Vikan


Vikan - 20.03.1995, Qupperneq 22

Vikan - 20.03.1995, Qupperneq 22
KVIKMYNDIR Hann vann við afgreiðslu í myndbandaleigu áður en hann fór að skrifa handrit og búa til kvikmyndir en þær hafa alltaf verið hans ær og kýr. Quentin átti ekki í vand- ræðum með að tala og lét móðann mása. Hann hefur greinilega margt til brunns að bera og sýnir það sig þar sem hann gat safnað þessu stórskotaliði leikara saman sem verður að teljast gott þar sem hann hafði aðeins gert eina mynd áður en hún hét „Reservoir Dogs" og fékk hún mjög góða aðsókn og dóma. Mig langaði meðal annars til að vita hvernig honum fyndist að koma svona snögglega inn í hið sterka kastljós sem athygli almenn- ings er en Quentin hló bara og sagðist ekki eiga í nokkr- um vandræðum með það. Ég stóðst ekki mátið að spyrja hann hvers vegna hann væri í bol með mynd af Fred Flintstone á undir jakk- anum. Svarið var einfalt: „Bolurinn var það fyrsta sem ég sá þegar ég leit í klæða- skápinn," sagði Quentin. Er þetta gott dæmi um hversu alþýðlegur maðurinn er og gefur kannski þeim sögu- sögnum um að hann sé lítið fyrir að hafa sig til byr undir báða vængi - og finnst mér ► Regnbog- inn hefur undanfariö sýnt tvær magnaöar myndir meö Bruce Willis. Á þessari mynd Þor- steins sést leikarinn ásamt leikkon- unni fögru sem leikur aöal kven- hlutveriö i „Color of Night“. Tar- antino varpaöi öndinni léttar þegar hann heyröi aö Friö- rik Þór yrói ekki meó í keppn- inni í Cannes. það bara hæfa persónu hans vel. Tarantino kannaðist vel við mynd Friðriks Þórs, Börn náttúrunnar og sagði að hún hefði sigraö myndina sína „Reservoir Dogs" á kvik- myndahátið í Japan. Hann spurði hvort Friðrik væri með mynd í keppninni í Cannes og varpaði öndinni léttar þegar hann heyrði að svo væri ekki. Quentin er mjög yfirlætis- laus og hress náungi og er vafalaust vel að þeim tilnefn- ingum kominn sem hann hefur hlotið nú og getur maður örugglega vænst góðra hluta frá honum í framtíðinni. Mér finnst eftirminnileg setning sem hann sagði en hún hljóðaði svo: „Ef tíu manns fara á myndirnar mínar þá er nokkuð víst að einhverjum fimm finnst þær óþolandi og hinum fimm finnst þær frábærar."" næturinnar en ég hafði farið og séð brot úr henni þar sem Willis mætti einnig með Jane March sér við hlið. Ég spurði hann að gamni hvort að eiginkonu hans, Demi Moore, væri alveg sama þótt hann væri að leika í svona heitum ástarsenum. „Já, henni er alveg sama. Hún gerir þetta líka og veit að þetta er bara leikur,“ svaraði hann. Það sem þetta „ofurmenni" vissi hins vegar um ísland BRUCE WILLIS: „Bruce er greinilega harður nagli ef svo má að orði kom- ast. Hann hafði rakað af sér allt hárið fyrir myndina Reyf- ara og var kominn með þetta svokallaða Egils Ólafssonar útlit sem fór Willis ekki sem verst. Hann er það sem við getum sagt mjög kraftalega vaxinn og vöðvastæltur og það fann maður þegar við tókumst í hendur. Ég hafði mikinn áhuga á að vita hvers vegna hann hefði tekið þátt í Reyfara sem ekki er dæmigerð mynd fyrir hann. Hún er einnig ódýr á Hollywood mælikvarða og aðeins önnur alvörumynd leikstjórans Quentin Taranti- no. Bruce sagði að sér hefði strax litist vel á hlutverkið og það fyndist sér vera það mik- ilvægasta við kvikmyndaleik - ekki launin. Þess ber að gæta að þeg- ar viötalið fór fram hafði myndin hvorki verið útnefnd til Gullpálmans né Óskars- verðlaunanna. Ég spurði hvort hann væri til í að leika í annarri „ódýrri" mynd með lítt reyndum leikstjóra, litist hon- um á hlutverkið og svaraði hann því strax játandi. Við röbbuðum nokkuð um „Color of Night“ eða Litbrigði var að það væri grænt en að Grænland væri ísi lagt. Hann býr yfir sterkum persónueink- ennum, var í alla staði þægi- legur og hressilegur viðmæl- andi og sagði að lokum að hann langaði til að koma til íslands." JOHN TRAVOLTA: „Það fyrsta sem Travolta sagði mér um leið og ég heilsaði honum var að hann hefði oft komið til íslands. „Hvers vegna?" spurði ég. „Vegna þess að ég á einka- þotu sem ég flýg sjálfur og lendi oft á íslandi á leið minni til Evrópu,“ sagði hann Hann var svartlæddur og var hárið enn tinnusvart eins og það var í „Grease" á sín- um tíma. Mig langaði að sjálfsöðu að vita hvers vegna hann hefði viljað leika í „Pulp Fiction". „Tarantino veitti mér það mikilvæga tækifæri að gera eitthvað allt annað en ég hef verið að fást við gegn- um árin,“ sagði Travolta. „Mér fannst þetta verulega spenn- andi viðfangsefni og vona svo sannarlega að þetta komi til með að veita mér að- gang að betri hlutverkum en þeim sem ég hef haft hingað til. Ef þessi mynd gerir það hefur svo sannanlega veriö Travolta sagóist oft hafa lent í einkaþotu sinni á ís- landi. þess virði að leika í henni." John Travolta hefur verið hagsýnn í fjármálum og það hefur komið fram að hann eyði aldrei af þeim höfuðstól sem hann lagði inn eftir myndirnar „Grease“ og „Sat- urday Night Fever“. Hann virðist ennþá njóta mikilla vinsælda þótt hann hafi ekki verið mikið í sviðs- Ijósinu og það var greinilegt á móttökunum sem hann fékk í Cannes að almenningur er síður en svo búinn að gleyma honum." Samúel reyndist ansi ólíkur þeim karakter sem hann lék í „Reyfaranum". SAMUEL L. JACKSON: „Hann var ansi ólíkur þeim karakter sem hann lék í Reyfara. Þar var hann bæði með hárkollu og barta svo að hann var næstum óþekkj- anlegur þegar hann settist niður til viðtals úti á verönd- inni á sama hóteli og þeir fé- lagar hans í myndinni höfðu gert í fyrri viðtölunum. Samuel á að baki leik í fjölda kvikmynda. Hefur hann meðal annars leikið á móti Eddie Murphy í „Com- ming to America" og „Raw“, einnig á móti Robert De Niro í „Goodfellas“, Harrison Ford í „Patriot Games", í „True 22 VIKAN 3. TBL. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.