Vikan


Vikan - 17.05.1999, Side 9

Vikan - 17.05.1999, Side 9
 y • V JS- yíÍá' W — " || :: 1 jj 1 mm andi, bara skemmtilegur. Ég held að margir karlmenn í svip- aðri stöðu, sem eiga heima- vinnandi konur, líti þannig á að þessir heimar séu aðskildir. Ég lít alls ekki þannig á það. Ég hef reynt að fara út með hon- um og samstarfsfólki hans. Þannig get ég kynnst fólkinu sem hann starfar með. Bjarni ber mikla virðingu fyrir mínu starfi og finnst það ekki síðra en hans eigið. Þegar tví- burarnir voru nýfæddir og vöknuðu upp á nóttunni, gekk Bjarni líka um gólf með þá. Hann benti mér á að ég þyrfti líka að vakna til vinnu næsta morgun þegar ég var að segja honum að halda áfram að sofa. Bjarni er alltaf tilbúinn að breyta sínum plönum fyrir mig og hlaupa heim ef eitthvað kemur upp á. Ég er mjög kröfuhörð á að Bjarni komi heim og borði kvöldmat með okkur. Hann getur farið að vinna aftur á eftir, en ef hann er á landinu þá borðar hann með okkur. Kvöldmatartíminn er helgistundin okkar og þá get- um við spjallað saman. Við reynum líka að skipuleggja vel frítímann okkar." Stúdentapólitíkin leiddi þau saman Hvar og hvernig kynntust þau? „Við kynntumst í gegnum stúdentapólitíkina fyrir níu árum. Ég var formaður Félags hjúkrunarfræðinema og Bjami sat í háskólaráði. Eitt kvöldið kom hann í heimsókn til mín og bauð mér sæti á lista Vöku. Síðan fór hann ekkert heim! Við giftum okkur í októ- ber 1995 áður en við fórum til Sviss." Hér með upplýsist að Helga er dóttir Guðrúnar Helgadóttur, rithöfundar og fyrrverandi al- þingismanns. Skyldi hún hafa erft pólitískan áhuga móður sinnar? „Nei. Ég er alltaf hissa þeg- ar börn stjórnmálamanna leið- ast út í pólitík. Ég hef mikinn áhuga á að sinna félagsmálum en ég er óflokksbundin og hef engan áhuga á að starfa í stjórnmálum. Mér finnst það ekki aðlaðandi heimur." Hvað um áhuga á rit- störfum. Erfðist hann frá mömmu? “Sú löngun að fást við rit- störf blundar ekki í mér. Móðir mín var að rifja upp núna á dögunum að ég hefði skrifað heilmikið sem krakki en í seinni tíð hefur það dottið upp fyrir, Maður tekur kannski upp þráð- inn seinna!" Hvernig tilfinning var að Bjarni Ármannsson var allt í einu orðinn bankastjóri og fjöl- miðlar kepptust um að fjalla um manninn? „Ég held að ég hafi ekki fundið neitt mikið fyrir því ég er orðin vön því að vera dóttir hennar Guðrúnar Helgadóttur. Mér finnst við samt ósköp venjuleg. Ég veit fátt ömur- legra en þegar fólk lætur vel- Vikan 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.