Vikan


Vikan - 20.03.1995, Page 34

Vikan - 20.03.1995, Page 34
HEILSAN heilbrigðisstétt. Annað, sem getur hjálpað þunglyndum mæðrum, er að koma í veg fyrir að þær einangrist; og í því sambandi nefnir Marga mömmumorgnana sem eru víða I söfnuðum. Auk þess er konum ráðlagt að stunda útiveru og holla hreyfingu. Ef ekkert er að gert getur konan þjáðst af þunglyndi í mörg ár. Marga segir að þung- lyndi sé þó ekki eins alvar- legt og þau verstu geð- rænu vandamál sem geta komið upp eftir barnsburð, eins og sturlun. „Flestir mundu hins vegar taka fljótlega eftir því ef kona þjáðist af fæðingarsturlun þannig að meiri líkur eru á að hún fengi fljótlega með- ferð. En þunglyndi er svo þögult vandamál en það er engu að síður alvarlegt vegna þess að það hefur svo mikil áhrif á lífsgæði. Það takmarkar konur stundum verulega í að sinna daglegum þörfum sjálfra sín, barnsins og jafnvel annarra fjölskyldu- meðlima. Ef miðað er við sængurkvennagrát annars vegar og sturlun hins vegar SKYNJAÐI ALLT ÖÐRUVÍSI EN ÁÐUR Strákurinn situr, stór og myndarlegur, með Ijósbrúnar krullur, við hliðina á mömmu sinni í stofusófanum á heimili þeirra í Kópavogi. Hann er eins og hálfs árs og það virð- ist ótrúlegt að í kjölfar fæðing- ar hans hafi móðir hans, Kristín, orðið þunglynd. En sú varð einmitt raunin. I stað þess að verða kát og glöð, eins og allir ímynda sér að nýbakaðar mæður verði þeg- ar í heiminn er komið bráð- efnilegt og hraust barn, sökk hún niður í þunglyndi og missti raunveruleikatengsl við það sem hún var að gera. „Ég var mjög hress alla meðgönguna og fannst ég ekkert vera ófrísk," segir Kristín sem er heimavinnandi húsmóðir. „Ég fór í foreldraf- ræðslutíma og þar var minnst á fæðingarþunglyndi í nokkr- um setningum. Þær sögðu manni ekki neitt. Ég hugsaði með mér að ef þetta kæmi fyrir mig færi ég strax til lækn- is. En það var talað um að konur yrðu grátgjarnar og niðurdregnar. Ég varð það ekki fyrr en löngu seinna. Eft- ir fæðinguna varð ég hins Margar konur veröa varar vió fæöing- arþung- lyndi strax á fæöing- ardeild- inni. þá stendur fæðingarþung- lyndið svona í miðju hvað varðar alvarleika." Marga hvetur þær konur, sem fínna fyrir þunglyndis- einkennum, að leita til heilsugæslustöðva eða ræða við maka, foreldra eða vinkonur. „Þær eiga ekki að þegja um vanlíðan sína og halda að þetta sé eitthvað sem þurfi að byrgja inni. Það hjálpar að tjá sig um líðan sína en það getur oft verið erfitt að átta sig á því hvað sé eig- inlega um að vera.“ vegar fljótt ringluð og þreytt og datt því fæðingarþung- lyndi ekkert í hug. Auk þess var fæðingin mjög erfið og mér leið illa uppi á fæðingar- deild út af sængurkvenna- gráti. Mér fannst ég heldur ekki hafa nógu mikið næði til að hvíla mig. Þegar heim kom gekk þetta svona upp og niður. Brjóstagjöfin var erfið og ég hætti henni eftir þrjá mánuði. Ég varð ofsalega minnislaus, framtakslaus og þreytt og hélt að þetta mundi lagast með tímanum. En mér hélt áfram að versna. Ég átti I Marga Thome hjúkrun- arfraeðingur, Ijósmóðir og dósenl við Hóskóla islands hefur rannsakað þá vanlið- an sem svo margar islensk- ar konur verða varar við eftir fæðingu. Fæðingar- þunglyndi er sjúkdómur sem á sér sfað i sveiflum; stundum eru konur mjög langt niðri en þess á milli getur þeim liðið nokkuð vel andlega. Fyrirspurn frá les- anda