Vikan


Vikan - 17.12.1998, Page 3

Vikan - 17.12.1998, Page 3
Nóttir lifnar við 1 iimj.i Nóttin lifnar við eftir metsöluhöfundinn Þorgrím Þráinsson. Saga þessi er sjálfstætt framhald verð- launasögu Þorgríms, Margt býr í myrkrinu, er út kom í fyrra. Söguhetjurnar eru fjórir unglingar, tveir piltar og ein stúlka úr Reykjavík og frönsk vinkona þeirra. Unglingarnir eiga erindi að Búðum á Snæfells- nesi þar sem þeir dragast óvart inn í atburðarás þar sem þeir geta litlu ráðið um framvindu mála. Eins og í fyrri unglingabókum sínum tekst Þorgrími einkar vel að lýsa hugarheimi söguhetja sinna, vænting- um þeirra, vonum og þrám, og ekki síst sam- skiptum fólks sem er að vakna til vitundar um kynjahlutverk sitt. Ykt eðlilegt Ýkt eðlilegt eftir Ómar Ragnarsson. Þetta er fyrsta unglingabók Ómars en áður hefur hann sent frá sér eina skáldsögu og bækur um eftir- minnilegar persónur. Aðalsöguhetjur bókarinn- ar eru tveir reykvískir unglingar sem lenda í slæmum félagsskap og komast undir manna hendur. Þrautalending er að senda þá til dvalar á afskekktum sveitabæ. Unglingarnir koma þar inn í heim sem er þeim algjörlega framandi. En ævin- týrin elta þá og þeir lenda í hringiðu viðburða sem ætla mætti að gætu aðeins hent í borgarlífinu. Ungl- ingarnir verða að takast á við erfið verkefni og það reynir verulega á þá sjálfa við úrlausn þeirra. u u i FRÓDI

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.