Vikan


Vikan - 20.11.1995, Side 78

Vikan - 20.11.1995, Side 78
KOKUBLAÐ VIKUNNAR IKOKUBUUNNU ►Furstynja er nafnið á kaffistell- inu á bls. 46 og 47. Það kemur frá þýska fyrirtækinu Furstenberg sem er eitt elsta postulínsfyrirtæki þar í landi. Kaffistellið er fílabeinslitað með 24 karata gullrönd, sígilt stell og vandað. Fæst hjá Tékk-Kristal í Kringlunni og Faxafeni við Suður- landsbraut. ►Kaffistellið á bls. 45 fæst í Maga- sín Húsgagnahöllinni. Það heitir Emely Rose, er úr postulíni og kemur frá Ancher Iversen í Dan- mörku. Einnig er til samskonar matarstell. Stellið má setja í upp- þvottavél og örbylgjuofn. Tólf manna kaffistell kostar 14.690 krónur (tólf kaffibollar með undir- skál, ábætisdiskar og kaffikanna). Kaffibolli með undirskál kr. 490,- stk. Ábætisdiskur kr. 490,- stk. Kaffikanna kr. 2.930,-. Boðið er upp á raðgreiðslur til margra ára. -^Kaffistellið í opnunni er með mynstrinu Old Coyntry Roses. Það er konunglegt breskt postulín frá Royal Albert. Stellið er hægt að fá bæði í kaffi og mat ásamt mörg- um skemmtilegum fylgihlutum. Stellið fæst ásamt fleiri fallegum vörum frá fyrirtækinu Royal Doul- ton í verslun Guðlaugs A. Magn- ússonar, Laugavegi 22a. Silfur- borðbúnaðurinn er einnig frá Guð- laugi A. Magnússyni og heitir mynstrið „vor“. •^Matar- og kaffistellið á bls. 43 er með Hampton Court mynstrinu frá Staffordshire og er eitt af stellunum sem fæst hjá Byggt og Búið í Kringlunni. Mögulegt er að kaupa í kassa bolla og diska fyrir fjóra eða sex. Einnig er hægt að kaupa staka bolla og diska auk ýmissa aukahluta svo sem skálar, föt, sósukönnur, kaffikönnur og tekatla. SYKURLAUS SMÁBRJ4UD OG KOKUR MUFFINS (u.þ.b. 15 stk.) Sjá mynd bls. 78 2 egg 2 dl Hermesetas strásæta (samsvarandi 2 dl af sykri) 1 Vá dl mjólk 50 g brætt smjör eða smjör- líki 2 ’/á dl hveiti (150 g) 2 tsk. lyftiduft Til skreytingar: Saxaðar möndlur eða möndluflögur Aðferð: Egg og sætuefni þeytt vel saman. Bætið í bræddu smjöri ásamt mjólk. Blandið saman hveiti og lyftidufti og bætið því saman við. Hrærið vel. Deigið látið í pappírs- form, möndlunum stráð yfir og bakað í miðjum ofni við 175° hita í u.þ.b. 10 mín eða þar til kökurnar eru fallega Ijósbrúnar. Þessar kökur má frysta. HVEITIBOLLUR (u.þ.b. 30 stk.) Sjá mynd bls. 78 50 g pressuger 75 g smjör 3 dl mjólk (má vera léttmjólk) /2 - % dl strásæta 1 tsk. kardemommur 8 dl hveiti þeytt egg til penslunar og möndluflögur Aðferð: Myljið pressugerið í skál. Bræðið smjörið í potti og bætið mjólkinni út í. Hitið í 37°. Hellið mjólkurblöndunni yfir gerið og hrærið þar til það er uppleyst. Sætuefni, kardemommum og mestum hluta hveitisins bætt í hrær- una. Hnoðið saman í mjúkt en ekki of þétt deig. Látið deigið í skál, breiðið rakt stykki yfir og látið deigið lyfta sér í u.þ.b. í 30 mín. Deigið sett á hveitistráð borð og af- gangnum af hveitinu hnoðað upp í þar til það er orðið mjúkt. Rúllið því síðan upp í lengju og skiptið í 30 hluta. Myndið bollur úr hlutunum og raðið á bökunarpappírs- klædda plötu. Breíðið rakt stykki yfir bollurnar og látið þær lyfta sér á hlýjum stað í 30 mín. Bollurnar penslaðar með hrærðu eggi og skreytt- ar með möndluflögum. Bak- aðar við 250° hita í miðjum ofninum í u.þ.b. 10 mín. eða þar til þær hafa fengið á sig fallegan lit. Látnar kólna á rist og breiðið dúk yfir á meðan. LÍTIL FORMKAKA SJÁ MYND BLS. 78 4 egg 1 dl strásæta (Hermesetas) 1 tsk. lyftiduft 50 g hveiti 50 g kartöflumjöl Aðferö: Egg og strásæta þeytt vel saman. Þurrefnunum bætt út í og hrært. Sett í vel smurt og raspstráð form. Kakan sett í kaldan ofn og bökuð við 200° hita í 30 mín. NOTIÐ SÆTUEFNIN RETT Til eru allmargar gerðir sætuefna sem koma eiga í stað sykurs. Lesið vel leið- beiningar á umbúðunum varðandi notkun þeirra og hvort þau þoli hitun og séu þar af leiðandi nothæf til matseldar og baksturs. Á umbúðunum er einnig að finna upplýsingar um hve mikið sætuefni skuli nota í stað þess magns sykurs sem gefið er upp í uppskrift. Aðeins fá sætuefni (og ekk- ert af þeim efnum sem hér fást nú) hafa sama eðlis- massa og strásykur. Þess vegna verður að nota bolla- mál eða vökvamál (t.d. desi- lítramál) til að færa magn sykurs yfir á það sætuefni (t.d. strásætu) sem nota á. Hinsvegar er t.d. rúmmál Hermesetas strásætu það sama og sykurs þannig að 1 dl af strásætu = 1 dl sykurs. Hafið hugfast að þrátt fyrir að kökurnar séu sykurlausar geta þær innihaldið mikið magn fitu og eru því ekki allt- af heppilegar fyrir sykur- sjúka. 78 VIKAN n.tbl 1995
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.