Vikan


Vikan - 17.12.1998, Page 33

Vikan - 17.12.1998, Page 33
GRÍSAKJÖT í SÚRSÆTRI SÓSU 600 g grísagúllas kartöflumjöl 1 tsk. salt 1 tsk. pipar 2 msk. sojasósa 1 tsk. hvítlauksduft olía til steikingar Sósa: 1 bolli vatn 1 bolli sykur 1 bolli edik 1 bolli tómatsósa 1 bolli ananassafl 300 g frosin kínablanda (grænmetis blanda frá Islenskt meðlæti) maizenamjöl hrært upp í köldu vatni Aðferð: Blandið saman í potti vatni, sykri, ediki, tómatsósu og ananassafanum og látið suðuna koma upp. Bætið kínablöndunni út í og þykkið með maizenamjölinu. Setjið kjötið í skál og kryddið með salti, pip- ar, hvítlauksdufti og sojasósu. Hrærið saman kartöflumjöli og köldu vatni og látið standa í 5 mín. Þegar botnfall hefur orðið, skafið þá upp botnfallið með hendinni og blandið því saman við kjötið. Brúnið kjötið í olíu á pönnu. Bætið síðan kjötinu út í sósuna og látið suðuna koma upp. Borið fram með kínverskum hrísgrjónum. SÚRMJÓLKURBÚÐINGUR MEÐ APPELSÍNUM 1/21 súrmjólk flórsykur safl úr 3 appelsínum og smávcgis riflnn börkur 1 peli rjómi, þeyttur 10 matarlímsblöð Leggið matarlímið í bleyti. Þeytið rjómann. Blandið saman safanum úr appelsínum, súrmjólkinni og flór- sykrinum. Rífið svolítinn appelsínubörk og sjóðið í sykurvatni, þegar matarlímið er orðið mjúkt þá bræð- ið það í sykurleginum og blandið saman við súrmjólk- ina. Bætið þeytta rjómanum varlega saman við og setjið í form eða skál og kælið. Losið búðinginn úr forminu með því að dýfa forminu í heitt vatn í stutta stund. Borið fram með þeyttum rjóma og sósu að vild eða ávaxtasalati og skreytið með appelsínubátum og rifn- um appelsínuberki. 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.