Vikan


Vikan - 17.12.1998, Qupperneq 44

Vikan - 17.12.1998, Qupperneq 44
Eitt sinn, er ég dvaldi erlendis, deildi ég íbúð með fólki af ólíku þjóðerni. Öll vorum við fjarri heimahögunum og bundust fljótt vináttuböndum. Öll nema Alessandra. Hún kom og fór án þess að heilsa eða kveðja og var út af fyrir sig. Alessandra var einkabarn efnaðra foreldra; falleg, greind og metnaðargjörn. Hún var lystarstolssjúklingur. Ég hugsaði til hennar þegar ég rakst á þetta dagbókarbrot í erlendu blaði. Ég hugsa oft tii Alessöndru. Þá hugsa ég ekki: Hvernig skyldi Alessandra hafa það, heldur: Skyldi Alessandra vera ennþá á lífi? Því lystarstol getur verið banvænn sjúkdómur ef ekki er gripið í taumana í tæka tíð. Eg er löngu vöknuð þegar vekjaraklukkan hringir klukkan sex. Ég skelf af kulda þrátt fyrir að sólin sendi heita geisla sína inn um gluggann og ég sé klædd í hlý náttföt og þykka ullarsokka. Ég er þreytt og til- hugsunin um að fara á fætur er hræðileg. En einhver innri rödd skipar mér að fara á fæt- ur áður en ég fer að hlaða á mig aukakflóunum. Svo ég fer fram úr til að þurrka af og ryksuga. Með því móti brenni ég nokkrum hitaeiningum alla morgna. Það tekur mig tvær klukku- stundir að gera mig klára í vinnuna. Ég vikta mig þrisvar á mismunandi stöðum í her- berginu. Viktin sýnir aldrei nákvæmlega sömu töluna. Ég tek mark á þeirri hæstu. Því næst geri ég leikfimisæfingar og hleyp upp og niður stigann, þar til vöðvarnir æpa á mig að þeir geti ekki meira. Þá fer ég í sturtu og klæði mig. 60 HITAEININGAR í MORGUNMAT Ég er haldin fullkomnunar- áráttu hvað varðar útlit mitt og skipti oft um hárgreiðslu og föt áður en ég er ánægð. Ég þoli ekki krumpu á fötun- um mínum og hvert hár verð- ur að vera á sínum stað. Ég fæ mér hitaeiningasnauða jógúrt í morgunmat og drekk einn bolla af svörtu kaffi. Það eru u.þ.b. 60 hitaeiningar. Ég reyni að halda rriig innan við 200 hitaeiningar á dag. Ég 44 DAGURÍUR . LYSTARSTOLSSJUKLINGS kem ekki allri jógurinni niður. Mér verður flökurt og kasta upp áður en ég sest inn í bfl og keyri í vinnuna. Ég legg bflnum í talsverði fjarlægð frá versluninni þar sem ég vinn. Ég þarf að ganga upp bratta götu og nýt göng- unnar, þrátt fyrir að hún reyn- ist mér erfiðari með hverjum deginum sem líður. Ég verð reið þegar ég finn fæturna gefa sig, segi við sjálfa mig að það dugi ekki að leggjast í leti og aumingjaskap og neyði mig til að hlaupa smá spöl. Oftast neitar líkami minn að taka þátt í hlaupunum og ég verð að láta mér nægja að ganga eins hratt og ég get. Ég blanda lítið geði við starfsfélaga mína. Ef ég hleypi einhverjum of nærri mér gæti það orðið til þess að viðkom- andi fari að skipta sér of mik- ið af lífi mínu. Þau ræða ef- laust um mig þegar ég heyri ekki til, en enginn spyr mig hvort mér líði illa eða hvort ég sé veik. Þau skilja mig ekki. Enginn skilur mig. Ég kýs að hafa það þannig. Ég byrja á því að þrífa versl- unina og ég tek að mér öll erf- iðustu verkefnin.Ég flyt vörur upp í verslunina af lagernum sem er í kjallaranum. Enginn fær að aðstoða mig og brenna hitaeiningum sem ég þarfnast svo mikið að brenna. HLAUPIO Á FASTANDIMAGA Ég borða ekkert í hádeginu. Ég nota matartímann til þess að fara út að hlaupa. Ég klæði mig í tvo jakka, fer í kápu utan yfir þá og set húfu á höfuðið. Fyrst geng ég nokkrum sinn- um upp og niður bratta götuna fer síðan inn stórt bfla- geymsluhús og hleyp / upp og niður stig- ana. Þeir sem ganga framhjá horfa á mig stór- um augum þar sem ég hleyp í öllum þessum þykku föt- um um hásumar. Eftir eina klukku- stund finn ég til fótunum og mér finnst bakið á mér vera að brotna. Það fyllir mig vellíðan, það þýð- ir að ég hef lagt mikið á mig. Ég er máttfarin en ánægð það sem eftir er vinnudagsins og verðlauna mig með Diet kók. A leiðinni heim geng ég fram hjá bak- aríi. Lyktin sem berst út á götuna er himnesk, en ég flýti mér fram hjá. Ég gæti fitnað af því að anda henni að mér. Kvöldmatartíminn er versti tími dagsins. Ég get ekki hugs- að mér að borða, en veit að ég má til. Ég borða alltaf það sama, salat, þrjár hrísgrjóna- kökur og eina matskeið af kotasælu. Ég reyni að koma öllu þessu niður en fer á taug- um þegar ég sé allan þennan mat fyrir framan mig. Ég ætti ekki að vera að borða þetta. Þetta er allt of mikið. Þetta er svo fitandi. Um leið og ég hef komið matnum niður geri ég leikfimisæfingar. HRÆÐSLAN VIO SVEFNINN Ég fer aldrei út á kvöldin. Ég er hætt að hafa samband við mer eg fæ og vini mína. Ég get ekki hugsað mér að sitja með þeim inni á einhverjum barnum og drekka hita- einingar. Ég eyði flestum kvöldunum inni í her- berginu mínu fyrir framan spegilinn og grand- skoða lík- ama minn. Einhvern veg- inn tekst mér alltaf að sjá ein- hverja fitu- keppi, það er alveg sama hvað ég geri, tekst aldrei að vera nógu grönn. Klukkan hálf tíu er orðin örmagna. Ég mér svart kaffi hátta. Ég ligg í rúm inu, skelf úr kulda og get hvorki hreyft legg né lið. Ég velti því fyrir mér hversu lengi líkami minn þoli þessa meðferð. Mig verkjar alls staðar og mér er flökurt. Ég er hrædd við svefninn, er hrædd um að ef ég sofni muni ég aldrei vakna aftur. Oftast móki ég alla nóttina og vakna á hálftíma fresti. Sennilega er líkami minn að gefa mér merki um að hann sé svangur. Þetta er einmanalegasti tími sólar- hringsins; ég er eina mann- eskjan í heiminum sem veit hvernig mér líður. Stundum verð ég hrædd og ákveð að nú verði ég að taka mig taki, ég verði að leita mér hjálpar, borða fleiri hitaeiningar og eyða minni orku. En ég er enn á lífi þegar dagur rennur á ný og það er merki þess að lík- ami minn þoli þessa meðferð. Þannig að mér hlýtur að vera óhætt að halda áfram. Texti: Þórunn Stefánsdóttir

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.