Vikan - 01.05.1996, Side 8

Vikan - 01.05.1996, Side 8
Aö lokinni krýningar- athöfninni á Hótel íslandi í fyrra. Á bak viö stúlkurn- ar, sem röö- uöust í þrjú efstu sæti keppninnar, stendur Þór- unn Lárus- dóttir fram- kvæmda- stjóri keppn- innar 1995 og dómnefnd keppninnar. Á myndina vantar Egil Ólafsson dómara. Hvaö langar þig til að eignast mörg börn? „Mig hefur alltaf langaö til þess aö eignast þrjú börn.“ Hvers vegna? „Mér finnst þaö bara vera mjög góö tala. Og ég hef alltaf sagt aö mig langaði fyrst til þess aö eignast strák en síðan tvær stelpur." Ertu rómantísk? „Ég er rosalega rómantísk. Og maðurinn minn yrði að vera þaö líka.“ Rómantíkin kemur fram í vali Hrafnhildar á tón- list og bókum. „Þótt ég sé al- æta á tónlist þá elska ég væmin ástarlög. En þegar ég fer út aö skemmta mér þá hef ég mjög gaman af dans- tónlist. Svo hef ég voðalega gaman af ástarsögum. Eg hef líka gaman af aö lesa um dulræn málefni." Hefurðu farið á miðilsfund? „Nei.“ Langar þig til þess? „Já, ég væri til í að gera það í fram- tíðinni en ég held að ég sé ekki tilbúin til þess strax.“ „FÓLK ER SVO HUGSUNARLAUST" Ef þú fengir það hlutverk að skipuleggja fyrir yfirvöld aðgerðir gegn útbreiðslu al- næmis, hvernig mundir þú skipuleggja starfið? „Ég myndi kynna þetta betur. Mér finnst nefnilega vanta almenna fræðslu í skólunum fyrir hópinn sem er að verða kynþroska og er að byrja að stunda kynlíf. Það þarf aug- lýsingaherferð um hvað al- hleyp ómáluð út í sjoppu. Og ég reyni að vera fyrirmynd í því sem ég tek mér fyrir hendur.“ Hugsaðirðu líka mikið um föt áður en þú varst kjörin fegurðardrottning íslands? „Já, ég hef alltaf verið rosalega mikil fatafrík," segir Hrafnhildur og hlær. „Ég held að allur sá peningur sem ég hef unnið mér inn hafi farið í föt. Ég hef yfirleitt gaman af tísku." Hver er þinn stfll? „Ég er með mjög fjölbreyttan fatasmekk. Ég á Hrafnhildur eftir aó hafa veriö kosin Forsíóu- stúlka Sam- úels 1995. Sigri Hrafn- hildar í for- síóukeppni Samúels 1994 fylgdi þátttökurétt- ur i keppni Hawaiian Tropic á Flór- ida. Hér sést Hrafnhildur ásamt tveim öörum þátt- takendum forsíöu- keppninnar í félagsskap Ron Rice eig- anda Hawaii- an Tropic. nokkurn veginn allt. Ég á gróf stigvél, ég á töffaraföt, ég á klassísk föt, ég á gelluföt og ég á plastbúninga. Mér finnst gaman að skipta um gervi. Stundum langar mig til þess að vera fín og þá fer ég í draktina mína. Stundum lang- ar mig til þess að vera pæja og þá fer ég í plastfötin." ER RÓMANTÍSK Það vakti athygli í fyrra- haust þegar Hrafnhildur fór í forsíðuviðtal Mannlífs ásamt fótboltakappanum Arnari Gunnlaugssyni þegar þau voru nýbyrjuð að vera saman. Sambandinu lauk nú í vor. Fannst þér ekkert vont að fara í viðtal með honum þar sem þig voruð búin að vera saman í svona stuttan tíma? „Málið er að þetta áttu að vera greinar um ungu kynslóðina og við vorum beðin um að koma í viðtal í sitthvoru lagi. En þegar það komst upp að við vorum eitthvað að dúlla okkur saman var ákveðið að taka viðtal við okkur bæði samtímis. Það voru kannski mistök hjá okkur. Það bók- uðu okkur nefnilega allir sem par og héldu jafnvel að við værum trúlofuð; sem við vor- um innilega ekki. En samt var þetta skemmti- legt.“ Hefurðu stund- um samband við Arnar? „Já.“ Hefurðu fundið einhvern ann- an? „Nei.“ Hvernig er draumaprins feg- urðardrottningar ís- lands? „Það væri ekki verra að hann væri myndarlegur og ég mundi vilja að hann væri hreinskil- inn og heiðarlegur. Hann þarf náttúr- lega að vera skemmtilegur, geta komið mér til að hlæja og látið mér líða vel. Og mig langar til að finnast ég vera ég sjálf þegar ég er með honum en þurfa ekki að vera með einhverja uppgerð eða stæla. Ég vil að hann komi hreint og beint fram en þurfi ekki að vera með einhverja töffarastæla eða leiki eins og er svo algengt í dag.“ næmi er og hvernig það smitast." Ræða kunningjar þínir og jafnaldrar mikið um alnæmi? „Það er náttúrlega rætt um sjúkdóminn en margir virðast ekki fara var- E lega. Það eru nefnilega margir sem stunda skyndi- ” kynni án þess að nota verjur. ^ Fólk er svo hugsunarlaust. | Það heldur að það smitist ekki sjálft.“ Ertu trúuð? „Ég get ekki sagt það. En ég trúi á hið góða og ég trúi líka á hið illa. Ég ætti kannski að gera meira af því að fara í kirkju en maður þarf ekkert að fara í kirkju til þess að vera trú- aður.“ ER FEIMIN INN VIÐ BEINIÐ Farsíminn á borðinu bíður eftir því að einhver hringi í Hrafnhildi - eða að hún hringi í einhvern. Senn líður að því að hún máti undirfötin. Finnst þér ekkert erfitt að sýna und- irföt? „Ekki ef ég er í góðu formi,“ segir hún og hlær. „En mér finnst ekkert öðruvísi að sýna undirföt og önnur föt ef ég er nógu ánægð með sjálfa mig. En auðvitað er maður heftari þegar maður er að sýna undirföt." Þýðir nokkuð að vera feiminn í þessu starfi? „Nei,“ segir fegurðar- drottning íslands ákveðin. „Góð fyrirsæta á að geta sýnt allt.“ Hefurðu aldrei verið feimin? „Ég er mjög feimin inn við beinið. En ég reyni að fela það. Áður fyrr var ég mjög óframfærin og var alltaf að hugsa um hvað aðrir héldu um mig.“ Finnst þér þú hafa breyst eitthvað á þessu ári sem þú hefur borið titilinn Fegurðar- drottning íslands? „Eg hef lært mikið á þessu ári. Ég hef fengið tækifæri til þess að komast í gott form og ég hef lært að koma fram þótt ég hafi reyndar starfað við tískusýningar áður. Þetta gefur manni líka mikið I sam- bandi við að kynnast nýjum þjóðum, menningum og sið- um. Þetta er búið að vera al- veg frábært og þetta er ótrú- legt tækifæri sem stúlkum er gefið. Og þetta er náttúrlega góð auglýsing fyrir mann sjálfan og ég er þakklát fyrir að hafa fengið þetta tæki- færi. Þetta ár er bara búið að vera yndislegt." □ 8 VIKAN 2. TBL. 1996

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.