Vikan


Vikan - 20.03.1995, Síða 32

Vikan - 20.03.1995, Síða 32
HEILSAN ANDLEG VANLIÐAN ALGENGARI EN E ETI MARGAN GRUNAR fcH 1 ■ ■%. FÆÐINGU einkenni. Og það, sem konan þarf fyrst og fremst, er meiri og betri svefn.“ Marga segir jafn- TEXTI: SVAVA JONSDOTTIR UOSM.: BRAGI Þ. JÓSEPSSON Tæp 25% íslenskra kvenna verða vör við mismikla andlega van- líðan eftir fæðingu. Marga Thome, hjúkrunarfræðingur, Ijósmóðir og dósent í hjúkr- unarfræði við Háskóla fs- lands, hefur rannsakað þessi mál og segir hún að um það bil 14% íslenskra kvenna finni meira eða minna fyrir miklum þunglyndiseinkenn- um eftir barnsburð. Krúttara- legt! Vissu- lega, en fæöingin getur í sum- um tilfellum sett geö- heilsuna úr skoröum. Hér er fjall- aö um fæö- ingar- þunglyndi. „I mörgum ritum er ein- göngu talað um fæðingar- þunglyndi," segir Marga. „En óg vil forðast að tala um alla andlega vanlíðan eftir fæð- ingu sem þunglyndi. í fyrsta lagi vilja konurnar það ekki sjálfar og þær hugsa ekki all- ar um vanlíðanína sem þunglyndi. í öðru lagi held ég að það mundi leiða til þess að boðið væri upp á þröngan kost í meðferð. Og þung- lyndi er meðhöndlað með lyfjum. En þessar konur upp- lifa sérstaka tegund af þung- lyndi og það eru ekki til mörg lyf við því. í rauninni er þunglyndi einungis brot af vandamálinu vegna þess að ýmislegt annað fléttast inn í. Fólk á barneignaraldri er á því tímabili ævinnar þar sem margt gerist. Það er að stofna sambönd, eiga börn og koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þannig að það er mikið álag á fólki. Sýnt hefur ver- ið fram á að hluti af því, sem veldur þessari andlegu vanlíðan, er þetta mikla álag. Ennfrem- ur hefur komið í Ijós að sambúð- arörðug- leikar ágerast við meiri ábyrgð. Svo kem- ur það fólki á óvart hve óvær ungabörn geta stundum ver- ið og hvað það getur verið bindandi að eiga börn. Þannig að þessir þættir geta fléttast inn í. Og ef kona lendir í því að eiga barn, sem sefur illa, þá er það ekki þunglyndi sem þjakar hana heldur þreyta. En þreytan getur ýtt undir þunglyndis- geðrænar breytingar við barnsburð hafi verið kannað- ar með tilliti til breytinga á hormónum. Niðurstöður rannsókna sýna að mismikl- ar breytingar geta orðið á magni hormóna við barns- burð hjá sumum konum og geta þær varað mislengi. Hún segir að óeðlilegar, miklar og langvarandi horm- ónabreytingar geti að nokkru leyti skýrt hvers vegna sum- ar konur hafi tilhneigingu til að verða þunglyndar eftir barnsburð. Félagslegir þætt- ir vega þó þyngra en þeir líf- fræðilegu. SÆNGURKVENNA- GRÁTUR Sængurkvennagrátur er al- mennt miklu algengari en fæðingarþunglyndi og er ekki alvarlegs eðlis. Hann lýsir sér þannig að nýbökuðu mæð- urnar verða mjög viðkvæmar, grátgjarnar og bregðast öðru- vísi við öllu áreiti en áður. Konur verða yfirleitt varar við sængurkvennagrát fyrstu vik- una eftir fæðingu og hjá flest- um lagast hann fljótlega af sjálfu sér. En ef svo er ekki þarf að fylgjast með konunni vegna þess að sængur- kvennagráturinn getur þróast yfir í þunglyndi. Marga segir að á fæðingar- deildum sé eitthvað fylgst með andlegu ástandi nýbak- aðra mæðra. En hún bætir því við að alvarlegri vanlíðan en sængurkvennagrátur komi oft ekki í Ijós fyrr en konurnar eru komnar heim. Og þess vegna þyrfti frekar að fylgjast með andlegri líðan nýbakaðra mæðra á heilsugæslustöðv- um. „Makar kvennanna átta sig ekki alltaf á því að eitthvað er að,“ segir hún. „Þeir finna fyrir því að konan er erfið og hún ásakar maka sinn kannski um margt sem fer úr- skeiðis. En þeir átta sig oft ekki á því að eitthvað sjúklegt geti verið þar að baki.“ FÍLUKÖST, GRÁTKÖST OG KVÍÐI Af þeim 25% nýbakaðra mæðra, sem finna fyrir ein- hverri andlegri vanlíðan eftir barnsburð, upplifir einungis þriðjungur þeirra mjög mikla vanlíðan í langan tíma sem flokkast þá undir þunglyndi. Sumar konur hafa átt við geð- ræn vandamál að stríða áður og finna jafnvel fyrir vanlíðan strax á meðgöngutímanum. En einstaka konur finna fyrir henni strax eftir fæðingu en flestar eftir heimkomu. Ábyrgðin, sem felst í nýju hlut- verki, hellist þá yfir þær. Marga segir að það sé ein- staklingsbundið hvernig van- líðanin lýsir sér. „Ef við erum að tala um mjög væga vanlíð- an, sem konur finna fyrir eftir heimkomu, getur hún falist í fíluköstum eða skapgerðar- sveiflum sem eru kannski sterkari en venjulega. Konan getur líka orðið pirruð eða þjáðst af svefnörðugleikum, grátköstum, óróleika, eirðar- leysi, spennu og kvíða. í verstu tilvikum geta önnur ein- kenni komið í Ijós, eins og hugmyndir um að hafna barn- inu eða gera sér eða barninu mein. Og segja má að konan þjáist af fæðingarþunglyndi þegar einkennin eru orðin svona svæsin.“ Meðferðin, sem þær konur fá, sem þjást af vægari van- líðan en þunglyndi, er mis- jöfn. Þegar um sambúðar- örðugleika er að ræða er konunum og eiginmönnum þeirra ráðlagt að fara til hjónabandsráðgjafa. Ef um er að ræða áfengis- eða fjár- hagsvandamál þarf að taka á þeim málum. Og ef barnið er óvært þarf móðirin hjálp. Svo þarf læknisfræðilega meðferð ef heilsufarsvanda- mál eru í spilinu. Sambúðar- örðugleikarnir eru algengast- ir og Marga segir að það erf- iðasta sem geti komið fyrir konu þegar hún eigi von á barni, eða sé nýbúin að eiga barn, séu sambúðarslit. ÞORA EKKI AÐ SEGJA FRÁ LÍÐAN SINNI Þegar kemur að bata þessara kvenna skiptir miklu 32 VIKAN 3. TBL. 1995
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.