Vikan


Vikan - 17.12.1998, Page 55

Vikan - 17.12.1998, Page 55
...Pastabarnum The Deli, Bankastræti 14. Svona eiga skyndi- bitastaðir að vera! Staðurinn er lítill en allt yfirbragð hans er ferskt og létt eins og veitingarnar. Magnús Jósefsson, annar eigandi staðarins, af- greiðir sjálfur og bakar brauð og fleira á klukkutíma fresti. Það er bæði hægt að borða á staðnum, við lítið veggborð, taka veitingarnar með heim eða jafnvel fá sent nýtt pasta á vinnustaðinn. Namm, namm. Ef íslend- ingar kunna gott að meta, þá ættu eigendurnir, Magnús og Sólveig, að vera komnir með pasta-veitingahúsakeðju áður en langt um líður. —litlu orkuboltunum sem eru aldrei betri en á þessum árstíma. Mandarínur eru frábært snarl á milli mála og fullar af C-vítamíninu sem okk- ur vantar í skammdeginu. ..jólarósinni. tíi láta hana blómstra og njóta sín sem lengst er best að hafa hana á björt- um stað. Kjörhitastig er um 20°C. Moldin á alltaf að vera rök en áburðar- gjöf er ekki nauðsynleg á blómgunartímanum. Jóla- rósin er viðkvæm fyrir dragsúg og kulda og því þarf að pakka henni vel inn þegar farið er með hana milli húsa.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.