Vikan


Vikan - 20.03.1995, Page 21

Vikan - 20.03.1995, Page 21
og Robert Zemeckis varð- andi myndina „Forrest Gump“ en þau tók ég síðast- liðið haust í Norður-Frakk- landi. Myndin hefur nú verið útnefnd til Óskarsverðlaun- anna sem besta mynd árs- ins, Tom Hanks sem besti karlleikarinn í aðalhlutverki, Uma Thurman mætti með dökk sólgleraugu á fund blaöamanna í Cannes. Robert Zemeckis sem besti leikstjórinn, auk þess fékk myndin ellefu aðrar tilnefn- ingar til Óskarsverðlauna, eða þrettán alls. Breska kvikmyndaaka- demían hefur einnig útnefnt „Forrest Gump“ til verðlauna sem bestu myndina, Hanks sem besta karlleikarann og Zemeckis sem besta leik- stjórann svo eitthvað sé nefnt. Hefur myndin verið sýnd í Sambíóunum og Há- skólabíói. Ég talaði við Krzysztof Kieslowski í Cannes en hann hefur nú verið útnefnd- ur til Óskarsverðlaunanna sem besti leikstjórinn fyrir myndina „Rouge" eða Rauð- ur. í einu aðalhlutverki henn- ar er Iréne Jacob en hún hlaut Gullpálmann árið 1992 sem besta leikkonan fyrir leik sinn í myndinni Tvöfalt líf Veróníku. Það vildi svo skemmtilega til að ég tók tvisvar sinnum viðtal við hana, fyrst um voriö fyrir Vikuna í Cognac hérað- inu vegna „Rouge“ og síðan sjónvarpsviðtal við hana í Cannes vegna sömu myndar. Breska kvikmyndaaka- demían útnefndi hana sem bestu leikkonu ársins fyrir leik sinn í Rauðum, einnig Kieslowski sem besta leik- stjórann og svo var hann einnig útnefndur fyrir besta upprunalega handritið. Myndin hefur verið sýnd hér á landi í Háskólabíói. Linda Fiorentino sat einnig fyrir svörum hjá mér en Breska kvikmyndaakadem- ían tilnefndi hana sem bestu leikkonu ársins í aðalhlut- verki fyrir leik sinn í myndinni „Last Seduction". Lindu hitti ég á strandhóteli síðastliðið haust í Norður-Frakklandi. Henni fannst hún ekki nógu vel til höfð, hafði verið lasin þannig að hún frábað sér allar myndatökur í það skiptið. Að lokum má kannski geta þess að í Cannes náði ég að hitta „drag“drottningahópinn úr myndinni Priscilla, drottn- ing eyðimerkurinnar sem sýnd hefur verið í Háskóla- bíói. Þarna á baðströndina voru meðal annarra mættir Terence Stamp, sem var út- nefndur af bresku aka- demíunni sem besti karlleik- arinn í aðalhlutverki, og Hugo Weaving sem ég hafði hitt árinu áður vegna mynd- arinnar „Freauds" með Phil Collins í aðalhlutverki. Stilltu drottningarnar sér upp á ströndinni og fékk ég að smella nokkrum myndum af þeim í hinum ýmsu stell- ingum," segir Þorsteinn. DENNIS HOOPER: „Dennis hitti ég í kastala þar sem hann bjó en það tók um hálfa klukkustund að aka þangað. Ég hef lengi kunnað vel að meta Hooper en hann Dennis Hooper og Patricia mæta prúóbúin til hátióar- kvöldveröar. er orðin nokkuð fastur í hlut- verki brjálæðinga. Þeir, sem hann leikur, eru misklikkaðir og sumir geta jafnvel verið það sem kalla má skemmti- lega klikkaðir. Dennis sagði mér að hann væri hættur öllu sukki eins og hann var frægur fyrir og þáði ekki einu sinni af mér eplasafa með gosi í því hon- um fannst hann skuggalega líkur bjór. Hann sagði að allir þeir listamenn, sem hann hefði litið mest upp til hvort sem þeir hefðu verið listmál- arar, rithöfundar, tónlistar- menn eða jafnvel leikarar, hefðu notað meira og minna hin ýmsu vímuefni og þess vegna hefði sér fundist það góð afsökun fyrir sig að gera slíkt hið sama. Þetta hefði hinsvegar keyrt langt úr hófi fram hvaö sig varðaði og því væri hann steinhættur. Hann var með unga og fagra konu upp á arminn, Patriciu að nafni, sem mér gafst tækifæri til að tala við og mynda. Þess má geta að Dennis og Jack Nicholson hafa lengi verið góðir vinir en sá síðar- nefndi hefur einnig verið ið- inn við kolann hvað fíkniefni varðar." SEAN YOUNG: „Sean var í dómnefnd á kvikmyndahátíðinni í Cogn- ac í fyrra vor. Hún er nokkuð aölaðandi kona og sá ég hana reglulega þá sjö daga sem við vorum þarna sam- an. Það gat verið í bíó, mót- töku á daginn eða á veit- ingahúsi á kvöldin. Eg náði að rabba við hana stutta stund og þá barst talið að Hollywood almennt og síðan aðeins að sambandi hennar og leikarans James Woods. Hún er meðal annars fræg fyrir að hafa gefið út þá yfir- lýsingu að vera ekki tilbúin til að sofa hjá leikstjórum til þess eins að fá hlutverk í myndunum þeirra. Vakti þetta mikla athygli vestan hafs og reiði leikstjóra. Hún hefur verið sökuð um að senda James Woods vúdú- dúkkur ásamt því að reyna að gera honum ýmsa skrá- veifu. Það verður að játast vildi ekki taka þá áhæi spyrja James út í ásakanir þegar ég áfi viðtal við hann smstiiðið haust enda var kannski ann- að og mikilvægara/um að ræða. Ég var þess heiðum njótandi að taka snúning með Young eftir galakvöld- verö síðasta kvöld hátíðar- innar.“ Terence Stamp og drottn- ingarnar í Pricillu stilla sér upp fyrir Þorstein á ströndu Cannes. uvEinin ihkaniinu: „Quentin er mjög sérstak- og^slln* ur persónuleiki og öllum, Young bar sem heyrðu til hans í Cann- regiuiega es, er vafalaust í fersku saman' minni sérstæður og skemmtilegur hlátur hans. 3. TBl. 1995 VIKAN 21 KVIKMYNDIR

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.