Vikan


Vikan - 17.05.1999, Qupperneq 2

Vikan - 17.05.1999, Qupperneq 2
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Mynd: Gunnar Sverrisson Hættu að reykja með hjálp vinnufélaga sinna. Reyklausar vegna ömmubarnanna Margrét Jóhanns- dóttir og Bóthildur Halldórsdóttir höfðu reykt 168 ár saman- lagt. Margrét í 28 ár og Bóthildur í 40 ár. Þegar reykingafólki var úthýst á vinnu- stað þeirra, Sjúkra- húsinu á Blönduósi, og barnabörnin far- in að skríða um og segja að amma reykti þótti þeim tími til kominn að hætta. Þær fengu fjárhagsstuðning frá vinnustaðnum til að fara í nálastungu- meðferð og boð um eftirmeðferð frá vinnufélögunum. Reyklausar og ánægðar. Mar- grét Jóhannsdóttir, til vinstri, og Bóthildur Halldórsdóttir til hægri við reykhornið á sjúkra- húsinu sem þær sóttu mikið áður til að fá sér að reykja en í dag til að hitta vinnufélagana. Þær segja nei takk við síga- rettuin. Við vorum mjög óhressar þegar iög voru sett um það að ekki mætti reykja inni á heiibrigðisstofnunum," seg- ir Bóthildur um aðdragandann að reykleysinu. „Við máttum ein- göngu reykja úti í skoti og gerð- um það. Ég hafði ekkert velt því fyrir mér að hætta og langaði ekki til þess þegar Magga nefndi að hún ætlaði að hætta og spurði hvort ég vildi ekki gera það líka. Auðvitað hafði ég ekki efni á að reykja svona og gat gert margt annað við peningana en eyða þeim í sígarettur.“ Margrét segist aftur á móti hafa velt því lengi fyrir sér að leggja síðasta pakkann á hilluna en þær hafa þó sameiginlega ástæðu fyrir því að hafa slegið til. Barnabörnin. „Mér fannst ekki hægt að vera reykjandi uti i glugga með barnabörnin í kring- um mig,“ segir Margrét. „Það passaði bara alls ekki og ég vildi hætta. Það var ekki um að ræða neina viðvörun frá lækni.“ Bóthildur talar um að barna- börnin hennar hafi verið þau einu sem töluðu um reykingarnar við sig og vissu að þær voru hættu- legar. „Þá fannst mér þetta ekki sniðugt lengur.“ Þarfnast engra hjálpartækja Þær tóku því ákvörðun um að hætta og voru duglegar að aug- lýsa það til að erfiðara væri að snúa til baka. Þar sem Margrét var búin að velta fyrir sér nokkrum leiðum til að hætta, og hafði heyrt frá kunningjakonu sinni af nálastungumeðferð, var hún spennt fyrir henni. Sú kona hafði reykt fyrir um 25 - 30 þús- und krónur á mánuði og ekki fundið fyrir veruiegri löngun frá því hún hætti. Margrét segir að þær hafi fundið fyrir miklum stuðningi við sig og ákvörðun sína: „Ég talaði við framkvæmda- stjóra sjúkrahússins og nefndi við hann að við fengjum styrk frá vinnustaðnum til að borga nála- stungumeðferð. Hann var mjög hlynntur því, sem og vinnufélagar okkar, sem buðu okkur eftirmeð- ferð.“ Eftirmeðferðin fólst í fundum nokkrum dögum eftir nálastung- una þar sem rætt var um líkam- legt og andlegt ástand án reyk- inga. Margrét lýsirfundunum sem eins konar AA-fundum og að þær hafi verið spurðar að því hvort þær þörfnuðust einhverra hjálpar- tækja sem þær hafi neitað hingað til. „Við förum meira að segja út í smók með vinnufélögunum og langar ekkert í sígarettu.1' Stungnar í eyrun Bóthildur viðurkennir að hún hafi kviðið mjög mikið fyrir kvöld- inu áður en nálastungan átti að fara fram. „En ég hristi það af mér og hugsaði að ég væri nú ekki að fara í stóra og hættulega aðgerð." Margrét kveið hins veg- ar ekkert fyrir og segir að þær hafi haft tvær vikur til að hugsa sig um áður en „stóri“ dagurinn kom. Nálastungumeðferðin tók ekki nema hálftíma. Margrét og Bót- hildur voru stungnar með þremur nálum í hvort eyra og kúlur plástraðar við eyrun á þeim sem þær voru með í viku. Þær segja að fyrstu reyklausu dagarnir hafi hreint ekki verið slæmir en helst hafi þær vantað eitthvað í hend- urnar. „Við erum kátar yfir þessu öllu saman og höfum ekkert þurft að leita til hjúkrunarfólksins eftir þennan skipulagða fund sem við fórum á,“ segir Margrét. Bóthildur samsinnir og bætir við að sér finnist tíminn lengur að líða á kvöldin þegar hún sé komin heim úr vinnunni. „Eitt kvöldið fór ég upp í rúm kl. hálf tíu í þeirri trú að hún væri hálf ellefu. Þegar ég átt- aði mig á því hvað klukkan raun- verulega var skammaðist ég mín og fór aftur á fætur." Vinkonurnar Margrét og Bót- hildur hafa aðlagast reykleysinu vel og þær sakna ekki rettunnar. Margrét hefur ekki fundið fyrir sterkri löngun í sígarettur þessar vikur en segir að augnablikslöng- unin komi stundum upp en hverfi jafnóðum. „Mínar bestu stundir voru á morgnanna milli sex og hálf átta. Þá sat ég sljó í reykn- um, drakk kaffi og reykti eins og ég væri í spilavíti." Reynsla Bót- hildar er aftur á móti sú, að sígar- ettustubbar freista hennar svolítið í öskubökkum en hún lætur þá að sjálfsögðu alveg vera. Margrét og Bóthildur eru á því að aðferðin sem þær ákváðu að nýta sér tii að hætta að reykja hafi virkað. Með nálastungunni, góðum stuðningi vinnufélaga, yf- irmanna og fjölskyldu hafi allt gengið vel, enn sem komið er, og þær ætla sér ekki að guggna heldur halda ótrauðar áfram fyrir sjálfar sig og barnabörnin. 2 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.