspyrnumönnum.
Þá vorum við bara sautján
ára. Ég sá til þess að hann
kæmi heim - Heimis
vegna. Og hann fékk eigin-
handaráritun. Það er ekki
hægt að segja annað en að
maður hafi lagt ýmislegt á
sig fyrir hann.“
Frumburðinn, sem nú er
látinn, eignaðist Jóna Dóra
þegar hún var tvítug. Hún
bjó þá enn í foreldrahúsum
en flutti þegar hann var
þriggja vikna. Á milli Heim-
is og drengsins myndaðist
mjög sérstakt samband og
þeir voru mjög nánir.
„Heimir ól hann upp í músík
frá því hann var þriggja
mánaða. Þá lá hann á
maganum á Heimi, enda
reyndist hann seinna meir
vera mikið fyrir íþróttir og
músík. Þeir voru miklu
meira sem bræður en
frændur. Það var náttúr-
lega ómetanlegt að eiga
svona bróður."
BREYTING TIL
BATNAÐAR
„Heimir var mjög heilbrigð-
ur unglingur. Hann spáði til
dæmis ekki í föt. í hans aug-
um voru föt bara nauðsyn.
Hann sagði frá því ef hann
vantaði buxur eða skyrtu.
Mamma fór þá í Hagkaup
eða eitthvert þar sem hægt
var að fá ódýr föt. Og ef fötin
pössuðu gekk hann i þeim.
Það skipti ekki máli hvernig
þau litu út. Ekki fyrr en hann
varð sextán ára. Þá gerðist
eitthvað. En ég veit ekki
hvað. Áður hafði ég verið að
segja við hann að hann
mundi aldrei ná sér í stelpu
og að hann væri eins og
hálfviti til fara. Ég hafði svo
miklar áhyggjur af því að
hann yrði einhver hallæris-
gaur. En þegar hann varð
sextán ára fór hann að velja
sín föt sjálfur og var, og er,
einstaklega smekklegur."
Á þessu tímabili ákváðu
Heimir og Gummi, vinur
hans, að skoða heiminn og
skreppa til útlanda. Þeir voru
búnir að safna lengi fyrir
ferðinni og fóru til Græn-
lands. Þar voru þeir í viku.
„Þeir sögðu að áður en þeir
færu að skoða stórborgirnar
þyrftu þeir að upplifa náttúr-
una.“
MIKILL
FIÖLSKYLDUMAÐUR
Sem krakka dreymdi
Heimi um að verða flugmað-
ur þegar fram liðu stundir.
Ekkert varð úr þeim áform-
um og eftir stúdentspróf frá
Menntaskólanum við Sund
settist hann á skólabekk í
Háskóla íslands. Þar lærði
hann um viðskipti í eitt ár.
Skólagangan varð ekki
lengri. Sem barn talaði hann
oft um að hann ætlaði að
verða ríkur. Þó að sá draum-
ur hafi ekki ræst kemst hann
vel af. í gegnum tíðina hefur
hann verið íþróttaþjálfari og
blaðamaður auk þess að
vera atvinnumaður í knatt-
spyrnu í Hollandi.
í dag starfar Heimir sem
íþróttafréttamaður hjá Sjón-
varpinu. „Hann er mikill fjöl-
skyldumaður,“ segir Jóna
Dóra. „Honum nægir starfið,
konan og börnin sem eru
þrjú talsins. Hann virðist ekki
þurfa neitt meira. Hann hefur
aldrei verið mikið fyrir að
skemmta sér, hann smakkar
varla vín og reykingar hafa
alltaf farið í taugarnar á hon-
um.“ Þessi prýðismaður er
hins vegar fljótur upp ef hon-
■ Sem krakki var
Jóna Dóra nokkuð
glaðlynd og
nlóturmild og frekja
ef því var að skipta.
■ Jóna Dóra var eina
dóttirin ó heimilinu
og þar af leiðandi í
sérstöku uppóhaldi
hjó föður sínum.
■ »Þegar hún kom
fyrst með Guðmund
Arna leist honum
ekkert ó hann. . ."
■ Jóna Dóra var
mikill nómshestur og
hafði ekkert fyrir
því að læra.
um mislíkar eitthvað. „Maður
verður að passa sig. En
hann er líka fljótur niður. Ég
vara mig á því ef það er eitt-
hvað sem gæti hugsanlega
gert hann brjálaðan. Þá
sleppi ég því frekar að tala
við hann því ég nenni ekki
að standa í svona upphlaup-
um. En hann erfir aldrei neitt
við mann. Hann er ofsalega
skemmtilegur og mikill húm-
oristi. Hann er alltaf tilbúinn
að sjá húmor í öllu. Þetta er
bara fínn bróðir sem ég á.TJ
3. TBL. 1995 VIKAN 15
BERNSKUMINNINGAR