Vikan


Vikan - 17.12.1998, Page 54

Vikan - 17.12.1998, Page 54
...jójasýningu Árbæjar- sainsms sunnudagana 6. og 13. desember. Árbæjarsafn er lifandi og sérlega skemmtilegt safn og fyrir jólin er einstaklega gaman að sýna það börnum. Flest húsin verða opin og mikið um að vera. Hrekkjóttir og stríðnir jólasveinar verða á vappi um svæðið, laufa- brauð verður skorið út í Árbæ, tólgarkerti verða steypt í skemmunni, jólalög verða sungin á Torginu og margt, margt fleira verð- ur í boði. ...nýja geisladiski Rússíbananna „Elddansinn". Færri komast að en vilja þegar Rússíbanarnir leika á böllum sína fjörugu salsa- og gyð- ingatónlist í bland við ungverska dansa og finnska slagara. Þannig að þeir, sem ekki hafa komist að á böllum hjá Guðna Franzsyni og hinum frábæru Rússíbönun- um, geta nú dansað heima og það er á við besta maraþon- hlaup að dansa eftir öllum lögunum á nýja diskinum. ...sundferð í kvöldkyrrð- inni. Margar sundlaugar eru opnar langt fram á kvöld og það er fátt notalegra en að sitja í heitum potti og horfa á stjörnubjartan vetrar- himininn. Langbest er að synda á meðan fréttir eru í sjónvarpinu því þá er nóg pláss í lauginni. Svo má minna á hve mikið sparast með því að kaupa sundkort. í stað þess að borga 165 krónur fyrir skiptið þá kostar 100 krónur inn ef keypt er 30 miða kort. \ 54

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.