Vikan


Vikan - 20.03.1995, Side 61

Vikan - 20.03.1995, Side 61
skemmtilegt, aö starfi minu. Æfingin skapar svo meistar- ann í þessu starfi. Og maöur lærir líka mikið af því að fylgjast meö öörum í þess- um bransa," segir Yves Def- erne. Hann segir aö námiö í sirkusskólanum hafi verið mjög skemmtilegt og nýst sér vel. Nemendur hafi fengiö mikla hvatningu frá kennurum sem lögöu áherslu á lifandi og hagnýtt nám. En hvaða atvinnu- möguleikar bíöa þeirra, sem útskrifast úr sirkus- skólanum, aörir en þeir að setjast á Alþingi? „Þeir, sem útskrifast, reyna strax að setja upp sýningu til að vekja á sér athygli. Þeir, sem eru góðir, geta síðan fengiö starf í sirkus, í leikhúsi eöa í kab- arett. Svo eru auðvitað margir sem setja á laggirn- ar sínar eigin sýningar. Ég hef tekiö þátt í sýningum ásamt vinum mínum þar sem við þróuðum okkar eigin atriöi. Þær tókust vel hjá okkur og viö komum víöa fram. Síðan hef ég fengist við ýmislegt, t.d. tekiö þátt í stórum götusýn- ingum og komið fram og leikiö listir mínar í stórversl- unum og á fleiri almenn- ingsstööum. En eftir að viö Kristín eignuðumst börnin þá hef ég ekki verið í þessu á fullu. Þessu starfi fylgir í raun ekkert öryggi, það er eins óreglubundiö og hugs- ast getur. Þess vegna hefur þetta þróast í aö vera hálf- gert aukastarf hjá mér. Auðvitað eru margir góðir sem lifa á þessu allt árið um kring, eru alltaf á flakki og ferðalögum og hafa góða umboðsmenn. En þetta er ekki beint hentugt ævistarf fyrir fjölskyldufólk," segir Yves um leið og hann knúsar Gísla, son sinn. En hvernig lágu leiðir Yves og Kristínar saman? „Við hittumst fyrst í Finn- landi 1984 þegar við vorum bæði skiptinemar þar,“ seg- ir Kristín með bros á vör. „Þá vorum við bara góðir vinir og ekkert meira. Það var síðan 1988 að ég heim- sótti Yves til Belgíu, þar sem hann var við nám, en þá var ég einmitt að læra að verða kírópraktor í Eng- landi. Síðan varð ekki aftur snúið og við Yves höfum verið saman síðan þá. Við giftum okkur svo 1992. Eftir námið fékk ég vinnu sem kírópraktor í Hollandi og var alltaf hálfa viku þar og hálfa með Yves í Belgíu. Það var nú svolítið stremb- inn tími því ég var alltaf á þvælingi. En eftir að Yves útskrifaðist flutti hann til mín til Hollands. Þar ákváð- um við að stofna fjölskyldu því hann gat verið mikið heima meðan ég var í vinn- unni. Svo fluttum við með börnin okkar, Söndru og Gísla, til heimalands Yves, Sviss, í lok árs 1993. Hér er mjög gott að vera en því miður hef ég enga vinnu fengið því svissnesk yfir- völd viðurkenna ekki prófið mitt frá Hollandi. Ég er að reyna að auka þekkingu mína sem kírópraktor og hef sótt ýmis námskeið en ég veit ekki hversu iengi út- haldið endist hér í Sviss ef ég fæ aldrei vinnu," segir Kristín Reynisdóttir. En hvernig skyldi Kristínu líka að búa með „trúði“? „Það er mjög fínt að búa með Yves. Hann er ekta trúður í sér og gleymir því stundum að hann er heima hjá sér þegar hann er að gera alls kyns kúnstir. Hann er fyndinn og krökkunum finnst hann oft spaugilegur þegar hann setur sig í ýms- ar stellingar. Þau eru mjög hrifin af þessum skrípaleik í pabba sínum og þegar hann leikur t.d. á lírukass- ann þá er Sandra, dóttir okkar, fljót að apa það eftir því henni finnst það svo gaman. Ég hef séð allar sýningarnar hans Yves og er stolt af honum því mér finnst hann auðvitað fær trúður,“ segir Kristín og bætir við um leið og hún lít- ur hlæjandi á Yves: „Allir menn eru hálfgerðir trúðar þannig að ég er heppinn að eiga svona góðan og færan trúð!!“ Og fyrir þá, sem hafa áhuga á að kynna sér frek- ar og fá nánari upplýsingar um nám í sirkusskólanum, fylgir hér heimilisfang skól- ans: Ecole sans Filet, Ecole de cirque de Bruxel- les, 104 chaussée de Boondael, 1050 Bruxelles, Belgium. GREINILEGA DENBY Fallegt, vandað, sterkt I Söluaðilar Te & Kaffi, Reykjavík Gj afabúðin, Akurey ri Verslunin Staumar, ísaflrði Gjöf og kaffi, Hafnarfirði 3. TBL. 1995 VIKAN Ó1 ÍSLENDINGAR ERLENDIS

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.