Vikan


Vikan - 17.12.1998, Page 42

Vikan - 17.12.1998, Page 42
Fríða Björnsdóttir HimÉias fyrír blómaáhugafólk Helena Christensen er 21 árs, lærði blómaskreytingar í tvö ár í Danmörku en hefur nú verið í ár hjá Blóma- vali. Tilviljun réð því að hún kom hingað og nér þekkti hún engan en það er ekki vandamál lengur, svo hver veit nema hún eigi eftir að búa til skreytingar fyrir okkur lengi enn. Jurtirnar þurfa ekki mikla vökvun og best er að geta vökvað þær í skál undir pott- inum, en þó má ekki láta vatnið standa lengi í skálinni. Þykkblöðungarnir þurfa mikla birtu allt árið um kring og því miður er hæfilegur hiti 14 til 15 stig. Það er óþarfi að vökva plönturnar á meðan þær skreyta kransinn, enda yrði að gera það af varkárni svo vatn læki ekki niður og skemmdi það sem kransinn stendur á. Kaktusáhugafólk getur skreytt aðventukransinn með kakutusum og þeir, sem eru hrifnir af til dæmis bergflétt- um eða öðrum skyldum plönt- um, geta vafið sprotum þeirra utan um krans og bætt við ein- hverju sem minnir á jólin. Kertin gera í raun alla kransa að aðventukrönsum. ÞÞað eru líklega fá heimili sem ekki skarta aðventukransi á að- ventunni. Margir búa til kransana sína sjálfir en aðrir kjósa að fara í blómaverslun og kaupa sér fallegan krans. Þar sem smekkur fólks er mis- munandi og áhugamálin líka datt okkur í hug að fá Helenu Christensen í Blómavali í lið með okkur og biðja hana að búa til aðventukrans blómaá- hugafólksins. Kransinn, sem þið sjáið hér, líkist ekki hefðbundnum að- ventukransi og er einstaklega nýstárlegur. Helena segir okk- ur að uppistaðan í kransinum séu hringvafðir viðarteinung- ar sem rauðbrúnum vír sé síð- an vafið utan urn til að halda kransinum saman. Þremur pottum með þykkblöðungum er komið fyrir á kransinum. Auk þess stakk Helena kýpru- 42 sviðar- og furugreinum í oasis og setti í potta á kransinum til þess að tengja hann jólunum í hugum þeirra sem vilja ekki víkja of langt frá því hefð- bundna. Jólakúlur og fallegur borði setja líka hátíðlegan svip á kransinn. Þykkblöðungar Plönturnar, sem fyrir valinu urðu, eru kranskollur (þeir lágvöxnu) en Helena segir fólk í Danmörku kalla þann hávaxnari húslauk. Það nafn mun tilheyra annarri plöntu hérlendis. Á latínu heita plönturnar Echeveria Doris og Aeonium Arborum „Nigr- um", samkvæmt upplýsingum þeirra í Blómavali. Þetta eru safajurtir, sem skiptast í þykk- blöðunga og stöngulsafajurtir. I daglegu tali eru safajurtir oft nefndar „súkúlentar" en hér á landi köllum við þessar plönt- ur einfaldlega þykkblöðunga. Svóna k;rans myndi kosta titbúinn í Blómavali milli 3500 og\4000 krónur, að sögn Helenu. \ Ljósmyndir: Bragi Þór Jósefsson.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.