Vikan


Vikan - 20.03.1995, Side 51

Vikan - 20.03.1995, Side 51
SAMSKIPTASPELLVIRKI OFBELDISINS BOLYRKIA BORGAR SIG EKKI Það er vissulega ekkert járænt eða ettirtektarvert við þau viðmið í hegðun og samskiptum að ætla sér að byrja líf sitt á böirænu sam- neyti við samferðafólk sitt. Unga fólkið á því ekki undir neinum kringumstæðum að efla bölúð og ofbeldi í at- höfnum sínum og viðhorfum til annarra og lífsins.Það segir sig sjálft að það borgar sig ekki að ýta undir og óska eftir að yrkja það sem er Ijótt og afskræmt í tilverunni eins og t.d. hvers kyns ofbeldi er. Þess vegna er varhugavert að ástunda tilgangslausa og fávísa bölyrkju. FIÖTRAR MILD OG MANNÚÐLEG SAMSKIPTI Bölyrkja ber aldrei réttan ávöxt. Einmitt sökum nei- ræns og niðurrífandi eðlis síns. Hún er dæmd til að mistakast vegna þess að hún gengur út á það að meiða og misbjóða varnar- litlum manneskjum sem er auðvitað óréttlætanlegt og siðferðislega alrangt. Slík neiyrkja getur því vissulega, beri hún einhvern vöxt, náð að skaða og skemma mikið fyrir fólki áður en hún missir marks, ekki síst ef bölyrkjan er ástunduð af ómannúð- legu afli og ræktuð af ásetn- ingi. Óhætt er að fullyrða að bölyrkja fjötri vaxtarmögu- leika mannúðlegra og mildra samskipta. Sökum þess er hún ræktunar- og samskiptaform sem ber að hunsa sem meingallað og miðaldarlegt. Allir góðir yrkj- endur vita að það er fárán- legt að hlúa að og rækta ósóma og afskræmingu því uppskeran verður aukin mannvonska. MANNRÉTTINDABROT OG OFBELDISFLÓNSKA Eins og flestum er Ijóst gefur ofbeldisflónskan fyrst og fremst vísbendingu um veikleika og vanmátt ódæð- isfantsins en telst tæplega staðfesting á styrk eða hetj- ulund skaðarans. Þeir, sem ástunda ofbeldi, eru mögu- lega á einhvern óviðunandi hátt siðvilltir, auk þess sem staðreyndir segja flesta of- beldisáreitlana vanvirða sjálfgefin mannréttindi þeirra sem þeir misbjóða. Jafn- framt virðist meiðana skorta tilfinnanlega siðræna sóma- tilfinningu og þess vegna teljast þeir væntanlega, ef betur er athugað og spak- lega ályktað, að einhverju leyti en þó mismikið sam- viskuheftir, siðruglaðir og sektarfjötraðir, auk þess að vera mögulega alvarlega dómgreindarvilltir og geðaf- lagaðir. SIÐANDÚÐ OG SÉR- FRÆÐISTUÐNINGUR Ofbeldislúskrarar þurfa því sennilega, a.m.k.sam- kvæmt skilningi þolara og leikmanna á ómaklegum ódæðum þeirra.að leita sér jástuðnings sérfróðra. Kannski fyrst og fremst, álíta kunnugir, vegna ógn- vekjandi og afdrifaríkrar samskiptaveiklunar og sennilega áunninnar siðan- dúðar. Hvort tveggja verður sjáanlega að staðreynd í hegðun þeirra þegar þeir falla fyrst í ógnargryfju of- beldisins og þess böls sem því fylgir. Það er trúlega sannanleg staðreynd, þótt furðuleg sé, að siðferðis- vanhæfnin getur verði mis- lengi blundandi eðliseigin- leiki í viðkomandi áður en til ofbeldisframkvæmda kem- STUDNINGSTÆKIFÆRI ÞJÓDHAGSLEGA HAGKVÆM Sé einhver grunur um eða staðfesting á ódæðistilhneig- ingum í fólki er ekki spurning að viðkomandi verður að bregðast fljótt við neikvæð- um viðvörunarbjöllunum lík- legs ofbeldis og leita sér hjálpar umsvifalaust. Það er skynsamlegast að leita sér stuðningstækifæris af fræði- legum toga, hugsuðu til leið- sagnar og mögulegrar lausnar fyrir viðkomandi á neirænum tiihneigingum sín- um. Slíkur jástuðningur fyrir væntanlega eða núverandi ofbeldisgerara