Vikan


Vikan - 17.12.1998, Qupperneq 50

Vikan - 17.12.1998, Qupperneq 50
Texti: Jóhanna Harðardóttir. Myndir Gunnar Gunnarsson Það kom lil mín maður á dög- unum og sagði að hann hefði orðið alveg gáttaður þegar mamma hans lánaði mér peysufötin sín til að leika í þegar ég var aðeins níu ára gömul. Ég man að ég spígsporaði í þeirn og söng og fólk hafði gaman af. Það var alltaf nóg að gera á þessum árum og það var svo nrargt sem strykti mig í lönguninni til að verða skemmtikraftur. Ég nran enn eftir því þegar Marlene Dietrick kom í Camp Knox sem var rétt hjá bernskuheimili rnínu. Við krakkarnir hengum með klærnar í girðingarnetinu þeg- ar hún kom gangandi milli tveggja hermanna. Hún var klædd í navybláa dragt, með hermannaderhúfu og á pinna- hælum með þessa löngu, grönnu fótleggi. Við kölluðum til hennar og hún sagði með þessari djúpu, hásu rödd sinni: „Hallo children". Ég varð fyr- ir miklum áhrifum af þessu og ég hef oft stælt hana gegnunt tíðina". að konu og ég^var alls ekki til- búin til þess. Ég komst í gegn- um athöfnina og veisluna, en svo fór ég út að leika mér og hélt áfram að vera ég. En stuttu seinna fór ég í langferð í strætó til að hitta Ævar Kvaran sem átti heima á Bergstaðastrætinu. Ég bar mikla virðingu fyrir honunr sem leikara. Ég var enn með síðu flétturnar, í pilsi, stuttum jakka og sportsokkum og bankaði upp á hjá honum. Þegar hann kom til dyra og spurði nrig erinda sagði ég honum hreint út að mig lang- aði til að verða leikkona. Hann spurði mig hvort ég hefði leikið og ég sagði hon- um frá bílskúrssýningunum. Ég var bara fjórtán ára og hann sagði mér að koma aftur eftir tvö ár. Ég var niðurbrot- in eftir þetta, hann hefði alveg eins geta sagt mér að koma eftir tuttugu ár, mér fannst þetta heil eilífð!" starf með börnum En Sigríður fór í leiklistar- skólann eftir tvö ár og lauk námi þar. Hún fór líka til Englands og lærði þar meðal annars að steppa. Hún fann sér strax leið inn í revíur og gaman- vísnasöng, þar átti hún heima „ Ég ætlaði alltaf að verða leikari þegar ég yrði fullorðin. Ég gleymi ekki deginum sem ég fermdist, þá urðu þáttskil í lífi unglinga og litlar stelpur Röddina þekkja menn strax en gera sér samt kannski ekki alveg grein fyrir hvaðan. En svo rifjast hað upp alit i einu. Þetta er Krummi...krumminn hennar Rannveigar úr barnatíma sjónvarpsins! Sigríður Hannesdóttir hefur Ijáð fleiri fígúrum rödd sína til að skemmta börnum og fræða pau um dagana.Hún er enn að kenna og skemmta börnum og hefur nú bætt öldruðum við. Hún er skemmtanastjóri Úrvals Útsýnar og smitar alla af lífsgleði sinni. Hún er skemmtikraftur og orkubolti af guðs náð og það þarf ekki meira en nærveru hennar til að fyllast gleði. Annað er ekki hægt. Skemmti öðrum strax sem barn „Ég er bara svona heilsu- hraust, mér líður alltaf vel og það er svo garnan hjá mér" segir hún og kátínan og hlýjan skín úr hverjum andlitsdrætti. Sigríður er leikkona að mennt og skemmtikraftur að lífsstarfi. „ Ég held ég hafi fæðst svona, ég hef verið að skemmta fólki frá því ég man eftir mér. Ég fæddist og ólst 50 upp hér í Skálholti á Melun- um. Þá var í tísku að halda tombólur, krakkarnir söfnuðu saman dóti og seldu rniða til að afla fjár en ég hafði ekkert gaman af því, mér fannst þetta alltof mikið vesen. Ég fór í staðinn að halda leiksýningar. Þar sem ég var í vist var bíl- skúr og ég klæddi mig upp í búninga og fékk fólk til að hlæja. Mér tókst alltaf að fá aðra með og láta þá fíflast og allir skemmtu sér konunglega. áttu allt í einu að vera orðnar konur, komnar í tölu fullorð- inna. Mér leið vægast sagt hræðilega, ég var svo mikill strákur í mér á þessum tíma" segir Sigríður og hlær.„Ég var dubbuð upp í fermingarkjól- inn af systur minni sem er ári eldri og hefur alltaf verið há- vaxin meðan ég var svo lítil. Svo voru settir í mig slöngu- lokkar og ég skreytt nteð kransi. Ég var algerlega stíf, nrér fannst verið að gera mig í gríninu og glensinu. Sigríður reyndi líka fyrir sér í leikhúsi, en henni leiddist þar. Henni fannst biðin of löng og fjörið ekki nógu mikið. Það varð allt að vera iðandi af lífi til að það hentaði henni, hún er í raun- inni skemmtikraftur fremur en venjulegur leikari og þar er hún í essinu sínu bæði meðal barna og fullorðinna. „ Ég hef alltaf haft svo gam- an af að kenna börnum leik- list. Þau eru svo tær og opin

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.