Vikan


Vikan - 07.05.1998, Síða 7

Vikan - 07.05.1998, Síða 7
„Ég þurfti bara þetta gamla dót sem sett var í gám heima og nokkrar myndir. Og síðan hefur verið alveg indælt að vera hérna.” snjallt herbragð.” „Já, þeir vilja þetta karlarnir en vita bara ekki almennilega hvernig þeir eiga að fara að því,” segir Vigdís og brosir sínu bjarta brosi sem heillað hefur heimsbyggðina. Margaret Thatcher og karlarnir „Mér fannst réttast að við konur værum ekki að vinna einar að þessum málum. Karlar eru búnir að vinna svo lengi einir saman, svo ég stakk upp á því að við hefð- um karla með okkur sem ráðgefandi hópa. Og við buðum körlum, fyrrverandi toppmönnum, að vinna með okkur. Þar eru meðal annars Oskar Arias, Helmut Schmidt, Giscard D’Estaing og margir fleiri.” Það lagðist vel í Vigdísi að fara til Boston þar sem kon- urnar, fyrrverandi þjóðar- leiðtogar, ætluðu að halda toppfund. „Þær verða allar þarna,” „nema,” bætti hún við og sló á létta strengi „Margareth Thatcher ætlar að bíða svolítið og ekki vera með að sinni. Hún skrifaði mér fallegt bréf, þakkaði fyr- ir síðast og sagðist kjósa að bíða. „I prefer to wait.” Og Vigdís nær raddblæ hennar og ensku svo vel að við- staddir veltast um af hlátri og það fer enginn varhluta af því að hér er leikhúsmann- eskja á ferð. Og aðspurð seg- ir Vigdís „Nei, nei, hún er ekkert kuldaleg. Hún bara hefur ekkert gaman af að vinna með kvenfólki, hún Margrét. En hún kemur til liðs við okkur þegar hún sér hvaða karla við höfum þarna. Hún kemur.” Nefndin kemur til með að fjalla um mannfjölgunina í heiminum, hungur, styrjaldir og fleiri alheimsmál. Eftir þennan fund fyrrum kvenþjóðarleiðtoga í Boston liggur leið Vigdísar til Rio de Janeiro, þar sem henni er boðið að vera á fundi fyrrum karlþjóðarleiðtoga en þau samtök nefnast „Inter-Act- ion Council”. Því næst liggur leiðin til Rómar í Club de Budapest, þar sem Vigdís á að tala um umhverfismál og framtíðar- sýn. Og þar eru miklir mekt- armenn eins og Dalai Lama, Vachlav Havel, Elia Wisel, von Weitzecter, Peter Ustinov og fleiri í heiðurs- ráði með Vigdísi. Meðal verkefna þeirra er að veita verðlaunin „Planetary consciousness” sem veitt eru 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.