getur óum- deilanlega reynst þjóðhags- lega hagkvæmur þegar dýpra er skoðað og fram á framtíðarveg járænna sam- skipta er litið. „PABBI LEMUR OKKUR ÖLL..." „Hvað á ég að gera, kæra Jóna Rúna? Þú myndir aldrei trúa því hvað pabbi minn er and- styggilegur. Hann hefur lamið mig, mömmu og systkini mín þannig að við höfum legið í rúminu á eft- ir. Mamma hefur stundum ekki getað farið í vinnuna og við í skólann vegna þess að við höfum verið svo illa útlítandi og ömur- leg eftir að pabbi hefur fengið brjálæðisköstin og hálfdrepið okkur öll með barsmíðum. Viltu vera svo góð, kæra Jóna Rúna, að segja mér hvað ég get gert til að bjarga okkur systkin- unum og mömmu frá þessum brjálæðingi. Á ég að drepa hann? Er hægt að setja hann á Klepp eða í fangelsi? Ég hef stundum ætlað að fremja sjálfsmorð en ég hef ekki þorað því ennþá,“ segir Sibba sem er þrettán ára og langar ekki til að lifa lengur. Hún er elst af fjórum systkinum og heimilið er undirlagt af ofbeldis- og áfengissýki heimilisföðurins sem er atvinnulaus í þokka- bót. „LEMUR MIG OG BORNIN" „Mér var nauðgað þegar ég var fimmtán ára af hóp stráka. Ég lét engan vita af þessu voðaverki og líð ennþá stórlega fyrir athæf- ið. í dag er ég í hjónabandi með nauðgara. Maðurinn minn er mjög fólskur og lemur mig og börnin. Hann vogar sér að nauðga mér ef ég vil ekki þýðast hann. Oftast fylgja barsmíðar í kjölfarið á nauðgun. Er eitthvað að mér, kæra Jóna? Ég hlýt að bjóða upp á það að mér sé nauðgað og misþyrmt. Ég skil þetta ekki. Mér líður eins og ég búi í helvíti. Ég fer aldrei neitt og hef ekk- ert sjálfstraust. Ég hata manninn minn en kemst ekki út úr sambandinu við hann. Hann hundeltir mig og gerir stöðugt lítið úr mér. Á ég að tala við geð- lækni? Heldur þú, kæra Jóna, að ég sé búin að vera sem manneskja? Hvað með börnin? Eru þau ekki skemmd, að þínu mati, eftir að hafa búið við ofbeldi, drykkju og nauðg- anir á mér frá upphafi? Ég er svo örvæntingarfull og það þreytt að mig langar ekki til að sjá sjálfa mig oftar,“ segir Höbba sem er á milli tuttugu og fimm og þrjá- tíu ára. Hún er búin að vera í sambúð í sjö ár. Hún er úti- vinnandi og á.tvö börn. Fjöl- skylda hennar hefur fyrir löngu gefist upp á að hafa samband við hana vegna mannsins. Vinirnir hafa líka týnt tölunni og hún á enga trúnaðarvini. Hún stendur því alein. Maðurinn sér til þess að hún sé sem mest aftengd umheiminum. Vinn- an er eina félagslega athvarf hennar fyrir utan heimilið. BARINN HEIMA OG HEIMAN... „Ég hef verið barinn til óbóta hvað eftir annað. Þetta gerist heima, í skól- anum og jafnvel hafa vinir mínir hálfdrepið mig þegar þeir eru undir áhrifum áfengis. Kannski er ég svona ógeðslegur að það sé nauðsynlegt að ganga bara frá mér,“ segir Palli sem er aðeins fimmtán ára og telur sig engan tilverurétt eiga. Enginn stendur með honum og flestir, sem hann á samskipti við, gera lítið úr honum og leggja, í mörgum tilvikum, á hann hendur. Hann hefur ekkert sjálfs- traust og getur engan veginn varið sig. Það liggur við að honum sé farið að finnast að hann eigi bara allt það órétt- læti skilið sem hann verður fyrir sökum hrekkleysis síns og vanmáttar gagnvart sín- um nánustu og öðrum. Hann vill ekki lifa lengur. Hann tel- ur sig einfaldlega vera fyrir öðrum. □ 3.TBL. 1995 VIKAN 51 SÁLRÆN SJÓNARMIÐ

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.