Vikunnar varðandi þessa tegund geðtruflana varð til þess að meðfylgj- andi upplýsinga var aflað. orðið erfitt með að fylgjast með þegar fólk ræddi saman og þótt sjónvarpið eða út- varpið væri lágt stillt fannst mér það vera stillt allt of hátt. Ef kalt var úti fannst mér vera nístingskuldi. Ég skynjaði allt einhvern veginn öðruvísi en ég hafði gert áður. Dæmi um minnisleysi er að einhvern tímann var ég úti að keyra barnavagninn. í dálitla stund vissi ég ekkert af mér en allt í einu rankaði ég við mér þar sem ég var að ganga á gang- stéttinni. Ég missti raunveru- leikatengsl við það sem ég var að gera. Einn daginn fór ég ein á bílnum í verslun í bænum. Ég varð strax ringl- uð í hávaðanum og mér leist ekkert á það þegar ég keyrði oft á með innkaupakerruna; það var eins og ég væri sjón- laus eða drukkin. Og þegar ég ætlaði heim, rataði ég ekki. Ég gat ekki farið að hringja heim vegna þess að þá hefði mér ekki verið treyst til að vera ein á ferð. Ég keyrði því af stað, sá vegvísi, sem sýndi í hvaða átt Kópa- vogur væri, og keyrði í þá átt. Þannig komst ég heim. Það var mjög skrítið að rata ekki í sínu eigin umhverfi. En ég fann hvorki fyrir kvíða né hræðslu, heldur bara þreytu." Kristín segir að maðurinn hennar hafi ekki gert sér grein fyrir því að hún væri haldin fæðingarþunglyndi. Honum fannst hún einungis vera æst en honum fannst ekkert óeðlilegt við hana þar sem hún sinnti barninu mjög vel. Kristín þjáist ennþá af fæð- ingarþunglyndi þótt líðanin lagist smátt og smátt. í fyrstu voru þunglyndisköstin mjög sveiflukennd en með tíman- um lengjast þau tímabíl sem hún er góð. Þunglyndið upp- götvaðist þegar hún fór á sjúkrahús vegna annarra veikinda fjórum mánuðum eftir fæðingu sonarins. Hún var á róandi lyfjum en á sjúkrahúsinu var hún látin taka þunglyndislyf sem fór svo illa í hana að hún varð mjög veik. Lyfið olli því að hún varð mjög ör, gerði alls konar vitleysu og vissi ekki hvort það væri dagur eða nótt. Þá var hún aftur látin taka róandi lyf. „Þegar ég varð svona veik voru þung- lyndislyfin tekin af mér. Ég þurfti að bíða í þrjá mánuði eftir að komast í rannsókn og síðan var ég aftur lögð inn. Þá voru róandi lyfin tekin af mér þannig að ég veiktist aft- ur. Eftir það fékk ég þung- lyndislyf, sem fóru vel í mig, og líðanin hefur verið að lag- ast með tímanum. En þau reyndust hins vegar ekki vera nógu góð þannig að núna er verið að skipta um lyf.“ Sam- hliða lyfjameðferðinni er Kristín í samtalsmeðferð hjá geðlækni. Hún fékk alltaf nið- ursveiflur í hvert sinn sem hún var á blæðingum og varð mjög niðurdregin. En eftir því sem tíminn líður er þetta ekki eins slæmt í hvert sinn og stendur jafnframt styttra yfir. Þegar hún ber saman tímann núna og fyrir áramót, finnur hún að hún er betri. „Þannig geri ég mér grein fyrir því að mér er að batna,“ segir hún. DATT i HUG AÐ GEFA BARNID Ólöf á eins og hálfs árs son. Hann var tekinn með keisaraskurði og var hún fljót að ná sér líkamlega. En eftir fæðinguna var nýbakaða móðirin ekki eins og hún átti að sér að vera. Hún hafði verið kvíðin á meðgöngutím- anum þar sem hún vissi að taka ætti barnið með keis- araskurði. „Ég miklaði þetta fyrir mér,“ segir Ólöf. „Og ég hef stundum tilhneigingu til að mikla hluti fyrir mér. En 34 VIKAN 3 TBL. 1995

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.